Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2025 07:00 Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir er samgöngustýra Reykjavíkurborgar. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg vissi að yrði beygjuvasi við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls fjarlægður yrðu tafir á umferð úr Árbænum. Samgöngustýra Reykjavíkurborgar segir þær gríðarlegu tafir sem ökumenn hafa upplifað síðustu vikur eiga vera mun skárri nú. Hún vonast til þess að tíminn leiði í ljós að framkvæmdirnar séu ekki svo slæmar. Fréttastofa hefur í sumar fjallað um óánægju Árbæinga, og ökumanna sem eiga leið um gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls, með framkvæmdir þar. Beygjuvasi af Bæjarhálsi úr austri yfir á Höfðabakka var fjarlægður og fyrirkomulagi akreina breytt þegar ekið er til suðurs. Á framkvæmdatímanum hafa orðið miklar tafir á umferð, fólki til mikillar gremju. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustýra Reykjavíkurborgar, segir framkvæmdirnar verða til þess að öryggi gangandi og hjólandi stóraukist. Fréttastofa sagði frá því í síðasta mánuði að engin slys hafi orðið á þeim hópi í beygjuvösunum sem voru fjarlægðir síðustu tuttugu ár. Guðbjörg bendir á að það sé ekki skráð þegar gangandi og hjólandi eru tengdir óhappi, til dæmis þegar aftanákeyrslur verða þegar ökumenn eru ekki að fylgjast með hvort bíllinn fyrir framan sé að stöðva. „Svo snýst þetta líka um að Höfðabakki er með hraðari umferð heldur en er á Bæjarhálsi og við þær aðstæður eru þessi framhjáhlaup erfið og hættuleg. Til viðbótar er töluverð umferð gangandi og hjólandi, aðallega hjólandi, því þetta er ein af hjólaleiðunum í hjólreiðaáætlun og við sjáum fyrir okkur að vægi hennar muni aukast í framtíðinni,“ segir Guðbjörg. Vinnugagn sýnir tífalda umferð Nýlega fór í dreifingu greining sem verkfræðistofan Cowi vann fyrir borgina um gatnamótin. Þar var skoðað hvernig ýmsar breytingar á gatnamótunum myndu koma út. Upphaflega hugmyndin var að fjarlægja beygjuvasa af Höfðabakka úr suðri yfir á Bæjarháls í austri. Hlutir enduðu þó þannig að sá beygjuvasi varð eftir og hinir tveir fjarlægðir. Í niðurstöðum greiningarinnar má sjá að borginni var ljóst að það að fjarlægja beygjuvasana myndi leiða til umferðartafa. Biðtími fyrir þá sem nýttu beygjuvasann frá Bæjarhálsi yfir á Höfðabakka færi úr níu sekúndum í 92 sekúndur á háannatíma. Hins vegar var ekki reiknað með því að sett yrði upp stakt hægribeygjuljós, líkt og var sett upp í framkvæmdunum. Biðtíminn ætti því að vera eitthvað styttri en 92 sekúndur í raun. Guðbjörg segir þær miklu tafir sem fólk upplifði síðustu vikur ekki bara vegna brotthvarfs beygjuvasans, heldur einnig vegna þess að svæðið var enn framkvæmdasvæði þar til seint í síðustu viku. „Ég stórefa það, að þegar fram líða stundir og fólk verður farið að keyra þarna og upplifir að þetta er ekki eins slæmt og þetta var þegar framkvæmdir voru í gangi og mesti stormurinn gekk yfir, að menn vilji bakka,“ segir Guðbjörg. Nýr búnaður kominn í gagnið Ljósastýringarbúnaður gatnamótanna var uppfærður í framkvæmdunum og með nýrri tækni ætti að vera hægt að leyfa umferð að flæða mun betur um gatnamótin. „Svo erum við líka að stefna á að tengja forgangskerfi Strætó inn í þetta. Þá getur Strætó framlengt græna ljósið ef hann nálgast, svo hann stoppi ekki á rauðu jafn oft. Sama með neyðarbílana,“ segir Guðbjörg. Undirgöngin ekki nægilega nálægt Bent hefur verið á að skammt frá gatnamótunum eru undirgöng undir Höfðabakka, sem margir á leið um gatnamótin nýta sér. Guðbjörg segir borgina almennt ekki vísa fólki á að taka langan krók í stað þess að nýta gatnamót sem eru til staðar. „Þetta er ekki nokkrum metrum frá. Þetta er 250 metrum frá. Það getur munað töluverðu eftir því hvaða leið þú ert á. Ég efa það ekki að til dæmis börn sem búa í Ártúnsholti og á leið í Árbæjarskóla nýti sér þessi undirgöng. Og sama ef fólk er á leiðinni í Elliðaárdal í útivist. Það breytir því ekki að það eru fleiri á ferðinni þarna,“ segir Guðbjörg. Fyrra ástand ekki gott fyrir neinn Hún hafi heyrt miklar óánægjuraddir með framkvæmdirnar, en eins ánægjuraddir. Það hafi ekki komið til tals að koma beygjuvösunum aftur fyrir. „Ekki á þessum tímapunkti. Auðvitað munum við fylgjast með og ef reynslan verður að þetta verði alveg ómögulegt munum við að sjálfsögðu skoða með hvaða hætti er hægt að bæta aðstæður, án þess að endilega bakka alla leið í sama fyrirkomulag og var áður. Ég held að allir séu sammála um að það hafi ekki verið gott,“ segir Guðbjörg. Líkt framtíðarástandi Enn sé unnið að því að fínstilla ljósastýringarbúnaðinn, en kerfið eins og það er í dag fyrir ökumenn ætti að vera nokkuð líkt því sem það verður í framtíðinni. Fleiri fínstillingar eru væntanlegar fyrir gangandi og hjólandi. „Í dag þurfa gangandi til dæmis að ýta á hnapp til að fara yfir Höfðabakka og við erum að skoða með hvaða hætti við getum bætt það þannig að gangandi og hjólandi þurfi ekki að bíða eins lengi. Það eru næstum því tvær mínútur sem þeir þurfa að bíða í ekki skemmtilegum aðstæðum. En fyrir bílana er þetta farið að rúlla nokkuð líkt því sem hugmyndin var í upphafi,“ segir Guðbjörg. Óheppilegar framkvæmdir Framkvæmdir Veitna við Hestháls gerðu illt verra fyrir þá sem voru á leið úr Árbænum en þannig fækkaði hjáleiðum þeirra sem kjósa að aka ekki um gatnamótin tímabundið um eina. „Leiðinlegt að það hitti þannig á. Við reynum að stýra því hvenær menn fara í framkvæmdir en við reiknuðum með að vera búin að tengja þessa skynjara fyrr þannig þetta átti ekki að skarast svona. Svo er þetta erfitt með framkvæmdagluggann hér á Íslandi, hann er ekki langur. Það er ekki mikið svigrúm til að hliðra hlutum til án þess að eiga í hættu á að frysta inni með framkvæmdir,“ segir Guðbjörg. Bjuggust ekki við svo sterkum viðbrögðum Þrátt fyrir að hafa vitað að einhverjar breytingar yrðu á umferðinni með því að breyta gatnamótunum segir Guðbjörg borgina ekki hafa búist við þeim gríðarlegu viðbrögðum sem hafa sést síðustu vikur. „Okkur óraði ekki fyrir því. Eins og ég segi, við gerðum heldur ekki ráð fyrir því að framkvæmdin sjálf hefði svona mikil áhrif á umferð. Ég vona að tíminn leiði það í ljós að þetta hafi fyrst og fremst verið tafir á framkvæmdatíma sem voru að pirra fólk og svo komi í ljós að þetta sé ekki svo slæmt. Þó svo þetta sé öðruvísi en áður,“ segir Guðbjörg. Samgöngur Reykjavík Vegagerð Umferð Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Fréttastofa hefur í sumar fjallað um óánægju Árbæinga, og ökumanna sem eiga leið um gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls, með framkvæmdir þar. Beygjuvasi af Bæjarhálsi úr austri yfir á Höfðabakka var fjarlægður og fyrirkomulagi akreina breytt þegar ekið er til suðurs. Á framkvæmdatímanum hafa orðið miklar tafir á umferð, fólki til mikillar gremju. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustýra Reykjavíkurborgar, segir framkvæmdirnar verða til þess að öryggi gangandi og hjólandi stóraukist. Fréttastofa sagði frá því í síðasta mánuði að engin slys hafi orðið á þeim hópi í beygjuvösunum sem voru fjarlægðir síðustu tuttugu ár. Guðbjörg bendir á að það sé ekki skráð þegar gangandi og hjólandi eru tengdir óhappi, til dæmis þegar aftanákeyrslur verða þegar ökumenn eru ekki að fylgjast með hvort bíllinn fyrir framan sé að stöðva. „Svo snýst þetta líka um að Höfðabakki er með hraðari umferð heldur en er á Bæjarhálsi og við þær aðstæður eru þessi framhjáhlaup erfið og hættuleg. Til viðbótar er töluverð umferð gangandi og hjólandi, aðallega hjólandi, því þetta er ein af hjólaleiðunum í hjólreiðaáætlun og við sjáum fyrir okkur að vægi hennar muni aukast í framtíðinni,“ segir Guðbjörg. Vinnugagn sýnir tífalda umferð Nýlega fór í dreifingu greining sem verkfræðistofan Cowi vann fyrir borgina um gatnamótin. Þar var skoðað hvernig ýmsar breytingar á gatnamótunum myndu koma út. Upphaflega hugmyndin var að fjarlægja beygjuvasa af Höfðabakka úr suðri yfir á Bæjarháls í austri. Hlutir enduðu þó þannig að sá beygjuvasi varð eftir og hinir tveir fjarlægðir. Í niðurstöðum greiningarinnar má sjá að borginni var ljóst að það að fjarlægja beygjuvasana myndi leiða til umferðartafa. Biðtími fyrir þá sem nýttu beygjuvasann frá Bæjarhálsi yfir á Höfðabakka færi úr níu sekúndum í 92 sekúndur á háannatíma. Hins vegar var ekki reiknað með því að sett yrði upp stakt hægribeygjuljós, líkt og var sett upp í framkvæmdunum. Biðtíminn ætti því að vera eitthvað styttri en 92 sekúndur í raun. Guðbjörg segir þær miklu tafir sem fólk upplifði síðustu vikur ekki bara vegna brotthvarfs beygjuvasans, heldur einnig vegna þess að svæðið var enn framkvæmdasvæði þar til seint í síðustu viku. „Ég stórefa það, að þegar fram líða stundir og fólk verður farið að keyra þarna og upplifir að þetta er ekki eins slæmt og þetta var þegar framkvæmdir voru í gangi og mesti stormurinn gekk yfir, að menn vilji bakka,“ segir Guðbjörg. Nýr búnaður kominn í gagnið Ljósastýringarbúnaður gatnamótanna var uppfærður í framkvæmdunum og með nýrri tækni ætti að vera hægt að leyfa umferð að flæða mun betur um gatnamótin. „Svo erum við líka að stefna á að tengja forgangskerfi Strætó inn í þetta. Þá getur Strætó framlengt græna ljósið ef hann nálgast, svo hann stoppi ekki á rauðu jafn oft. Sama með neyðarbílana,“ segir Guðbjörg. Undirgöngin ekki nægilega nálægt Bent hefur verið á að skammt frá gatnamótunum eru undirgöng undir Höfðabakka, sem margir á leið um gatnamótin nýta sér. Guðbjörg segir borgina almennt ekki vísa fólki á að taka langan krók í stað þess að nýta gatnamót sem eru til staðar. „Þetta er ekki nokkrum metrum frá. Þetta er 250 metrum frá. Það getur munað töluverðu eftir því hvaða leið þú ert á. Ég efa það ekki að til dæmis börn sem búa í Ártúnsholti og á leið í Árbæjarskóla nýti sér þessi undirgöng. Og sama ef fólk er á leiðinni í Elliðaárdal í útivist. Það breytir því ekki að það eru fleiri á ferðinni þarna,“ segir Guðbjörg. Fyrra ástand ekki gott fyrir neinn Hún hafi heyrt miklar óánægjuraddir með framkvæmdirnar, en eins ánægjuraddir. Það hafi ekki komið til tals að koma beygjuvösunum aftur fyrir. „Ekki á þessum tímapunkti. Auðvitað munum við fylgjast með og ef reynslan verður að þetta verði alveg ómögulegt munum við að sjálfsögðu skoða með hvaða hætti er hægt að bæta aðstæður, án þess að endilega bakka alla leið í sama fyrirkomulag og var áður. Ég held að allir séu sammála um að það hafi ekki verið gott,“ segir Guðbjörg. Líkt framtíðarástandi Enn sé unnið að því að fínstilla ljósastýringarbúnaðinn, en kerfið eins og það er í dag fyrir ökumenn ætti að vera nokkuð líkt því sem það verður í framtíðinni. Fleiri fínstillingar eru væntanlegar fyrir gangandi og hjólandi. „Í dag þurfa gangandi til dæmis að ýta á hnapp til að fara yfir Höfðabakka og við erum að skoða með hvaða hætti við getum bætt það þannig að gangandi og hjólandi þurfi ekki að bíða eins lengi. Það eru næstum því tvær mínútur sem þeir þurfa að bíða í ekki skemmtilegum aðstæðum. En fyrir bílana er þetta farið að rúlla nokkuð líkt því sem hugmyndin var í upphafi,“ segir Guðbjörg. Óheppilegar framkvæmdir Framkvæmdir Veitna við Hestháls gerðu illt verra fyrir þá sem voru á leið úr Árbænum en þannig fækkaði hjáleiðum þeirra sem kjósa að aka ekki um gatnamótin tímabundið um eina. „Leiðinlegt að það hitti þannig á. Við reynum að stýra því hvenær menn fara í framkvæmdir en við reiknuðum með að vera búin að tengja þessa skynjara fyrr þannig þetta átti ekki að skarast svona. Svo er þetta erfitt með framkvæmdagluggann hér á Íslandi, hann er ekki langur. Það er ekki mikið svigrúm til að hliðra hlutum til án þess að eiga í hættu á að frysta inni með framkvæmdir,“ segir Guðbjörg. Bjuggust ekki við svo sterkum viðbrögðum Þrátt fyrir að hafa vitað að einhverjar breytingar yrðu á umferðinni með því að breyta gatnamótunum segir Guðbjörg borgina ekki hafa búist við þeim gríðarlegu viðbrögðum sem hafa sést síðustu vikur. „Okkur óraði ekki fyrir því. Eins og ég segi, við gerðum heldur ekki ráð fyrir því að framkvæmdin sjálf hefði svona mikil áhrif á umferð. Ég vona að tíminn leiði það í ljós að þetta hafi fyrst og fremst verið tafir á framkvæmdatíma sem voru að pirra fólk og svo komi í ljós að þetta sé ekki svo slæmt. Þó svo þetta sé öðruvísi en áður,“ segir Guðbjörg.
Samgöngur Reykjavík Vegagerð Umferð Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira