Framúrskarandi fyrirtæki

Framúrskarandi fyrirtæki

Framúrskarandi fyrirtæki er vottun fyrir íslensk fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo um heilbrigðan rekstur og sterkar stoðir. Öll umfjöllun á Vísi er unnin í samstarfi við Creditinfo.

Fréttamynd

Erfiður vetur fram­undan en ís­lensk fyrir­tæki ráði við á­skoranirnar

Hátt í tólfhundruð fyrirtæki teljast Framúrskarandi samkvæmt Creditinfo í rekstrarumhverfi sem hefur sjaldan verið jafn krefjandi. Hvaða brekkur bíða fyrirtækja sem vilja komast á listann yfir Framúrskarandi fyrirtæki eða halda sæti sínu þar? Er allt í volli, verðbólga, skattar, vörugjöld og vesen eða er ljós við enda ganganna? Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka fer hér yfir áskoranir framundan.

Framúrskarandi fyrirtæki

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eld­móðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjö­tíu

Flestir Íslendingar hætta að vinna kringum 67–70 ára aldurinn en það á þó alls ekki við um alla. Sumir finna enn djúpan tilgang, gleði og orku í starfi sínu, jafnvel löngu eftir að hefðbundnum eftirlaunaaldri er náð. Margir sem halda áfram að vinna eftir sjötugt búa yfir ómetanlegri reynslu, þrautseigju og yfirvegun sem nýtist bæði viðkomandi fyrirtækjunum og samstarfsfólki þeirra.

Framúrskarandi fyrirtæki
Fréttamynd

Ís­lensk fyrir­tæki setja markið hátt í sjálfbærni

Íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum árum stigið stór skref í átt að markvissri sjálfbærni og sett sér skýra stefnu í málaflokknum. Forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo segir þróunina afar jákvæða. Fyrirtæki sýni metnað í þessum efnum og skrái sjálfbærniupplýsingar í Veru, gagnagrunn Creditinfo.

Framúrskarandi fyrirtæki
Fréttamynd

Saga Fram­úr­skarandi fyrir­tækja er saga upp­risu ís­lensks at­vinnu­lífs

Verkefnið Framúrskarandi fyrirtæki sem Creditinfo stendur að hefur þróast úr einfaldri viðurkenningu fyrir góðan rekstrarárangur yfir í eitt helsta mælitæki á stöðugleika, þrautseigju og sjálfbærni íslenskra fyrirtækja. Að sögn Hrefnu Aspar Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo á Íslandi, endurspeglar saga Framúrskarandi fyrirtækja á margan hátt endurreisn íslensks atvinnulífs eftir hrun.

Framúrskarandi fyrirtæki
Fréttamynd

Mikill vöxtur í ferða­þjónustu á Reykja­nesi

Stutt er síðan úrval gisti- og veitingastaða var af mjög skornum skammti á Reykjanesi. Með vaxandi fjölda erlendra ferðamanna, sem margir stoppa lengur á Reykjanesi og gista jafnvel eina nótt, hefur fjöldi gististaða, veitingahúsa og afþreyingarfyrirtækja sem stíla inn á erlenda ferðamenn og þjónusta fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjölgað mikið þar undanfarinn áratug.

Framúrskarandi fyrirtæki