Innlent

Dæmdur fyrir að eyðileggja hraðbanka með steinhellu

Maðurinn var dæmdur á Akureyri.
Maðurinn var dæmdur á Akureyri.

Nítján ára gamall karlmaður var dæmdur í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi eystra í dag fyrir fjögur þjófnaðarbrot og fyrir að skemma hraðbanka Arion banka á Akureyri með steinhellu.

Pilturinn, sem hefur áður hlotið refsidóma fyrir þjófnaði og fíkniefnabrot.

Pilturinn játaði brot sín skýlaust og mest af þýfinu skilaði sér til eiganda. En í ljósi þess að hann var á skilorði þegar hann braut af sér þá skal hann sæta tíu mánaða fangelsi óskilorðsbundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×