Innlent

Sérstakur saksóknari: Fyrstu ákærur líta dagsins ljós í maí

„Fyrstu niðurstöðurnar eru væntanlegar í maí," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, en áður var stefnt að því að fyrstu ákærur litu dagsins ljós í lok apríl.

Ólafur segir ástæðuna fyrir töfunum vera sú að það tók lengri tíma en áætlað var að hnýta lausa enda.

Aðspurður hversu mörg mál væri um að ræða vildi Ólafur Þór ekkert um það segja né gegn hverjum rannsóknin beinist.

Þegar og ef ákærurnar liggja fyrir þá mun embættið sjálft sjá um rekstur málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×