Innlent

Meta rétt ríkisins til að sækja hrunsbætur

Fjármálaráðherra. Athugun fjármálaráðuneytisins nær jafnt til lögaðila sem einstaklinga og er óháð rannsóknum sérstaks saksóknara á refsiverðri háttsemi í aðdraganda hrunsins.
Fjármálaráðherra. Athugun fjármálaráðuneytisins nær jafnt til lögaðila sem einstaklinga og er óháð rannsóknum sérstaks saksóknara á refsiverðri háttsemi í aðdraganda hrunsins. Mynd/Anton Brink

Hafin er vinna á vegum fjármálaráðuneytisins við að meta hvort unnt sé að hefja og reka skaðabótamál á hendur þeim sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdraganda bankahrunsins. Nær athugunin jafnt til lögaðila sem einstaklinga og er óháð rannsóknum sérstaks saksóknara á refsiverðri háttsemi í aðdraganda hrunsins.

Fjórir lögfræðingar úr fjórum ráðuneytum eru í sérstökum starfshópi vegna verksins og njóta aðstoðar sjálfstætt starfandi sérfræðinga.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða ýmsir gjörningar skoðaðir sem leitt hafa til fjárhagslegra skuldbindinga ríkissjóðs. Má þar nefna Icesave-reikninga Landsbankans, ýmsa aðra gjörninga viðskiptabankanna og ástarbréfin svokölluðu. Ástarbéf eru skuldabréf sem Seðlabankinn tók sem veð fyrir lánum til fjármálafyrirtækja.

Ljóst má vera að ríkinu verður ekki bætt allt það tjón sem það varð fyrir við hrunið en viðmælandi Fréttablaðsins úr stjórnsýslunni benti á að ýmsir ættu enn margvíslegar eignir og hefðu áfram ávaxtað sitt pund. Komi til málsóknar yrði fyrst farið fram á kyrrsetningu á eigna viðkomandi lögaðila eða einstaklings. - bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×