Fleiri fréttir Kröfufundur á morgun Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland boða til kröfufundar á morgun klukkan 15 á Austurvelli. Helstu kröfur fundarins eru leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, að veð takmarkist við veðandlag og að skuldir fyrnist á 5 árum. 11.12.2009 20:01 Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11.12.2009 19:16 Meira tjón en hlýst af Icesave Ríkisendurskoðandi segir að meira tjón hljótist af tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans en Icesave, verði heimtur Landsbankans eins og spáð er. Að minnsta kosti hundrað sjötíu og fimm milljarðar króna munu lenda á íslensku þjóðinni vegna ástarbréfa Seðlabankans. 11.12.2009 19:03 Veikir ekki stjórnarsamstarfið Fjármálaráðherra segir það ekki veikja stjórnarsamstarfið að tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn Icesave frumvarpinu. Afstaða þeirra hafi þó valdið honum vonbrigðum. Hann reiknar með að málið muni að lokum njóta stuðnings meirihluta þingmanna. 11.12.2009 18:56 Sendinefnd AGS kynnir árangur viðræðna Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur dvalið hér á landi frá byrjun mánaðarins og beint athygli sinni að endurreisn fjármálakerfisins og rætt við ráðherra og fleiri um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og sjóðsins. Á mánudaginn fer fram blaðamannafundur í Seðlabankanum þar sem Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndarinnar, og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins á Íslandi, kynna vinnu sendinefndarinnar og árangur viðræðna. 11.12.2009 17:33 Catalina í vikulangt gæsluvarðhald Miðbaugsmaddaman, Catalina Ncogo, hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald en hún hefur þegar sætt varðhaldi í tvær vikur. Kona sem var einnig handtekinn í tengslum við málið hefur verið sleppt. 11.12.2009 16:46 Skotar unnu í samkeppni um Gömlu höfnina Arkitektastofa í Edinborg í Skotlandi, Graeme Massie Architects, hlaut fyrstu verðlaun í A-hluta hugmyndasamkeppni sem Faxaflóahafnir sf. efndu til vegna skipulags Gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar í Reykjavík. Samstarfsaðili hennar á Íslandi er ráðgjafarfyrirtækið Alta ehf. Úrslitin voru tilkynnt við athöfn í Víkinni sjóminjasafni nú síðdegis um leið og sigurlaunin voru afhent, 7,5 milljónir króna. Allt í allt veittu Faxaflóahafnir 14 milljónir króna í verðlaun í samkeppninni. 11.12.2009 16:30 Ók á brúarstólpa Betur fór en á horfðist þegar fólksbíl var ekið á brúarstólpa á Reykjanesbraut á fjórða tímanum. Brúin sem ekið var á er á milli Breiðholts og Smiðjuhverfis í Kópavogi. 11.12.2009 16:05 Tónlistarhúsið heitir Harpa Tónlistar og ráðstefnuhúsið við höfnina hefur fengið nafnið Harpa. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í dag. Efnt var til samkeppni um nafn á húsið í febrúar í fyrra og létu viðbrögð ekki á sér standa og bárust fjölmargar tillögur. 11.12.2009 15:48 Vopnaþjófur dæmdur Maður um tvítugt var dæmdur fyrir að stela tvívegis haglabyssum í Öxarfirði á síðasta ári og vopnalagabrot. Annarsvegar fór hann inn um ólæstar dyr íbúðarhússins að Katastöðum og tók þaðan úr geymslu í forstofuherbergi haglabyssu af gerðinni Stevens. 11.12.2009 15:33 Kexruglaður karfi Bandaríkjamenn hafa talsverðar áhyggjur af asískum vatnakarfa sem fluttur var til landsins til þess að hreinsa fiskitjarnir og úrgangstjarnir í suðurríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar. 11.12.2009 15:22 Dæmdur fyrir að ofsækja barnsmóður sína Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að ofsækja barnsmóður sína og mann sem var með henni. Meðal annars hellti hann gosi inn um glugga hjá henni, á tölvu sem eyðilagðist í kjölfarið. 11.12.2009 15:19 Flugfreyjur samþykkja verkfallsheimild Flugfreyjur í Flugfreyjufélagi Íslands samþykktu í atkvæðagreiðslu í gær að veita stjórn félagsins heimild til verkallsboðunar. Gert er fyrir að verkfallið geti hafist 2. janúar næstkomandi náist ekki samningar við Icelandair en að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélagsins, snýst kjaradeila flugfreyja um forgangsréttarákvæði í leiguflugi erlendis og starfsaldursákvæði. 11.12.2009 14:57 Ólína spyr um skuldameðferð sjávarútvegsfyrirtækja Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra um skuldameðferð sjávarútvegsfyrirtækja í bönkum. 11.12.2009 14:32 Vilja lengra gæsluvarðhald yfir Catalinu - vitorðsmanni sleppt Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Catalinu Ncogo, sem er grunuð um að hafa haft milligöngu um vændi og mansal. Kona sem var handtekin með henni, og er grunuð um sömu brot, hefur verið sleppt. 11.12.2009 14:04 Í sjokki eftir brotsjó - myndir „Við erum svona að jafna okkur. Þetta var auðvitað sjokk,“ segir Unnsteinn Líndal Jensson, skipstjóri línubátsins Sighvats GK 57, en brotsjór lenti á bátnum með þeim afleiðingum að sjór flæddi inn og tveir sjómenn slösuðust. Sauma þurfti sex spor í augabrún annars þeirra. 11.12.2009 12:31 Kirkjuklukkum hringt 350 sinnum vegna umhverfisógnar Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn verður kirkjuklukkum um allan heim hringt 350 sinnum, sunnudaginn 13. desember klukkan þrjú, „til að minna á þá umhverfisvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins," að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni. Hér á landi verður kirkjuklukkum hringt víða um land. 11.12.2009 11:20 Dómsmál: Bankastjóri kom í veg fyrir að fjármálastjóri tæki út arð Fyrrum fjármálastjóri Kaupþings, Guðný Arna Sveinsdóttir, hefur höfðað einkamál á hendur nýja Kaupþingi/Arion banki, vegna 25 milljón króna sem hún segist eiga á reikningi í bankanum en fær ekki að taka út. Um er að ræða arð af hlutabréfum. 11.12.2009 11:16 Meira bóluefni berst í næstu viku Ný sending bóluefnis gegn inflúensunni A(H1N1) berst heilsugæslustöðvum um land allt í byrjun næstu viku og þá verður unnt að taka þráðinn upp að nýju við bólusetningar en efnið kláraðist á dögunum. Í tilkynningu frá Sóttvarnalækni og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að bólusetning hefjist á nýjan leik miðvikudaginn 16. desember og þá ganga þeir fyrir sem hafa skráð sig á biðlista. Þrír liggja nú á spítala vegna veikinnar og er einn þeirra á gjörgæslu. 11.12.2009 10:39 Samstarfskonu Catalinu hugsanlega sleppt Gæsluvarðhald rennur út í dag yfir Catalinu Ncogo og annarri konu sem eru grunaðar um mansal og að hafa haft milligöngu um vændi. Þær voru handteknar fyrir tveimur vikum síðan og voru strax úrskurðaðar í varðhald, aðeins tveimur dögum eftir að Catalina hafði verið dæmd í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft milligöngu um vændi og fíkniefnabrot. 11.12.2009 10:16 Foreldrar Madeleine í Portúgal Foreldrar týndu telpunnar Madeleine McCann eru komnir til Portúgals vegna málaferla þeirra gegn lögregluforingjanum sem í upphafi stýrði rannsókn á máli dóttur þeirra. 11.12.2009 09:51 Hús Steingríms Wernerssonar atað málningu Rauðri málningu var skvett á hús Steingríms Wernerssonar í nótt og var meðfylgjandi mynd send fréttastofunni. 11.12.2009 08:38 Óprúttnir leðurblökumenn á ferð í London Óskammfeilinn hópur ræningja notfærir sér verndarsvæði fyrir leðurblökur við Regent´s canal í London til að ræna vegfarendur í skjóli myrkurs en svæðið er óupplýst af tillitsemi við leðurblökurnar sem þar dveljast. 11.12.2009 08:10 Bresk geimferðastofnun væntanleg Bretar hyggjast setja á stofn sína eigin geimferðamiðstöð hvað sem öllum niðurskurði líður. 11.12.2009 07:51 Sjóræningjar slepptu skipi eftir sjö mánuði Sómalskir sjóræningar létu í gær af hendi úkraínska flutningaskipið Ariana með 24 manna áhöfn eftir að þeir fengu tvær og hálfa milljón dollara í lausnarfé. 11.12.2009 07:30 Aftöku Brooms frestað aftur Dómari í Ohio hefur aftur frestað aftöku Romell Broom sem dæmdur var til dauða fyrir 25 árum og hefur beðið aftöku síðan. Aftöku Broom var frestað í september þegar aftökusveitinni tókst engan veginn að finna í honum nægilega burðuga æð til að sprauta í lyfjunum sem notuð eru við aftöku. 11.12.2009 07:29 Íranar grunaðir um að lauma tækjum gegnum Taívan Embættismenn Sameinuðu þjóðanna rannsaka nú vísbendingar um að Íranar noti fyrirtæki í Taívan til að smygla búnaði í kjarnorkusprengjur til Írans. 11.12.2009 07:26 Fundi Gates og al-Maliki aflýst Fundi Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sem halda átti í gærkvöldi, var aflýst með stuttum fyrirvara. 11.12.2009 07:23 Pútín ræðst gegn spillingu Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagðist á ríkisstjórnarfundi í gærkvöldi ætla að taka rækilega til í stjórnkerfi landsins og uppræta þá spillingu sem þar þrífst. 11.12.2009 07:21 Sluppu ómeidd þegar eldur kviknaði Kona og ungt barn hennar sluppu ómeidd þegar eldur kom upp í íbúð þeirra á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi við Egilsgötu í Borgarnesi í gærkvöldi. 11.12.2009 07:19 Brotist inn í tvo skóla Brotist var inn í Háteigsskóla í Reykjavík um klukkan fimm í morgun, en lögreglumenn gómuðu þjófinn utandyra með tvo skjái, sem hann hafði stolið þar. 11.12.2009 07:17 Óskar eftir fundi þingnefnda vegna Mjólku Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir sameiginlegum fundi viðskiptanefndar og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar vegna fyrirhugaðs samruna Mjólku og mjólkurbús Kaupfélags Skagfirðinga. 11.12.2009 07:12 Lögregla stöðvaði kannabisrækt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í fyrradag ræktun á 210 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði og lagði jafnframt hald á tæplega tvö og hálft kíló af marijúana. 11.12.2009 07:07 Fyrrverandi hæstaréttardómarar veita ekki álit á Icesave og stjórnarskrá Ekki kemur til þess að hæstaréttardómararnir fyrrverandi, Guðrún Erlendsdóttir og Pétur Kr. Hafstein, veiti Alþingi lögfræðiálit um hvort Icesave-frumvarpið standist ákvæði stjórnarskrár. 11.12.2009 06:15 Þrjár stúlkur játuðu árás í Heiðmörk Þrjár sautján ára stúlkur játuðu fyrir dómi í fyrradag að hafa ráðist á fjórðu stúlkuna í Heiðmörk í apríl á þessu ári. Vegna skýlausra játninga stúlknanna var málið í kjölfarið dómtekið og má búast við dómi á næstu vikum. 11.12.2009 06:00 Pörunin stangast á við lög um þingsköp Útpörun Sivjar Friðleifsdóttur Framsóknarflokki í atkvæðagreiðslunni um Icesave-málið á Alþingi á þriðjudag hefur vakið athygli. Var útpörunin viðhöfð þar sem Helgi Hjörvar Samfylkingunni, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, var ytra í embættiserindum. 11.12.2009 05:30 Adakris er orðinn stærsti verktaki Reykjavíkurborgar Litháíska verktakafyrirtækið Adakris hefur fengið 385 milljónir greiddar frá Reykjavíkurborg á árinu, en Malbikunarstöðin Höfði, opinbert fyrirtæki, hefur fengið næst mest, 263 milljónir. 11.12.2009 05:15 Segir sjóðinn vera arf frá gömlum tíma „Ég sé engin sérstök rök fyrir því að halda þessum sjóði sérgreindum frá Atvinnuleysistryggingasjóði. Það er eðlilegt að við séum með eitt og sama kerfið fyrir alla landsmenn,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga. 11.12.2009 05:00 Fiskvinnslur í hættu ef ákvörðun stendur „Á þetta útspil ráðherrans lítum við innan samtakanna mjög alvarlegum augum. Það stefnir í að fjölmargir missi vinnuna vegna þess að svo til ekkert hráefni berst inn á fiskmarkaðina og leigumarkaðurinn er frosinn,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. 11.12.2009 05:00 Barnaklámshringur upprættur Evrópska lögreglan Europol hefur greint frá því að tekist hafi að uppræta barnaklámshring á Netinu. Kennsl hafa verið borin á fimm fórnarlömb, börn á aldrinum fjögurra til tólf ára. Einnig hafa verið borin kennsl á 221 kynferðisafbrotamann, og 115 hafa nú þegar verið handteknir. 11.12.2009 05:00 Leikskólastjórar múlbundnir af borginni Leikskólakennurum í Reykjavík hefur verið meinað að áframsenda á stjórnir foreldrafélaga fundarboð frá hagsmunasamtökum foreldra leikskólabarna. Þeir mega heldur ekki hengja upp veggspjöld frá samtökunum þar sem slíkir fundir eru auglýstir, né tala á neikvæðum nótum um fyrirhugaðan niðurskurð hjá leikskólum borgarinnar. 11.12.2009 04:45 Samfylkingin ein skilar á réttum tíma Hátt í 180 tilkynningar frá frambjóðendum og flokkum höfðu borist Ríkisendurskoðun að loknum skrifstofutíma í gær, þegar frestur stjórnmálamanna og -flokka til að skila margvíslegum upplýsingum um fjármál sín síðustu árin rann út. 11.12.2009 04:45 Hlýnun jarðar er af manna völdum Sautján hundruð vísindamenn í Bretlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem þeir segjast sannfærðir um að sterk vísindaleg rök séu fyrir því að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. 11.12.2009 04:30 Nota Netið helst til leikja Nær 80 prósent barna á aldrinum níu til sextán ára sögðust helst vera í leikjum þegar þau eru á Netinu að því er fram kemur í nýrri könnun. Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga netnotkun barna og unglinga (SAFT), stóð fyrir könnuninni sem gerð var síðastliðið vor. Sambærileg könnun var gerð fyrir þremur árum og sögðust þá ríflega 80 prósent barna helst vera í leikjum þegar þau væru á Netinu. Tæp 70 prósent þátttakenda í könnuninni sögðu foreldra sína þekkja mikið eða nokkuð mikið til þeirra leikja sem þau spila á Netinu. 11.12.2009 04:30 Kennt á níu tungumálum HB Grandi stendur þessa dagana fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk sitt í fiskvinnsluverum fyrirtækisins í Reykjavík og á Akranesi. Á námskeiðunum er farið yfir meðhöndlun á hráefni, hreinlæti, umgengni og þrif og þess freistað að bæta gæði afurða og fyrirtækisbrag. 11.12.2009 04:15 Sjá næstu 50 fréttir
Kröfufundur á morgun Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland boða til kröfufundar á morgun klukkan 15 á Austurvelli. Helstu kröfur fundarins eru leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, að veð takmarkist við veðandlag og að skuldir fyrnist á 5 árum. 11.12.2009 20:01
Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11.12.2009 19:16
Meira tjón en hlýst af Icesave Ríkisendurskoðandi segir að meira tjón hljótist af tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans en Icesave, verði heimtur Landsbankans eins og spáð er. Að minnsta kosti hundrað sjötíu og fimm milljarðar króna munu lenda á íslensku þjóðinni vegna ástarbréfa Seðlabankans. 11.12.2009 19:03
Veikir ekki stjórnarsamstarfið Fjármálaráðherra segir það ekki veikja stjórnarsamstarfið að tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn Icesave frumvarpinu. Afstaða þeirra hafi þó valdið honum vonbrigðum. Hann reiknar með að málið muni að lokum njóta stuðnings meirihluta þingmanna. 11.12.2009 18:56
Sendinefnd AGS kynnir árangur viðræðna Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur dvalið hér á landi frá byrjun mánaðarins og beint athygli sinni að endurreisn fjármálakerfisins og rætt við ráðherra og fleiri um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og sjóðsins. Á mánudaginn fer fram blaðamannafundur í Seðlabankanum þar sem Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndarinnar, og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins á Íslandi, kynna vinnu sendinefndarinnar og árangur viðræðna. 11.12.2009 17:33
Catalina í vikulangt gæsluvarðhald Miðbaugsmaddaman, Catalina Ncogo, hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald en hún hefur þegar sætt varðhaldi í tvær vikur. Kona sem var einnig handtekinn í tengslum við málið hefur verið sleppt. 11.12.2009 16:46
Skotar unnu í samkeppni um Gömlu höfnina Arkitektastofa í Edinborg í Skotlandi, Graeme Massie Architects, hlaut fyrstu verðlaun í A-hluta hugmyndasamkeppni sem Faxaflóahafnir sf. efndu til vegna skipulags Gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar í Reykjavík. Samstarfsaðili hennar á Íslandi er ráðgjafarfyrirtækið Alta ehf. Úrslitin voru tilkynnt við athöfn í Víkinni sjóminjasafni nú síðdegis um leið og sigurlaunin voru afhent, 7,5 milljónir króna. Allt í allt veittu Faxaflóahafnir 14 milljónir króna í verðlaun í samkeppninni. 11.12.2009 16:30
Ók á brúarstólpa Betur fór en á horfðist þegar fólksbíl var ekið á brúarstólpa á Reykjanesbraut á fjórða tímanum. Brúin sem ekið var á er á milli Breiðholts og Smiðjuhverfis í Kópavogi. 11.12.2009 16:05
Tónlistarhúsið heitir Harpa Tónlistar og ráðstefnuhúsið við höfnina hefur fengið nafnið Harpa. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í dag. Efnt var til samkeppni um nafn á húsið í febrúar í fyrra og létu viðbrögð ekki á sér standa og bárust fjölmargar tillögur. 11.12.2009 15:48
Vopnaþjófur dæmdur Maður um tvítugt var dæmdur fyrir að stela tvívegis haglabyssum í Öxarfirði á síðasta ári og vopnalagabrot. Annarsvegar fór hann inn um ólæstar dyr íbúðarhússins að Katastöðum og tók þaðan úr geymslu í forstofuherbergi haglabyssu af gerðinni Stevens. 11.12.2009 15:33
Kexruglaður karfi Bandaríkjamenn hafa talsverðar áhyggjur af asískum vatnakarfa sem fluttur var til landsins til þess að hreinsa fiskitjarnir og úrgangstjarnir í suðurríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar. 11.12.2009 15:22
Dæmdur fyrir að ofsækja barnsmóður sína Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að ofsækja barnsmóður sína og mann sem var með henni. Meðal annars hellti hann gosi inn um glugga hjá henni, á tölvu sem eyðilagðist í kjölfarið. 11.12.2009 15:19
Flugfreyjur samþykkja verkfallsheimild Flugfreyjur í Flugfreyjufélagi Íslands samþykktu í atkvæðagreiðslu í gær að veita stjórn félagsins heimild til verkallsboðunar. Gert er fyrir að verkfallið geti hafist 2. janúar næstkomandi náist ekki samningar við Icelandair en að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélagsins, snýst kjaradeila flugfreyja um forgangsréttarákvæði í leiguflugi erlendis og starfsaldursákvæði. 11.12.2009 14:57
Ólína spyr um skuldameðferð sjávarútvegsfyrirtækja Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra um skuldameðferð sjávarútvegsfyrirtækja í bönkum. 11.12.2009 14:32
Vilja lengra gæsluvarðhald yfir Catalinu - vitorðsmanni sleppt Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Catalinu Ncogo, sem er grunuð um að hafa haft milligöngu um vændi og mansal. Kona sem var handtekin með henni, og er grunuð um sömu brot, hefur verið sleppt. 11.12.2009 14:04
Í sjokki eftir brotsjó - myndir „Við erum svona að jafna okkur. Þetta var auðvitað sjokk,“ segir Unnsteinn Líndal Jensson, skipstjóri línubátsins Sighvats GK 57, en brotsjór lenti á bátnum með þeim afleiðingum að sjór flæddi inn og tveir sjómenn slösuðust. Sauma þurfti sex spor í augabrún annars þeirra. 11.12.2009 12:31
Kirkjuklukkum hringt 350 sinnum vegna umhverfisógnar Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn verður kirkjuklukkum um allan heim hringt 350 sinnum, sunnudaginn 13. desember klukkan þrjú, „til að minna á þá umhverfisvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins," að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni. Hér á landi verður kirkjuklukkum hringt víða um land. 11.12.2009 11:20
Dómsmál: Bankastjóri kom í veg fyrir að fjármálastjóri tæki út arð Fyrrum fjármálastjóri Kaupþings, Guðný Arna Sveinsdóttir, hefur höfðað einkamál á hendur nýja Kaupþingi/Arion banki, vegna 25 milljón króna sem hún segist eiga á reikningi í bankanum en fær ekki að taka út. Um er að ræða arð af hlutabréfum. 11.12.2009 11:16
Meira bóluefni berst í næstu viku Ný sending bóluefnis gegn inflúensunni A(H1N1) berst heilsugæslustöðvum um land allt í byrjun næstu viku og þá verður unnt að taka þráðinn upp að nýju við bólusetningar en efnið kláraðist á dögunum. Í tilkynningu frá Sóttvarnalækni og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að bólusetning hefjist á nýjan leik miðvikudaginn 16. desember og þá ganga þeir fyrir sem hafa skráð sig á biðlista. Þrír liggja nú á spítala vegna veikinnar og er einn þeirra á gjörgæslu. 11.12.2009 10:39
Samstarfskonu Catalinu hugsanlega sleppt Gæsluvarðhald rennur út í dag yfir Catalinu Ncogo og annarri konu sem eru grunaðar um mansal og að hafa haft milligöngu um vændi. Þær voru handteknar fyrir tveimur vikum síðan og voru strax úrskurðaðar í varðhald, aðeins tveimur dögum eftir að Catalina hafði verið dæmd í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft milligöngu um vændi og fíkniefnabrot. 11.12.2009 10:16
Foreldrar Madeleine í Portúgal Foreldrar týndu telpunnar Madeleine McCann eru komnir til Portúgals vegna málaferla þeirra gegn lögregluforingjanum sem í upphafi stýrði rannsókn á máli dóttur þeirra. 11.12.2009 09:51
Hús Steingríms Wernerssonar atað málningu Rauðri málningu var skvett á hús Steingríms Wernerssonar í nótt og var meðfylgjandi mynd send fréttastofunni. 11.12.2009 08:38
Óprúttnir leðurblökumenn á ferð í London Óskammfeilinn hópur ræningja notfærir sér verndarsvæði fyrir leðurblökur við Regent´s canal í London til að ræna vegfarendur í skjóli myrkurs en svæðið er óupplýst af tillitsemi við leðurblökurnar sem þar dveljast. 11.12.2009 08:10
Bresk geimferðastofnun væntanleg Bretar hyggjast setja á stofn sína eigin geimferðamiðstöð hvað sem öllum niðurskurði líður. 11.12.2009 07:51
Sjóræningjar slepptu skipi eftir sjö mánuði Sómalskir sjóræningar létu í gær af hendi úkraínska flutningaskipið Ariana með 24 manna áhöfn eftir að þeir fengu tvær og hálfa milljón dollara í lausnarfé. 11.12.2009 07:30
Aftöku Brooms frestað aftur Dómari í Ohio hefur aftur frestað aftöku Romell Broom sem dæmdur var til dauða fyrir 25 árum og hefur beðið aftöku síðan. Aftöku Broom var frestað í september þegar aftökusveitinni tókst engan veginn að finna í honum nægilega burðuga æð til að sprauta í lyfjunum sem notuð eru við aftöku. 11.12.2009 07:29
Íranar grunaðir um að lauma tækjum gegnum Taívan Embættismenn Sameinuðu þjóðanna rannsaka nú vísbendingar um að Íranar noti fyrirtæki í Taívan til að smygla búnaði í kjarnorkusprengjur til Írans. 11.12.2009 07:26
Fundi Gates og al-Maliki aflýst Fundi Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sem halda átti í gærkvöldi, var aflýst með stuttum fyrirvara. 11.12.2009 07:23
Pútín ræðst gegn spillingu Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagðist á ríkisstjórnarfundi í gærkvöldi ætla að taka rækilega til í stjórnkerfi landsins og uppræta þá spillingu sem þar þrífst. 11.12.2009 07:21
Sluppu ómeidd þegar eldur kviknaði Kona og ungt barn hennar sluppu ómeidd þegar eldur kom upp í íbúð þeirra á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi við Egilsgötu í Borgarnesi í gærkvöldi. 11.12.2009 07:19
Brotist inn í tvo skóla Brotist var inn í Háteigsskóla í Reykjavík um klukkan fimm í morgun, en lögreglumenn gómuðu þjófinn utandyra með tvo skjái, sem hann hafði stolið þar. 11.12.2009 07:17
Óskar eftir fundi þingnefnda vegna Mjólku Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir sameiginlegum fundi viðskiptanefndar og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar vegna fyrirhugaðs samruna Mjólku og mjólkurbús Kaupfélags Skagfirðinga. 11.12.2009 07:12
Lögregla stöðvaði kannabisrækt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í fyrradag ræktun á 210 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði og lagði jafnframt hald á tæplega tvö og hálft kíló af marijúana. 11.12.2009 07:07
Fyrrverandi hæstaréttardómarar veita ekki álit á Icesave og stjórnarskrá Ekki kemur til þess að hæstaréttardómararnir fyrrverandi, Guðrún Erlendsdóttir og Pétur Kr. Hafstein, veiti Alþingi lögfræðiálit um hvort Icesave-frumvarpið standist ákvæði stjórnarskrár. 11.12.2009 06:15
Þrjár stúlkur játuðu árás í Heiðmörk Þrjár sautján ára stúlkur játuðu fyrir dómi í fyrradag að hafa ráðist á fjórðu stúlkuna í Heiðmörk í apríl á þessu ári. Vegna skýlausra játninga stúlknanna var málið í kjölfarið dómtekið og má búast við dómi á næstu vikum. 11.12.2009 06:00
Pörunin stangast á við lög um þingsköp Útpörun Sivjar Friðleifsdóttur Framsóknarflokki í atkvæðagreiðslunni um Icesave-málið á Alþingi á þriðjudag hefur vakið athygli. Var útpörunin viðhöfð þar sem Helgi Hjörvar Samfylkingunni, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, var ytra í embættiserindum. 11.12.2009 05:30
Adakris er orðinn stærsti verktaki Reykjavíkurborgar Litháíska verktakafyrirtækið Adakris hefur fengið 385 milljónir greiddar frá Reykjavíkurborg á árinu, en Malbikunarstöðin Höfði, opinbert fyrirtæki, hefur fengið næst mest, 263 milljónir. 11.12.2009 05:15
Segir sjóðinn vera arf frá gömlum tíma „Ég sé engin sérstök rök fyrir því að halda þessum sjóði sérgreindum frá Atvinnuleysistryggingasjóði. Það er eðlilegt að við séum með eitt og sama kerfið fyrir alla landsmenn,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga. 11.12.2009 05:00
Fiskvinnslur í hættu ef ákvörðun stendur „Á þetta útspil ráðherrans lítum við innan samtakanna mjög alvarlegum augum. Það stefnir í að fjölmargir missi vinnuna vegna þess að svo til ekkert hráefni berst inn á fiskmarkaðina og leigumarkaðurinn er frosinn,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. 11.12.2009 05:00
Barnaklámshringur upprættur Evrópska lögreglan Europol hefur greint frá því að tekist hafi að uppræta barnaklámshring á Netinu. Kennsl hafa verið borin á fimm fórnarlömb, börn á aldrinum fjögurra til tólf ára. Einnig hafa verið borin kennsl á 221 kynferðisafbrotamann, og 115 hafa nú þegar verið handteknir. 11.12.2009 05:00
Leikskólastjórar múlbundnir af borginni Leikskólakennurum í Reykjavík hefur verið meinað að áframsenda á stjórnir foreldrafélaga fundarboð frá hagsmunasamtökum foreldra leikskólabarna. Þeir mega heldur ekki hengja upp veggspjöld frá samtökunum þar sem slíkir fundir eru auglýstir, né tala á neikvæðum nótum um fyrirhugaðan niðurskurð hjá leikskólum borgarinnar. 11.12.2009 04:45
Samfylkingin ein skilar á réttum tíma Hátt í 180 tilkynningar frá frambjóðendum og flokkum höfðu borist Ríkisendurskoðun að loknum skrifstofutíma í gær, þegar frestur stjórnmálamanna og -flokka til að skila margvíslegum upplýsingum um fjármál sín síðustu árin rann út. 11.12.2009 04:45
Hlýnun jarðar er af manna völdum Sautján hundruð vísindamenn í Bretlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem þeir segjast sannfærðir um að sterk vísindaleg rök séu fyrir því að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. 11.12.2009 04:30
Nota Netið helst til leikja Nær 80 prósent barna á aldrinum níu til sextán ára sögðust helst vera í leikjum þegar þau eru á Netinu að því er fram kemur í nýrri könnun. Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga netnotkun barna og unglinga (SAFT), stóð fyrir könnuninni sem gerð var síðastliðið vor. Sambærileg könnun var gerð fyrir þremur árum og sögðust þá ríflega 80 prósent barna helst vera í leikjum þegar þau væru á Netinu. Tæp 70 prósent þátttakenda í könnuninni sögðu foreldra sína þekkja mikið eða nokkuð mikið til þeirra leikja sem þau spila á Netinu. 11.12.2009 04:30
Kennt á níu tungumálum HB Grandi stendur þessa dagana fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk sitt í fiskvinnsluverum fyrirtækisins í Reykjavík og á Akranesi. Á námskeiðunum er farið yfir meðhöndlun á hráefni, hreinlæti, umgengni og þrif og þess freistað að bæta gæði afurða og fyrirtækisbrag. 11.12.2009 04:15