Innlent

Ungt fólk með húsnæðislán þiggur aðstoð frá kirkjunni

Hjálparstarf kirkjunnar aðstoða fólk með sem býr í eigin húsnæði. Það var óþekkt fyrir hrun.
Hjálparstarf kirkjunnar aðstoða fólk með sem býr í eigin húsnæði. Það var óþekkt fyrir hrun.
Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar var með erindi á Preststefnunni í dag. Hún segir að beiðnum um aðstoð hafi fjölgað gífurlega á mili ára.

Sem dæmi má nefna að í janúar til mars árið 2008 voru 570 umsóknir frá fjölskyldum en á sama tíma árið 2010 voru beðnir um aðstoð frá fjölskyldum 2578. Þessar fjölskyldur eru oft barnmargar.

Konur eru 60 prósent þeirra sem sækja um aðstoð og einstæðir foreldrar eru í meirihluta. Áður fyrr var sjaldgæft að þau sem sæktu um aðstoð byggju í eigin húsnæði en nú á það við um 40% umsækjenda og mjög fjölgar í hópnum 20 - 39 ára, ungar fjölskyldur með húsnæði á lánum.

Lára Björnsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, ræddi svo um aðstæður barna og ungra fjölskyldna á Prestefnunni.

Hún benti á að 11.283 börn ættu atvinnulausa foreldra og að í þeim hópi væru 474 börn þar sem báðir foreldrar væru atvinnulausir. Einnig að mikið atvinnuleysi væri hjá ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Sá hópur telur 19% allra atvinnulausra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×