Meintir kaupendur vændis yfirheyrðir 12. desember 2009 07:00 Catalina Mikue Ncogo í dómsal í gær, ásamt túlki. Héraðsdómur úrskurðaði hana í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. desember. Rannsókn málsins miðar vel, að sögn lögreglu, en henni er hvergi nærri lokið. Fréttablaðið/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu yfirheyrt nokkra meinta kaupendur vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun vera um allnokkurn hóp að ræða. Kaupendur greiddu að lágmarki tuttugu þúsund fyrir þjónstuna í hvert skipti, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Við húsleit sem gerð var á heimili Catalinu gerði lögregla upptækar tölvur og gögn, sem ætla má að geymi ýmsar upplýsingar um starfsemi hennar hér. Gæsluvarðhald var í gær framlengt yfir Catalinu til 22. desember í Héraðsdómi Reykjaness. Samstarfskona hennar var hins vegar látin laus í fyrradag. Ekki var talin ástæða til að setja fram kröfu um áframhaldandi gæslu yfir henni, þar sem ekki væru þvílíkir rannsóknarhagsmunir í húfi. Catalina og samstarfskona hennar, sem er um tvítugt, voru handteknar fimmtudaginn 3. desember. Tveimur dögum áður hafði Catalina verið dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hórmang og fíkniefnasmygl, með því að hafa skipulagt og staðið að innflutningi á 400 grömmum af kókaíni til landsins frá Hollandi. Hún áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Samhliða handtöku kvennanna tveggja var gerð húsleit á tveimur stöðum. Á öðrum þeirra fannst lítilræði af fíkniefnum. Að auki voru ýmis gögn haldlögð eins og fyrr sagði. Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar hafa komið við sögu í málinu. Þær eru taldar hafa lagt stund á vændi. Þær eru allar á fertugsaldri og af erlendu bergi brotnar. Mál einnar þeirrar er jafnframt rannsakað sem mansalsmál. Lögregla tók skýrslu af konunum en tvær þeirra munu nú vera farnar úr landi. Þá hafði lögregla fyrir nokkru tekið skýrslu af konu, sem kom hingað til lands til að stunda vændi á vegum samstarfskonu Catalinu og lýsti hún bágum aðstæðum. Í tengslum við rannsóknina á athæfi Catalinu og samstarfskonu hennar lokaði lögreglan fyrir vændisstarfsemi í húsi í miðborginni. Það hafði sérstaklega verið tekið á leigu fyrir starfsemina. Lögregla hóf rannsókn á ætluðu mansali og milligöngu um vændi á grundvelli ítrekaðra upplýsinga um að Catalina og samstarfskona hennar hafi flutt stúlkur til landsins, geri þær út til vændis og taki hluta hagnaðarins af þeim. Þá kemur fram að Catalina hafi frá því í október tekið virkan þátt í skipulagningu vændisstarfseminnar, haft milligöngu um hana og haft viðurværi sitt af vændi annarra. jss@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu yfirheyrt nokkra meinta kaupendur vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun vera um allnokkurn hóp að ræða. Kaupendur greiddu að lágmarki tuttugu þúsund fyrir þjónstuna í hvert skipti, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Við húsleit sem gerð var á heimili Catalinu gerði lögregla upptækar tölvur og gögn, sem ætla má að geymi ýmsar upplýsingar um starfsemi hennar hér. Gæsluvarðhald var í gær framlengt yfir Catalinu til 22. desember í Héraðsdómi Reykjaness. Samstarfskona hennar var hins vegar látin laus í fyrradag. Ekki var talin ástæða til að setja fram kröfu um áframhaldandi gæslu yfir henni, þar sem ekki væru þvílíkir rannsóknarhagsmunir í húfi. Catalina og samstarfskona hennar, sem er um tvítugt, voru handteknar fimmtudaginn 3. desember. Tveimur dögum áður hafði Catalina verið dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hórmang og fíkniefnasmygl, með því að hafa skipulagt og staðið að innflutningi á 400 grömmum af kókaíni til landsins frá Hollandi. Hún áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Samhliða handtöku kvennanna tveggja var gerð húsleit á tveimur stöðum. Á öðrum þeirra fannst lítilræði af fíkniefnum. Að auki voru ýmis gögn haldlögð eins og fyrr sagði. Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar hafa komið við sögu í málinu. Þær eru taldar hafa lagt stund á vændi. Þær eru allar á fertugsaldri og af erlendu bergi brotnar. Mál einnar þeirrar er jafnframt rannsakað sem mansalsmál. Lögregla tók skýrslu af konunum en tvær þeirra munu nú vera farnar úr landi. Þá hafði lögregla fyrir nokkru tekið skýrslu af konu, sem kom hingað til lands til að stunda vændi á vegum samstarfskonu Catalinu og lýsti hún bágum aðstæðum. Í tengslum við rannsóknina á athæfi Catalinu og samstarfskonu hennar lokaði lögreglan fyrir vændisstarfsemi í húsi í miðborginni. Það hafði sérstaklega verið tekið á leigu fyrir starfsemina. Lögregla hóf rannsókn á ætluðu mansali og milligöngu um vændi á grundvelli ítrekaðra upplýsinga um að Catalina og samstarfskona hennar hafi flutt stúlkur til landsins, geri þær út til vændis og taki hluta hagnaðarins af þeim. Þá kemur fram að Catalina hafi frá því í október tekið virkan þátt í skipulagningu vændisstarfseminnar, haft milligöngu um hana og haft viðurværi sitt af vændi annarra. jss@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira