Innlent

Fjölmargir eftirskjálftar

Mynd/www.vedur.is
Mynd/www.vedur.is
Að minnsta kosti 35 eftirskjálftar hafa orðið eftir skjálfta upp á 3,2 á Richter, sem varð um 29 kílómetra norðnorðvestur af Siglufirði laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Annar upp á 3,5 varð þar skömmu síðar.

Eftirskjálftarnir eru allir mun vægari og varð stóru skjálftanna ekki vart á Siglufirði. Jarðvísindamenn segja skjálftana ekki í tengslum við eldsumbrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×