Meintir kaupendur vændis yfirheyrðir 12. desember 2009 07:00 Catalina Mikue Ncogo í dómsal í gær, ásamt túlki. Héraðsdómur úrskurðaði hana í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. desember. Rannsókn málsins miðar vel, að sögn lögreglu, en henni er hvergi nærri lokið. Fréttablaðið/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu yfirheyrt nokkra meinta kaupendur vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun vera um allnokkurn hóp að ræða. Kaupendur greiddu að lágmarki tuttugu þúsund fyrir þjónstuna í hvert skipti, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Við húsleit sem gerð var á heimili Catalinu gerði lögregla upptækar tölvur og gögn, sem ætla má að geymi ýmsar upplýsingar um starfsemi hennar hér. Gæsluvarðhald var í gær framlengt yfir Catalinu til 22. desember í Héraðsdómi Reykjaness. Samstarfskona hennar var hins vegar látin laus í fyrradag. Ekki var talin ástæða til að setja fram kröfu um áframhaldandi gæslu yfir henni, þar sem ekki væru þvílíkir rannsóknarhagsmunir í húfi. Catalina og samstarfskona hennar, sem er um tvítugt, voru handteknar fimmtudaginn 3. desember. Tveimur dögum áður hafði Catalina verið dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hórmang og fíkniefnasmygl, með því að hafa skipulagt og staðið að innflutningi á 400 grömmum af kókaíni til landsins frá Hollandi. Hún áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Samhliða handtöku kvennanna tveggja var gerð húsleit á tveimur stöðum. Á öðrum þeirra fannst lítilræði af fíkniefnum. Að auki voru ýmis gögn haldlögð eins og fyrr sagði. Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar hafa komið við sögu í málinu. Þær eru taldar hafa lagt stund á vændi. Þær eru allar á fertugsaldri og af erlendu bergi brotnar. Mál einnar þeirrar er jafnframt rannsakað sem mansalsmál. Lögregla tók skýrslu af konunum en tvær þeirra munu nú vera farnar úr landi. Þá hafði lögregla fyrir nokkru tekið skýrslu af konu, sem kom hingað til lands til að stunda vændi á vegum samstarfskonu Catalinu og lýsti hún bágum aðstæðum. Í tengslum við rannsóknina á athæfi Catalinu og samstarfskonu hennar lokaði lögreglan fyrir vændisstarfsemi í húsi í miðborginni. Það hafði sérstaklega verið tekið á leigu fyrir starfsemina. Lögregla hóf rannsókn á ætluðu mansali og milligöngu um vændi á grundvelli ítrekaðra upplýsinga um að Catalina og samstarfskona hennar hafi flutt stúlkur til landsins, geri þær út til vændis og taki hluta hagnaðarins af þeim. Þá kemur fram að Catalina hafi frá því í október tekið virkan þátt í skipulagningu vændisstarfseminnar, haft milligöngu um hana og haft viðurværi sitt af vændi annarra. jss@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu yfirheyrt nokkra meinta kaupendur vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun vera um allnokkurn hóp að ræða. Kaupendur greiddu að lágmarki tuttugu þúsund fyrir þjónstuna í hvert skipti, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Við húsleit sem gerð var á heimili Catalinu gerði lögregla upptækar tölvur og gögn, sem ætla má að geymi ýmsar upplýsingar um starfsemi hennar hér. Gæsluvarðhald var í gær framlengt yfir Catalinu til 22. desember í Héraðsdómi Reykjaness. Samstarfskona hennar var hins vegar látin laus í fyrradag. Ekki var talin ástæða til að setja fram kröfu um áframhaldandi gæslu yfir henni, þar sem ekki væru þvílíkir rannsóknarhagsmunir í húfi. Catalina og samstarfskona hennar, sem er um tvítugt, voru handteknar fimmtudaginn 3. desember. Tveimur dögum áður hafði Catalina verið dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hórmang og fíkniefnasmygl, með því að hafa skipulagt og staðið að innflutningi á 400 grömmum af kókaíni til landsins frá Hollandi. Hún áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Samhliða handtöku kvennanna tveggja var gerð húsleit á tveimur stöðum. Á öðrum þeirra fannst lítilræði af fíkniefnum. Að auki voru ýmis gögn haldlögð eins og fyrr sagði. Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar hafa komið við sögu í málinu. Þær eru taldar hafa lagt stund á vændi. Þær eru allar á fertugsaldri og af erlendu bergi brotnar. Mál einnar þeirrar er jafnframt rannsakað sem mansalsmál. Lögregla tók skýrslu af konunum en tvær þeirra munu nú vera farnar úr landi. Þá hafði lögregla fyrir nokkru tekið skýrslu af konu, sem kom hingað til lands til að stunda vændi á vegum samstarfskonu Catalinu og lýsti hún bágum aðstæðum. Í tengslum við rannsóknina á athæfi Catalinu og samstarfskonu hennar lokaði lögreglan fyrir vændisstarfsemi í húsi í miðborginni. Það hafði sérstaklega verið tekið á leigu fyrir starfsemina. Lögregla hóf rannsókn á ætluðu mansali og milligöngu um vændi á grundvelli ítrekaðra upplýsinga um að Catalina og samstarfskona hennar hafi flutt stúlkur til landsins, geri þær út til vændis og taki hluta hagnaðarins af þeim. Þá kemur fram að Catalina hafi frá því í október tekið virkan þátt í skipulagningu vændisstarfseminnar, haft milligöngu um hana og haft viðurværi sitt af vændi annarra. jss@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira