Erlent

Hneykslaður á írsku kirkjunni

Benedikt 16. páfi ætlar að skrifa kaþólsku kirkjunni á Írlandi bréf þar sem hann mun lýsa því hvernig bregðast eigi við upplýsingum um að sumir írskir prestar hafi áratugum saman níðst á börnum og biskupar kirkjunnar á Írlandi hafi hylmt yfir.

Páfinn tók í gær á móti leiðtogum kirkjunnar á Írlandi. Að loknum fundinum sendi Páfagarður frá sér yfirlýsingu þar sem segir að páfinn sé, rétt eins og margir Írar, fullur hneykslunar og reiði vegna málsins.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×