Innlent

Tveir skiptu 60 milljónum á milli sín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd úr safni
Tveir heppnir lottóspilarar skiptu með sér fyrsta vinningi í kvöld og fá þeir rúmar 30 milljónir hvor í sinn hlut. Fram kemur á vef Íslenskrar getspár að vinningshafarnir keyptu miðana sína í N1 við Ægissíðu í Reykjavík og Samkaupum Strax á Flúðum. Sex voru með 4 rétta og bónustölu og fengu rúmlega 160 þúsund hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×