Innlent

Jólasveinninn lítur sennilegast við í Heiðmörk

Jólasveinninn gerir sér líklegast ferð í Heiðmörk í dag. Mynd/ Anton.
Jólasveinninn gerir sér líklegast ferð í Heiðmörk í dag. Mynd/ Anton.
Fyrsti jólasveinninn kom til byggða í nótt og því voru líklega ófá börn sem vöknuðu með eitthvað í skónum sínum í morgun. Það var stekkjastaur sem var þar á ferðinni.

Það er spurning hvort hann líti ekki við í jólaskóginum í Hjalladal í Heiðmörk sem var opnaður í morgun. Þar gefst fólki kostur á að höggva sitt eigið jólatré. Skógrækt Reykjavíkur lánar þeim sem vilja sagir til að ná sér í tré en hvert jólatré kostar fjögurþúsund og níu hundruð krónur.

Jólaskógurinn verður opinn um þessa helgi og næstu frá klukkan ellefu til fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×