Erlent

Blair svarar fyrir Íraksstríðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tony Blair segir að rétt hafi verið að fara í Íraksstríðið. Mynd/ AFP.
Tony Blair segir að rétt hafi verið að fara í Íraksstríðið. Mynd/ AFP.
Það hefði verið rétt að taka Saddam Hussein úr umferð jafnvel þótt engar sannanir hefðu verið fyrir því að hann byggi yfir gereyðingarvopnum, segir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta.

Blair segir í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að hann hafi stutt innrásina í Írak vegna þess að hann hafi talið að Saddam Hussein hafi vakið ógn. „Ef það hefðu ekki verið nein gereyðingarvopn, hefðum við þurft að beita öðrum rökum," segir hann í samtali við BBC.

„Ég get ekki ímyndað mér að við værum betur sett með hann og syni hans tvo við stjórn," sagði Tony Blair þegar að hann var spurður hvort hann hefði stutt Bandaríkjamenn í innrásinni, hefði hann vitað fyrir víst að það væru engin gereyðingarvopn í Írak.

Frá því að innrásin í Írak var gerð hafa engin efnavopn fundist í Írak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×