Innlent

Slökkva á þriðja hverjum ljósastaur

Reykjavíkurborg fór út í svipaðar aðgerðir í vetur.
Reykjavíkurborg fór út í svipaðar aðgerðir í vetur. Mynd/Hörður Sveinsson
Slökkt verður á þriðja hverjum ljósastaur í Borgarbyggð næsta vetur en sveitarfélagið áætlar að spara rúmar fjórar og hálfa milljón króna á ári með því að breyta skipulagi raflýsingar.

Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að gera verulegar breytingar á skipulagi raflýsingar í sveitarfélaginu með það fyrir augum að draga úr kostnaði. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn.

Slökk verður á öllum ljósastaurum í þéttbýli frá næstu mánaðamótum til byrjun ágústmánaðar. Þá verður viðhald ljósastaura endurskoðað og meðal annars dregið úr götulýsingu í þéttbýli með því kveikja seinna á ljósum og slökkva fyrr.

Reykjavíkurborg fór út í svipaðar aðgerðir í vetur en þar áætla menn að spara um 45 milljónir króna á ári.

Borgarbyggð ætlar þó að ganga enn lengra og slökkva á þriðja hverjum ljósastaur í þéttbýli næsta vetur. Áætlar byggðaráðs Borgarbyggðar að með þessum aðgerðum megi spara fjóra og hálfa milljón króna á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×