Innlent

Minni slysahætta engin rök fyrir vegagerð

Kristján Már Unnarsson skrifar
Rök eins og minni slysahætta og stytting ferðatíma hafa ekkert gildi þegar umhverfisáhrif vegagerðar eru metin, samkvæmt túlkun Skipulagsstofnunar á nýlegum dómi Hæstaréttar um Teigsskóg. Alþingismaður segir að ef þetta eigi að gilda sé búið að girða fyrir vegagerð víðsvegar um landið.

Deilur um að leggja þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði þvert yfir minni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og um Teigsskóg í Þorskafirði hafa staðið yfir í sex ár. Landeigendur og náttúruverndarsamtök, sem leggjast gegn áformum Vegagerðarinnar, höfðu nýlega sigur fyrir Hæstarétti, á þeirri forsendu að umhverfisráðherra hefði verið óheimilt að nota umferðaröryggi sem rökstuðning í málinu.

Skipulagsstofnun hefur nú að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið túlkað dóm Hæstaréttar á þann veg að þegar lagt er mat á umhverfisáhrif framkvæmdar sé óheimilt að nota rök eins og sparnað vegfarenda vegna styttingar vegalengdar og ferðatíma, sparnað vegagerðar vegna snjóhreinsunar og hálkuvarna, né rök um slysahættu og umferðaröryggi. Einar K. Guðfinnsson, sem ítrekað hefur rætt um vestfirska vegi í þinginu, undrast þessa niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×