Meintir kaupendur vændis yfirheyrðir 12. desember 2009 07:00 Catalina Mikue Ncogo í dómsal í gær, ásamt túlki. Héraðsdómur úrskurðaði hana í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. desember. Rannsókn málsins miðar vel, að sögn lögreglu, en henni er hvergi nærri lokið. Fréttablaðið/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu yfirheyrt nokkra meinta kaupendur vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun vera um allnokkurn hóp að ræða. Kaupendur greiddu að lágmarki tuttugu þúsund fyrir þjónstuna í hvert skipti, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Við húsleit sem gerð var á heimili Catalinu gerði lögregla upptækar tölvur og gögn, sem ætla má að geymi ýmsar upplýsingar um starfsemi hennar hér. Gæsluvarðhald var í gær framlengt yfir Catalinu til 22. desember í Héraðsdómi Reykjaness. Samstarfskona hennar var hins vegar látin laus í fyrradag. Ekki var talin ástæða til að setja fram kröfu um áframhaldandi gæslu yfir henni, þar sem ekki væru þvílíkir rannsóknarhagsmunir í húfi. Catalina og samstarfskona hennar, sem er um tvítugt, voru handteknar fimmtudaginn 3. desember. Tveimur dögum áður hafði Catalina verið dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hórmang og fíkniefnasmygl, með því að hafa skipulagt og staðið að innflutningi á 400 grömmum af kókaíni til landsins frá Hollandi. Hún áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Samhliða handtöku kvennanna tveggja var gerð húsleit á tveimur stöðum. Á öðrum þeirra fannst lítilræði af fíkniefnum. Að auki voru ýmis gögn haldlögð eins og fyrr sagði. Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar hafa komið við sögu í málinu. Þær eru taldar hafa lagt stund á vændi. Þær eru allar á fertugsaldri og af erlendu bergi brotnar. Mál einnar þeirrar er jafnframt rannsakað sem mansalsmál. Lögregla tók skýrslu af konunum en tvær þeirra munu nú vera farnar úr landi. Þá hafði lögregla fyrir nokkru tekið skýrslu af konu, sem kom hingað til lands til að stunda vændi á vegum samstarfskonu Catalinu og lýsti hún bágum aðstæðum. Í tengslum við rannsóknina á athæfi Catalinu og samstarfskonu hennar lokaði lögreglan fyrir vændisstarfsemi í húsi í miðborginni. Það hafði sérstaklega verið tekið á leigu fyrir starfsemina. Lögregla hóf rannsókn á ætluðu mansali og milligöngu um vændi á grundvelli ítrekaðra upplýsinga um að Catalina og samstarfskona hennar hafi flutt stúlkur til landsins, geri þær út til vændis og taki hluta hagnaðarins af þeim. Þá kemur fram að Catalina hafi frá því í október tekið virkan þátt í skipulagningu vændisstarfseminnar, haft milligöngu um hana og haft viðurværi sitt af vændi annarra. jss@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu yfirheyrt nokkra meinta kaupendur vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun vera um allnokkurn hóp að ræða. Kaupendur greiddu að lágmarki tuttugu þúsund fyrir þjónstuna í hvert skipti, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Við húsleit sem gerð var á heimili Catalinu gerði lögregla upptækar tölvur og gögn, sem ætla má að geymi ýmsar upplýsingar um starfsemi hennar hér. Gæsluvarðhald var í gær framlengt yfir Catalinu til 22. desember í Héraðsdómi Reykjaness. Samstarfskona hennar var hins vegar látin laus í fyrradag. Ekki var talin ástæða til að setja fram kröfu um áframhaldandi gæslu yfir henni, þar sem ekki væru þvílíkir rannsóknarhagsmunir í húfi. Catalina og samstarfskona hennar, sem er um tvítugt, voru handteknar fimmtudaginn 3. desember. Tveimur dögum áður hafði Catalina verið dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hórmang og fíkniefnasmygl, með því að hafa skipulagt og staðið að innflutningi á 400 grömmum af kókaíni til landsins frá Hollandi. Hún áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Samhliða handtöku kvennanna tveggja var gerð húsleit á tveimur stöðum. Á öðrum þeirra fannst lítilræði af fíkniefnum. Að auki voru ýmis gögn haldlögð eins og fyrr sagði. Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar hafa komið við sögu í málinu. Þær eru taldar hafa lagt stund á vændi. Þær eru allar á fertugsaldri og af erlendu bergi brotnar. Mál einnar þeirrar er jafnframt rannsakað sem mansalsmál. Lögregla tók skýrslu af konunum en tvær þeirra munu nú vera farnar úr landi. Þá hafði lögregla fyrir nokkru tekið skýrslu af konu, sem kom hingað til lands til að stunda vændi á vegum samstarfskonu Catalinu og lýsti hún bágum aðstæðum. Í tengslum við rannsóknina á athæfi Catalinu og samstarfskonu hennar lokaði lögreglan fyrir vændisstarfsemi í húsi í miðborginni. Það hafði sérstaklega verið tekið á leigu fyrir starfsemina. Lögregla hóf rannsókn á ætluðu mansali og milligöngu um vændi á grundvelli ítrekaðra upplýsinga um að Catalina og samstarfskona hennar hafi flutt stúlkur til landsins, geri þær út til vændis og taki hluta hagnaðarins af þeim. Þá kemur fram að Catalina hafi frá því í október tekið virkan þátt í skipulagningu vændisstarfseminnar, haft milligöngu um hana og haft viðurværi sitt af vændi annarra. jss@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira