Innlent

Þjófar gómaðir í fornmunaverslun

Mynd/Pjetur
Lögreglumenn handtóku í nótt tvo karla og eina konu við innbrot í fornmunaverslun í borginni. Nágranni verslunarinnar varð var við mannaferðir þar og lét lögreglu vita, sem gómaði þjófana á staðnum. Þá var fólkið búið að sanka að sér ýmsum munum til að hafa á brott með sér.

Fólkið var í annarlegu ástandi, líklega undir áhrifum fíkniefna, og er allt þekkt afbrotafólk. Það gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrt í dag. Fáheyrt er ef ekki einsdæmi að reynt sé að braska með fornmuni á fíkniefnamarkaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×