Innlent

Festust á þaki bíls í Steinsholtsá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni. Mynd/ Ólafur.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin er úr safni. Mynd/ Ólafur.
Lið frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi var kallað út til aðstoðar mönnum sem festust í Steinsholtsá við Þórsmörk í kvöld. Þeir hugðust aka yfir ána en festust enda hefur mikið vatn verið í ánni í kvöld. Höfðust mennirnir við á toppi bílsins þangað til björgunarsveitamenn komu þeim til aðstoðar.

Veður á staðnum hefur verið afleitt, rok og rigning og voru mennirnir orðnir blautir og kaldir þegar þeim var bjargað. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu höfðu mennirnir verið í hremmingum í um tvo tíma þegar þeim var bjargað.

Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út en henni var síðan snúið við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×