Fleiri fréttir

Saka Hjálmar um langvarandi tregðu við upplýsingagjöf

Fjórmenningarnir í stjórn Blaðamannafélags Íslands sem neituðu að skrifa undir reikninga félagsins á stjórnarfundi í gær hafa sent frá sér yfirlýsingu sem birt er á vef BÍ. Þar segir meðal annars að ástæða þess að þau hafi ekki viljað undirrita reikningana hafi verið langvarandi tregða Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra til að veita stjórninni upplýsingar um rekstur félagsins.

Engin merki um að gosi sé að ljúka

Kvikustreymi og gosmökkur í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Í stöðumati Veðurstofunnar segir að sprengigos og gjóskumyndun sé aðeins lítið brot af því sem var þegar gosið var mest þó gjóskufalls gæti 40 km vestan gosstöðvanna. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka.

Tveir nokkuð stórir skjálftar fyrir norðan

Tveir nokkuð öflugir jarðskjálftar riðu yfir um 29 kílómetra Norð-norðaustur af Siglufirði nú síðdegis. Sá fyrri varð klukkan 17:43 og mældist hann 3,2 að stærð. Hinn skjálftinn var aðeins stærri, eða 3,5 stig og átti hann upptök sín á svipuðum slóðum klukkan hálfsjö í kvöld.

Flugumferð leyfð um Akureyri og Egilsstaði

Flugvellirnir á Akureyri og á Egilsstöðum verða opnir áfram í kvöld og í nótt en útlit var fyrir að þeim yrði að loka sökum öskufalls frá Eyjafjallajökli. Flugvellirnir í Keflavík og í Reykjavík eru hinsvegar enn á svokölluðu svörtu svæði miðað við spá um öskudreifingu og verða því lokaðir áfram.

Víkur af lista framsóknarmanna

Guðrún Valdimarsdóttir, sem skipaði annað sætið á lista framsóknarmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hefur ákveðið að verða við ósk oddvita flokksins og víkja af listanum.

Framkvæmdastjóri BÍ hafnar gagnrýni á reikninga félagsins

Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri Blaðmannafélags Íslands, segir að ákvörðun sín um framboð hafi nú dregið þann dilk á eftir sér að reynt hafi verið að þyrla upp moldviðri um reikninga félagsins. Hann segist hafa tekið ákvörðun um formannsframboð þegar ljóst var að ekkert mótframboð bærist gegn sitjandi formanni, þrátt fyrir kraumandi óánægju innan félagsins eins og hann orðar það.

Átökin harðna enn frekar innan Blaðamannafélagsins

Átökin innan Blaðamannafélagsins halda áfram en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjórir stjórnarmenn innan Blaðamannafélagsins, þar á meðal formaður og varaformaður þess, hafi neitað að undirrita reikninga félagsins sem lagðir voru fyrir stjórnina í gærkvöldi.

Ferðaþjónustan fagnar ákvörðun um markaðsátak

Samtök ferðaþjónustunnar fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að setja allt að 350 milljónir króna í kynningarátak á Íslandi vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar ferðamanna í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki og sveitarfélög leggi sömu upphæð á móti. Í tilkynningu frá samtökunum segir að nú þegar hafi orðið mikið tjón hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og brýnt að snúa vörn í sókn þegar flug verður komið í eðlilegt horf. „Það er mikilvægt bæði fyrir ferðaþjónustuna og íslenskt þjóðarbú.“

Jóhanna vill taka synjunarvaldið af forsetanum

Forsætisráðherra vill að synjunarvaldið verði tekið af embætti forseta Íslands og þjóðinni færður beinn réttur til að kalla fram þjóðaratkvæðgreiðslur um einstök mál.

Bakkavík í Bolungarvík gjaldþrota

Bakkavík hf. í Bolungarvík hefur verið úrskurðað gjaldþrota og Tryggvi Guðmundsson skipaður skiptastjóri. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hafi verið stofnað árið 2001 og hefur það rekið öfluga rækjuvinnslu í Bolungarvík síðan. Jafnframt rak félagið fiskvinnslu og útgerð um nokkurra ára skeið og var mest með rúmlega 100 manns í vinnu. Undanfarið hafa um 30 manns unnið hjá félaginu.

Sex milljónum varið í kaup á svifryksmæli

Sex milljónum króna verður varið til kaupa og uppsetningar á sjálfvirkum mæli til að mæla svifryk á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra þess efnis á fundi í morgun.

Reynir á siðferðisþrekið að selja teygjuband í metratali

Varð hrunið kannski til vegna leitarinnar að þægilegri vel borgaðri innivinnu? Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ, kastaði fram þessari skondnu vangaveltu í fyrirlestri sínum „Dýrkeypt hagstjórnarmistök í þenslu“ sem fluttur var á opnum hádegisfundi í Háskóla Íslands í hádeginu í dag.

Vara við stríði vegna Scud eldflauga

Egyptar hafa varað við stóraukinni spennu milli Ísraels og Líbanons vegna fullyrðinga um að Sýrlendingar hafi látið Hizbolla samtökunum í té langdrægar Scud eldflaugar.

Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu vegna húsleitar

Síminn hf. sakar símafyrirtækið Þekkingu, sem á í samkeppni við Símann á upplýsingatæknimarkaði, um að hafa afritað tölvugögn Símans og Skipta við húsleit sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í síðustu viku. Þar á Þekking að hafa starfað sem undirverktaki.

Upphlaup vegna innflytjendalaga

Mikil geðshræring er í Bandaríkjunum vegna nýrra laga um ólöglega innflytjendur sem hafa verið samþykkt í Arizona.

Öllu áætlunarflugi Flugfélagsins Ernis aflýst í dag

Ekki verður hægt að fljúga hjá Flugfélaginu Erni á Höfn í Hornafirði, Sauðárkrók og Bíldudal í dag sökum öskudreifingar spár. Allt flug er á áætlun á morgun en staðan verður metin enn frekar þegar líður á daginn.

Alþjóðahvalveiðiráðið óstarfhæft vegna deilna

Formaður og varaformaður Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa lagt fram tillögu sem kveður á um að aðeins megi nota hvalaafurðir innanlands. Samkvæmt tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu þá þýðir sú klausa í raun bann á milliríkjaviðskiptum með hvalaafurðir.

Ökumenn án skírteina sektaðir

Á annan tug ökumanna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í umdæminu um helgina höfðu ekki ökuskírteini meðferðis. Einhverjir til viðbótar höfðu ekki hirt um að endurnýja það.

Erna Ósk Kettler ráðin dagskrástjóri RÚV

Erna Ósk Kettler hefur verið ráðin dagskrástjóri RÚV en hún var áður útsendingastjóri hjá Stöð 2. Hún var tekin fram yfir 37 umsækjendur en þar mátti finna þjóðþekkt nöfn á borð við Egil Helgason og Felix Bergsson.

Sjómenn segja niðurskurð gæslunnar lífshættulegan

Sambandsstjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands segir í ályktun sem sambandið samþykkti á dögunum að fjársvelti Landhelgisgæslu Íslands hafi orðið til þess að sjómenn sem eru fjær landi en 20 sjómílur geti ekki stólað á hjálp í neyð.

Horfur á að ferðamönnum fækki um hundrað þúsund

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja allt að 350 milljónir króna í kynningarátak á íslandi, vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar ferðamanna til Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að stefnt gæti í að erlendum ferðamönnum fækkaði um allt að eitt hundrað þúsund miðað við áætlanir þessa árs, sem hefði í för með sér tekjutap upp á 25 til 30 milljarða króna.

Spillingin felst í lánagjörningnum sjálfum

Gróði eða tap þeirra sem fengu vildarlán í hinum föllnu bönkum hefur ekkert með það að gera hvort slík lán teljast vera spilling eða ekki. Það hvort lántakinn stendur að lokum uppi með gróða eða tap er ekki vottur um spillt eða óspillt samskipti en er eingöngu mælikvarði á hvort um var að ræða velheppnaða eða misheppnaða spillingu. Spillingin felst í lánagjörningnum sjálfum. Þetta segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra í grein á vefritinu Smugunni.

Töluvert vatnsrennsli niður Gígjökul

Smá sprengingar hafa verið í morgun í gosinu í Eyjafjallajökli, en að öðru leyti er gosórói svipaður og undanfarna sólarhringa. Aska stígur upp í rösklega þriggja kílómetra hæð og leggur til norðvesturs, en öskufall í byggð er sára lítið og greinist varla, þar sem það er á annað borð.

Kanna skilyrði eftir hádegi

Ekkert innanlandsflug hefur verið í morgun vegna eldfjallaösku í lofti, en Flugfélag Íslands og Ernir ætla að kanna skilyrði eftir hádegi. Flugi Icelandair og Iceland Express frá landinu var flýtt un nokkrar klukkustundir í morgun, en loftrými yfir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllum eru lokuð.

Seinkun á flugi næsta sólarhringinn - flogið á fimmtudag

Icelandair stefnir að því færa tengibanka sinn frá Glasgow til Íslands á morgun og fljúga samkvæmt áætlun frá og með fimmtudagsmorgni. Vegna takmarkana á flugi um Keflavíkur- og Akureyrarflugvelli næsta sólarhringinn er gert ráð fyrir töluverðum seinkunum fram að þeim tíma.

Niðurstaða dómstólsins kom á óvart

„Þetta kom svolítið á óvart en ég var alltaf ótrúlega bjartsýnn,“ segir Vörður Ólafsson, húsasmiður, en hann kærði gjaldtöku Samtaka Iðnaðarins til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að iðnmálagjald stæðist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu.

Ökumanns leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem stöðvaði ekki bifreið sína eftir árekstur tveggja bifreiða á mótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar í hádeginu í gær.

Framkvæmdastjóri SI: Nýsköpun mun skaðast

„Þetta er stór þáttur í okkar tekjustraumum en tilvera okkar veltur ekki á þessu,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins, en Mannréttindadómstóll Evrópu birti úrskurð í morgun um að iðnmálagjald sé ólögmætt.

Ísraelar frysta framkvæmdir í Jerúsalem

Tilkynnt var um byggingu 1600 íbúða í þessum borgarhluta í síðasta mánuði einmitt þegar Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna var í heimsókn í Ísrael.

Íslendingar nota allt að 20 milljónir plastpoka á ári

Umhverfisráðuneytið áætlar að á bilinu 15-20 milljónir plastpoka séu notaðir hér á landi á ári hverju. Þetta kemur fram í skriflegu svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Halldór: Sömdum ekki um skiptingu bankanna

„Allt tal um pólitískt samkomulag um skiptingu bankanna er út í hött. Það áttu engin slík samtöl sér stað milli mín og Davíðs," segir Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Hann segir að það hafi ekki verið mistök að skipa Davíð Oddsson í stöðu bankastjóra Seðlabankans.

Höfuðkúpubraut 14 ára nemanda

„Drepstu, drepstu, drepstu,“ hrópaði breskur náttúrufræðikennari áður en hann sló 14 ára gamlan dreng í höfuðið með lóði í kennslustund á síðasta ári. Réttarhöld í málinu hófust í gær en kennarinn á yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur.

Vill vinna með báðum flokkum en ekki Brown

Leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi hefur dregið til baka yfirlýsingu sína um að hann vilji starfa með Íhaldsflokknum eftir kosningar. Nú segist hann einnig vilja vinna með Verkamannaflokknum.

Ekki í lífshættu eftir að hafa drukkið stíflueyði

Karlmaður, sem saup á stíflueyði í verslun Húsasmiðjunnar við Skútuvog í Reykjavík á níunda tímanum í gærkvöldi liggur sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans, en mun ekki lengur vera í lífshættu. Þegar starfsfólk og viðskiptavinir í versluninni sáu hvers kyns var, brugðust þeir réttilega við og reyndu að láta manninn drekka mjólk á meðan beðið var eftir sjúkraliði. Við fyrstu skoðun reyndist hann mjög bólgin og sviðin í munnholi og vélinda.

Myrti eiginkonuna eftir ósætti um sjónvarpgláp

Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók um helgina karlmann sem talinn er hafa myrt eiginkonu sína í kjölfar rifrildis um sjónvarpsgláp hans. Konan var ósátt við að eiginmaðurinn skyldi vaka frameftir til að fylgjast með úrslitum í æsispennandi hokkíleik sem þurfti þrívegis að framlengja. Maðurinn tók athugasemdum eigi

Á annað hundrað umferðarlagabrot á 15 árum

Karlmaður sem nýverið hlaut sex mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir umferðarlagabrot, hefur framið samtals 185 slík brot síðastliðin 15 ár, eða rösklega tíu brot á ári að meðaltali. Síðast var hann tekinn próflaus, en framvísaði ökuskírteini, sem ekki var lengur í gildi því búið var að svipta hann réttindum. Fyrir utan fjölmargar sektir, er refsingin núna sú sjöunda síðan árið 2003. Við lauslega athugun virðist þessi brotaferill mannsins með eindæmum hér á landi.

Tveir stútar stöðvaðir

Lögreglan í Árnessýslu stöðvaði ökumann á Þorlákshafnarvegi í gærkvöldi grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók annan úr umferð í nótt fyrir sömu sakir, en þrír ökumenn, allt karlmenn, voru teknir úr umferð fyrir fíkniefnaakstur í borginni um helgina. Sex voru auk þess teknir fyrir ölvunarakstur í borginni um helgina, þar af fjórir karlmenn. Í þessum níu tilvikum áttu karlmenn aðild að sjö, en konur aðeins að tveimur.

Sjá næstu 50 fréttir