Innlent

Fíkniefni í sjónvarpsflakkara

Litla-Hraun. Fangaverðir fundu fíkniefnin í sjónvarpsflakkaranum.
Litla-Hraun. Fangaverðir fundu fíkniefnin í sjónvarpsflakkaranum.

Fangi á Litla-Hrauni hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á Selfossi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum í sjónvarpsflakkara inn í fangelsið.

Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, gerði tilraun til að smygla inn í fangelsið tæplega nítján grömmum af amfetamíni, 1,5 grömmum af maríjúana og 29 e-töflum í flakkaranum. Hann hafði útvegað sér tækið og ætlaði að fá efnin send á nafni samfanga síns 11. mars síðastliðinn. Fangaverðir á Litla-Hrauni fundu fíkniefnin við leit daginn eftir. Fanginn neitaði sök við þingfestingu málsins.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×