Erlent

HIV-smitaðir geta heimsótt Kína

Frá Peking. Yfirvöld hafa aflétt ferðatakmörkunum sem komu í veg fyrir að HIV-smitaðir útlendingar ferðuðust til landsins.
Frá Peking. Yfirvöld hafa aflétt ferðatakmörkunum sem komu í veg fyrir að HIV-smitaðir útlendingar ferðuðust til landsins.
Kínversk yfirvöld hafa aflétt ferðatakmörkunum sem komu í veg fyrir að HIV-smitaðir útlendingar ferðuðust til landsins. Ákvörðunin er tekin í tengslum við heimssýninguna í Shanghai sem hefst formlega á laugardaginn. Búist er við að yfir milljón erlendir gestir leggi leið sína til borgarinnar á meðan sýningin stendur yfir næsta hálfa árið.

Bannið hefur verið harðlega gagnrýnt af alþjóðlegum stofnunum. Margaret Chan, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, fagnar ákvörðun kínverskra yfirvalda. Um mikilvægt skref í rétta átt sé að ræða sem geti orðið til þess að fleiri lönd breyti lögum sem mismuna HIV-smituðum einstaklingum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×