Innlent

Strætisvagn lenti utan vegar

Engan sakaði þegar strætisvagn lenti utan vegar í miklu hvassviðri á Kjalarnesi í gærmorgun. Vagninn var á leið frá Akranesi þegar atvikið varð.

Kona sem ók strætisvagninum er sögð hafa brugðist hárrétt við þegar hún reyndi ekki að streitast á móti snarpri vindhviðu heldur stýrði bílnum út af veginum. Vagninn stöðvaðist í mýri tugum metra frá veginum og var annar bíll sendur til að sækja ökumanninn og sex farþega sem í bílnum voru.

Unnið var að því í gær að losa strætisvagninn, sem er ekki talinn mjög mikið skemmdur. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×