Innlent

Boða til nýs kröfufundar í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá mótmælum á Austurvelli í haust. Mynd/ Anton Brink.
Frá mótmælum á Austurvelli í haust. Mynd/ Anton Brink.
Hagsmunasamtök heimilanna og samtökin Nýtt Ísland boða til fundar á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Fundurinn krefst leiðréttingar á höfuðstól lána, afnáms verðtryggingar.

Í fréttatilkynningu vegna fundarins segir að öðru greiðsluverkfalli Hagsmunasamtaka heimilanna sé að ljúka og enn hafi stjórnvöld og lánastofnanir ekki komið með heildstæða, samræmda og sanngjarna lausn varðandi leiðréttingar á hófuðstóli lána. Enn sé ekki komin tímasett áætlun um afnám verðtryggingar og enn hækki höfuðstóll lána. Von sé á frekari hækkunum bregðist stjórnvöld ekki við hið fyrsta til að leiðrétta lánin og aftengja verðtryggingu. Fundurinn krefst þess að þarna verði bætt úr.

Á fundinum munu Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, Friðrik Ó. Friðriksson, formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna, og Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, flytja erindi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×