Innlent

Glitnir styrkti bara flokkana

Árni Tómasson
Árni Tómasson

 „Þau gögn sem skilanefndin hefur farið yfir gefa ekki til kynna að Glitnir banki hafi styrkt einstaka stjórnmálamenn," segir í yfirlýsingu sem skilanefnd Glitnis sendi frá sér í gær. Árni Tómasson, formaður skilanefndarinnar, segir að engir styrkir til stuðningsmannafélaga stjórnmálamanna hafi heldur komið í leitirnar.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að nefndin hafi ekki haft aðgang að sambærilegum upplýsingum frá Glitni um styrki til stjórnmálamanna og frá Kaupþingi og Landsbankanum.

Skilanefnd Glitnis gaf yfirlýsingu í gær í framhaldi af fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar segir að starfsmenn hafi nú „farið yfir kostnaðarliðinn styrkveitingar á árunum 2004 til 2008 og kannað hvort einstakir stjórnmálamenn, stuðningsmannafélög þeirra eða fyrirtæki stjórnmálamanna hafi fengið styrki".

Fram kemur að styrkir virðist hafa verið í samræmi við styrktarstefnu bankans um að styrkja ekki einstaka stjórnmálamenn. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×