Fleiri fréttir

Segir meiri læti í þinginu nú en í hruninu

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allt of mikið óðagot vera við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í kvöld fyrir aðra umræðu.

Tveir skiptu 60 milljónum á milli sín

Tveir heppnir lottóspilarar skiptu með sér fyrsta vinningi í kvöld og fá þeir rúmar 30 milljónir hvor í sinn hlut. Fram kemur á vef Íslenskrar getspár að vinningshafarnir keyptu miðana sína í N1 við Ægissíðu í Reykjavík og Samkaupum Strax á Flúðum. Sex voru með 4 rétta og bónustölu og fengu rúmlega 160 þúsund hver.

Fimmtán þúsund ljósaperur prýða Las Vegas norðursins

Fimmtán þúsund ljósaperur prýða best skreytta hús Reykjanesbæjar, í hverfi sem oft er nefnt Las Vegas norðursins. Eigandinn pantar allar skreytingarnar frá Bandaríkjunum og tekur viku í að klæða húsið í jólabúninginn.

Festust á þaki bíls í Steinsholtsá

Lið frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi var kallað út til aðstoðar mönnum sem festust í Steinsholtsá við Þórsmörk í kvöld. Þeir hugðust aka yfir ána en festust enda hefur mikið vatn verið í ánni í kvöld. Höfðust mennirnir við á toppi bílsins þangað til björgunarsveitamenn komu þeir til aðstoðar.

Minni slysahætta engin rök fyrir vegagerð

Rök eins og minni slysahætta og stytting ferðatíma hafa ekkert gildi þegar umhverfisáhrif vegagerðar eru metin, samkvæmt túlkun Skipulagsstofnunar á nýlegum dómi Hæstaréttar um Teigsskóg. Alþingismaður segir að ef þetta eigi að gilda sé búið að girða fyrir vegagerð víðsvegar um landið.

Segir skattahækkanir ríkisstjórnarinnar stórhættulegar

Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar við þær aðstæður sem nú eru í íslensku efnahagslífi eru stórhættulegar og allar líkur eru á því að þær bæði dýpki og lengi þá kreppu sem nú stendur yfir, segir Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að heimilin í landinu þoli ekki hærri skatta ofan á launalækkun, hærri afborganir á lánum og minni atvinnu.

Tugir þúsunda mótmæltu í Kaupmannahöfn

Tug þúsundir mótmælenda gengu um götur Kaupmannahafnar í Danmörku í dag í mótmælum vegna loftlagsráðstefnunnar sem fram fer þar í borg. Fulltrúar iðnríkja heimsins ræða á ráðstefnunni um drög að samkomulagi til að sporna gegn gróðurhúsaáhrifum. Mótmælendurnir vilja að iðnríkin grípi sem fyrst til aðgerða sem gætu orðið til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum.

Hannes: Auðvelt að vera vitur eftir á

„Athugasemd Ríkisendurskoðunar er eflaust rétt, enda auðvelt að vera vitur eftir á," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands.

Brjálað að gera hjá Happahúsinu

„Það er bara löng röð inn í Hagkaup. Það er brjálæði að gera,“ segir Magnús Kristinsson, starfsmaður hjá Happahúsinu í Kringlunni.

Blair svarar fyrir Íraksstríðið

Það hefði verið rétt að taka Saddam Hussein úr umferð jafnvel þótt engar sannanir hefðu verið fyrir því að hann byggi yfir gereyðingarvopnum, segir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta.

Hefur vonandi lært eitthvað af Christie

„Ég vona að ég hafi lært eitthvað af henni," segir Ragnar Jónasson rithöfundur í samtali við breska vefinn Crime Time. Ragnar, sem er 33 ára gamall, hefur þýtt Agöthu Christie bækur allt frá því að hann var í menntaskóla en fyrsta skáldsaga hans, Fölsk nóta, kom út fyrir þessi jól.

Steingrímur telur að Icesave frumvarpið nái í gegn

Fjármálaráðherra býst ekki við andstöðu fleiri þingmanna Vinstri grænna við Icesave frumvarpið og reiknar með að það hljóti stuðning meirihluta Alþingis við lokaafgreiðslu þess. Ef einn stjórnarliði til viðbótar leggst gegn frumvarpinu, þarf stjórnin á stuðningi Þráins Bertelssonar að halda til að frumvarpið verði að lögum.

Saka Sjálfstæðisflokkinn um blekkingar

Þingflokksformenn Samfylkingarinnar og VG segja að Sjálfstæðisflokkurinn beiti vafasamri framsetningu í umfjöllun sinni um breytingar á skattkerfinu.

Boða til nýs kröfufundar í dag

Hagsmunasamtök heimilanna og samtökin Nýtt Ísland boða til fundar á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Fundurinn krefst leiðréttingar á höfuðstól lána, afnáms verðtryggingar.

Níu gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu

Níu manns gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna brota sem tengjast ölvun. Töluverður erill var hjá lögreglunni. Mikið var um útköll vegna hávaða og sex voru teknir vegna gruns um ölvunarakstur. Þá tók lögreglan á Suðurnesjum tvo menn vegna ölvunaraksturs.

Tiger tekur frí frá atvinnumennsku

Golfarinn heimsþekkti Tiger Woods hefur ákveðið að taka sér ótímabundið frí frá atvinnumennskunni í golfi til að sinna vandamálum í einkalífinu.

Íbúum boðin gisting hjá Rauða krossinum

Töluverðar reykskemmdir urðu í íbúð í fjölbýlishúsi í Huldulandi í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöld þegar eldur kviknaði út frá feiti í potti. Slökkviliðið reykræsti íbúð og stigagang í húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var íbúum boðin gistiaðstaða á vegum Rauða Krossins.

Meta rétt ríkisins til að sækja hrunsbætur

Hafin er vinna á vegum fjármálaráðuneytisins við að meta hvort unnt sé að hefja og reka skaðabótamál á hendur þeim sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdraganda bankahrunsins. Nær athugunin jafnt til lögaðila sem einstaklinga og er óháð rannsóknum sérstaks saksóknara á refsiverðri háttsemi í aðdraganda hrunsins.

Fallið frá frestun mánaðar af orlofi

Ákvæði um frestun eins mánaðar af fæðingarorlofi þar til eftir þrjú ár í frumvarpi félagsmálaráðherra um breytingar á lögum um fæðingarorlof verður breytt í félagsmálanefnd, að sögn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns félagsmálanefndar Alþingis.

Meintir kaupendur vændis yfirheyrðir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu yfirheyrt nokkra meinta kaupendur vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun vera um allnokkurn hóp að ræða. Kaupendur greiddu að lágmarki tuttugu þúsund fyrir þjónstuna í hvert skipti, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Bíða svara frá Alcan fyrir álverskosningu

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að þrátt fyrir að nægum fjölda undirskrifta hafi verið safnað sé ekki hægt að efna til nýrrar íbúakosningar um stækkun álversins í Straumsvík vafningalaust.

Meirihluti barna gengur í skólann

Tæplega níutíu prósent grunnskólabarna í Grafarvogi og á Kjalarnesi fara fótgangandi í skóla. Þetta kemur fram í könnun um ferðavenjur Reykvíkinga, sem umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar lét Capacent Gallup gera fyrir sig í nóvember. Hlutfallið er rúmum tuttugu prósentum hærra þar en í öðrum hverfum borgarinnar, en hverfisráð Grafarvogs hefur tekið upp græna samgöngustefnu.

Fatlaðir nemar borgi í strætó

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fatlaðir nemendur fái ekki lengur frítt í strætó. Í greinargerð sem lögð var fyrir velferðarráð borgarinnar og síðar borgarráð segir að undanfarna tvo vetur hafi fötluðum framhalds- og háskólanemum staðið til boða að fá ókeypis í strætó eins og ófötluðum.

Kærði leigubílstjóra fyrir nauðgun

Tæplega þrítug kona hefur kært leigubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var konan stödd í gleðskap í Reykjavík aðfaranótt 23. nóvember. Þá tók hún leigubíl úr miðborginni og heim til sín á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er ljóst með hverjum hætti atburðarás var eftir að hún tók bílinn, en svo virðist sem hún hafi vaknað við það á heimili sínu að bílstjórinn var að hafa við hana samfarir. Hún leitaði nokkru síðar á neyðarmóttöku þolenda nauðgunar á Landspítalanum í Fossvogi.

Torveldar gerð samkomulags

Ísraelsþing hefur til meðferðar frumvarp að lögum um að bera þurfi undir þjóðaratkvæðagreiðslu friðarsamkomulag við Palestínumenn, ef það felur í sér að Ísraelar gefi eftir yfirráð sín í austurhluta Jerúsalemborgar eða á Gólanhæðum.

Nær 200 umsóknir um fjörutíu störf

Um 180 umsóknir bárust um fjörutíu stöður sem nýlega voru auglýstar lausar til umsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á bak við þessar umsóknir eru 120 umsækjendur, því nokkrir sóttu um fleiri en eina stöðu.

Umboðsmenn fá um 50 ný mál á mánuði

Umboðsmenn viðskiptavina hjá viðskiptabönkunum þremur fá samtals um fimmtíu mál á mánuði að meðaltali til úrlausnar þar sem viðskiptavinur bankans gerir athugasemdir eða óskar eftir upplýsingum vegna afgreiðslu bankans á málum viðkomandi.

Tillögur um mikinn samdrátt

Ríki heims verða helst að hætta alveg losun gróðurhúsalofttegunda, eða að minnsta kosti að minnka losunina um helming fyrir árið 2050, samkvæmt drögum að samkomulagstexta sem dreift var á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í gær.

Icesave ætlaður alltof skammur tími

„Það kemur ekki á óvart að þau skuli ekki hafa fengist til verksins. Það mun enginn fást til að vinna svo mikilvægt og flókið lögfræðiálit á þeim stutta tíma sem meirihlutinn hefur ákveðið.“

Ekki einhugur um staðsetninguna

„Þetta málþing er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á að átta sig á málum sem tengjast væntanlegu háskólasjúkrahúsi, staðsetningu og byggingu,“ segir Gestur Ólafsson, einn aðstandenda málþingsins, Nýr Landspítali – hvar, hvernig og fyrir hverja.

Semja um herlið til Póllands

Fulltrúar Bandaríkjanna og Póllands hafa undirritað samkomulag um að Bandaríkin sendi bæði herlið og herbúnað til Póllands.

Þróunarríkin fá fjárstuðning

Leiðtogar hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu sér í gær saman um að verja 2,4 milljónum evra á ári næstu þrjú ár til að hjálpa þróunarríkjum að taka þátt í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þessi upphæð samsvarar um 450 milljónum króna á ári.

Hneykslaður á írsku kirkjunni

Benedikt 16. páfi ætlar að skrifa kaþólsku kirkjunni á Írlandi bréf þar sem hann mun lýsa því hvernig bregðast eigi við upplýsingum um að sumir írskir prestar hafi áratugum saman níðst á börnum og biskupar kirkjunnar á Írlandi hafi hylmt yfir.

Jólalest Coca-Cola fer af stað

Jólalest Coca-Cola mun keyra um höfuðborgarsvæðið í dag. Jólalestin samanstendur af fimm trukkum sem eru hlaðnir rúmlega tveggja kílómetra löngum ljósaseríum og hljóðkerfi.

Roman Abramóvitsj kemur að útgáfunni

Roman Abramóvitsj, eigandi fótboltaliðsins Chelsea og einn ríkasti maður Englands, kemur að útgáfu ljósmyndabókarinnar Africa, Future of Football eða Afríka, framtíð fótboltans eftir Pál Stefánsson ljósmyndara. Bókin kemur út í mars, örfáum mánuðum áður en heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Suður-Afríku.

Strætisvagn lenti utan vegar

Engan sakaði þegar strætisvagn lenti utan vegar í miklu hvassviðri á Kjalarnesi í gærmorgun. Vagninn var á leið frá Akranesi þegar atvikið varð.

Fréttablaðið stækkar enn

Fréttablaðið í dag er 160 blaðsíður, sextán síðum stærra en blaðið sem kom út um síðustu helgi og var þá stærsta blað sem komið hafði út í útgáfusögu blaðsins.

Rúmlega 33 þúsund skora á forsetann

Rúmlega 33 þúsund Íslendingar höfðu í gær skráð nöfn sín á áskorun til forseta Íslands um að synja Icesave-lögum staðfestingar á vef Indefence-hópsins.

Fjörutíu handteknir í Kaupmannahöfn

Um tvö hundruð mótmælendur voru á götum miðborgar Kaupmannahafnar í gær þar sem forstjórar stórfyrirtækja funduðu um loftslagsmál. Fundur þeirra var ekki á opinberri dagskrá loftslagsráðstefnunnar en tengdur henni, líkt og fjöldi annarra. Mótmælendur börðu bumbur og hrópuðu að forstjórunum.

Skotarnir unnu enn eina samkeppnina

Sundlaug verður í miðri innhöfninni, á Ægisgarði, ef ráðist verður í framkvæmdir eftir verðlaunatillögu um skipulag Gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar. Skosk arkitektastofa, Graeme Massie, bar sigur úr býtum í keppninni og fékk í sinn hlut 7,5 milljónir króna.

Fíkniefni í sjónvarpsflakkara

Fangi á Litla-Hrauni hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á Selfossi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum í sjónvarpsflakkara inn í fangelsið.

Jörundarstígur samþykktur

Göngustígurinn milli Skólabrúar og Austurstrætis á hér eftir að heita Jörundarstígur. „Er tillagan gerð með vísan til þess að í ár eru 200 ár liðin frá valdatöku danska ævintýramannsins Jörgens Jörgenssonar á Íslandi og nú er hafin endurbygging Austurstrætis 22 í upprunalegri mynd,“ segir í greinargerð sem lögð var fyrir borgarráð. Stjórnarsetur Jörgens Jörgenssonar var áður í húsinu sem varð Austurstræti 22.

Sjá næstu 50 fréttir