Innlent

Rannsóknarskýrslan söluhæsta bókin frá áramótum

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur selst vel frá því að hún kom út mánudaginn 12. apríl sl.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur selst vel frá því að hún kom út mánudaginn 12. apríl sl. Mynd/Pjetur
Samkvæmt metsölulista bókaverslana er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis langsöluhæsta bókin hér á landi frá áramótum. Alþingi er því útgefandi að mest seldu bók landsins.

Samkvæmt sölutölunum bóksala má ætla að skýrslan verði áfram söluhæsta bókin fram eftir ári ef ekki allt árið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem tekur saman á tveggja vikna fresti lista yfir söluhæstu bækurnar frá öllum helstu bóksölum landsins fyrir Félag íslenskra bókaútgefendur.

Hægt er að sjá topp 10 lista bóka á tímabilinu 12.-24. apríl og lista yfir þær tíu bækur sem mest hafa selst frá áramótum hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×