Erlent

Eitt mesta umhverfisslys Bandaríkjanna í uppsiglingu

Mynd/AP
Nái olía sem lekur úr frá sokknum olíuborpalli á Mexíkóflóa til bandarískrar strandar verður eitt mesta umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna.

Talið er að um 160 þúsund lítrar af olíu leki í hafið á degi hverjum frá olíuborpallinum sem er eigu breska olíufyrirtækisins BP og sökk til botns á Mexíkóflóa fyrir tæpri viku. Vélmenni hafa verið send að borpallinum sem er á um 1500 metra dýpi og er þeim ætla að gangsetja búnað sem getur stöðvað lekann. Aðgerðir BP og bandarískra yfirvalda sem hafa reynt að stöðva lekann hafa ekki borið árangur.

Olíuflekkurinn ógnar lífríki við strendur Bandaríkjanna en hann orðin 80 kílómetrar á lengd og 60 kílómetrar á breidd - og skammt frá ströndum Louisiana. Talsmaður bandarísku strandgæslunnar segir að í uppsiglingu sé eitt mesta mengunarslys í sögu landsins. Stjórnvöld íhuga að kveikja í olíunni og reyna þannig takmarka þannig útbreiðsluna. Óttast er að olíuflekkurinn berist að landi í lok vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×