Innlent

Dregur úr vatnsflæði undan Gígjökli

Þessi mynd var tekin þegar flóðið kom undan Gígjökli stuttu eftir að gosið hófst.
Þessi mynd var tekin þegar flóðið kom undan Gígjökli stuttu eftir að gosið hófst.

Vatnsflæði undan Gígjökli jókst laust fyrir hádegi í dag en dró fljótlega úr því aftur.

Nokkur hækkun hefur mælst á vatnsyfirborði við Markarfljótsbrú.

Hreinsunarstörf halda áfram undir Eyjafjöllum. Sóttvarnalæknir sendi í dag frá sér tilmæli til þeirra sem vinna við hreinsun á þurri ösku að þeir noti öndunargrímur við störfin.

Öndunargrímur má fá á nærliggjandi heilsugæslustöð við eldgosið eða hjá almannavarnanefnd á Hvolsvelli.

Loftrými umhverfis Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli hefur verið lokað fyrir blindflugsumferð í dag og hefur það valdið töluverðum röskunum á flugáætlunum.

Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir eru opnir allri umferð.

Athugað verður með flug til og frá Reykjavík síðar í dag. Flugfarþegum er bent á að leita sér upplýsinga hjá flugrekendum og á textavarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×