Fleiri fréttir

John Gotti slapp við dóm í fjórða sinn

Bandaríski mafíuforinginn John Gotti yngri slapp við dóm í fjórða skiptið eftir að dómari í New York vísaði morðmáli gegn honum frá dómi á þriðjudaginn vegna þess að kviðdómur gat ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu um það hvort Gotti væri sekur um tvö morð og kókaínsmygl.

Illa merkt kort og biluð vél í skútumálinu

Ranglega merkt sjókort og biluð vél orsökuðu það að breska skútan, sem íranski sjóherinn stöðvaði og færði til hafnar í síðustu viku, villtist inn í íranska landhelgi.

Yfir 20.000 hafa skorað á forseta

Yfir tuttugu þúsund manns hafa undirritað áskorun til forseta Íslands á vefsíðunni indefence.is, þar sem skorað er á forsetann að staðfesta ekki Icesave-lögin í núverandi mynd.

Selfossþjófurinn næstum gómaður

Minnstu munaði að lögreglan á Selfossi næði í nótt að handsama náttfara, sem að undanförnu hefur læðst um götur bæjarins og stolið verðmætum úr ólæstum bílum.

Funduðu um Icesave í 16 tíma

Þingfundi var slitið laust fyrir klukkan sex í morgun eftir að fundað hafði verið um Icesave málið í rúma sextán tíma. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hafði fullyrt í gær að þingfundi yrði ekki slitið fyrr en mælandaskrá yrði tæmd en enn voru sex á mælendasrkrá þegar fundinum var slitið.

Hagræða með milljarða kaupsamningi

Hafnarfjarðarbær hefur keypt fjórar fasteignir úr þrotabúi Nýsis hf. fyrir um 3,8 milljarða króna. Áður leigði bærinn þessar byggingar og rekstur þeirra af Nýsi. Kaupin og lok leigusamnings við Nýsi mun spara bænum gríðarlegar fjárhæðir, að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra.

Innlend framleiðsla að veði

Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki segir að nýtt fjórtán prósenta virðis­auka­skatts­þrep á tiltekna matvöru vegi að innlendri matvælaframleiðslu.

Vinnuvélarnar gera engum gagn á hafnarbakkanum

Verkefnaskortur innanlands og samdráttur í viðskiptalöndum okkar gerir að erfiðlega gengur að koma í verð vinnuvélum og ökutækjum sem fjármögnunarfyrirtæki hafa þurft að leysa til sín.

Þyrla send en reyndist óþörf

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sunnudagskvöld þegar stjórnstöð barst beiðni um aðstoð við að flytja björgunarsveitarmenn frá Akureyri upp á Þverárbrekkuhnjúk í Öxnadal. Þar voru fjórir menn í sjálfheldu í klettabelti sem er í 900 metra hæð.

Hætt við að kreppan lengi biðlista að nýju

„Ég óttast að hluti af fórnarkostnaði kreppunnar hjá okkur verði lenging biðlista að nýju,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Biðlistar á sjúkrahúsum fyrir nær allar valdar skurðaðgerðir hafa verið að styttast og staðan er almennt góð, samkvæmt októbertölum frá

Margt sem kemur hruninu ekkert við

„Við höfum safnað saman gríðarlega miklu magni af gögnum úr bönkunum og vinnum úr þeim niðurstöður sem koma fram í skýrslunni. Stór hluti hennar er upplýsingar sem háðar eru bankaleynd eða þagnarskyldu.“ Þetta segir Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, um aðdraganda og orsök falls bankanna.

Hefur breytt viðhorfum til fatlaðra

Embla Ágústsdóttir er handhafi Kærleikskúlunnar 2009. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra afhenti Kærleikskúluna, sem nefnist Snerting og er eftir Hrein Friðfinnsson, í Listasafni Reykavíkur í gærmorgun.

Hjálpa þarf konum frá löndum utan EES

Meirihluti kvenna af erlendum uppruna í ofbeldissamböndum sem leita ásjár Kvennaathvarfsins er frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Aðstæður þeirra eru verri en kvenna frá löndum sem aðild eiga að EES. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum rannsóknar Hildar Guðmundsdóttur, mannfræðings og starfsmanns

Jón Gunnar endurkjörinn

Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, var einróma endurkjörinn sem formaður Bernarsamningsins á árlegum fundi aðildarríkja sambandsins í Bern nýlega.

Frestun á mánuði ekki góð leið

Ekki er víst að skynsamlegt sé að fresta töku eins mánaðar af fæðingarorlofi þar til eftir þrjú ár segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður félagsmálanefndar.

Fjöldi notenda yfir 350 milljónum

„Á þessu ári hefur gengið vel að gera heiminn bæði opnari og tengdari. Með ykkar hjálp hafa nú yfir 350 milljónir manna tengst Facebook,“ segir Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, í opnu bréfi til notenda sem birt var á vefnum í gær.

Rannsaka ofbeldisbrot og fjárkúganir

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar enn nokkur hliðarmál við mansalsmálið svonefnda. Þar má nefna innbrot, handrukkanir, innheimtu „verndartolla“ og ofbeldisbrot, sem fimm litháískir menn eru grunaðir um aðild að.

Einstakt sýningarsvæði byggt

Faxaflóahafnir eru að byggja upp aðstöðu þar sem Daníelsslippurinn var starfræktur og mun gagnast Víkinni – sjóminjasafninu í Reykjavík. Byggðir verða upp pallar sem tengjast útisýningaraðstöðu safnsins og göngubrú sem tengist safninu beint.

Nýliðar á þingi lesi leyniskjölin

Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni minnti varaþingmenn og aðra á þingi á að lesa leyniskjölin svonefndu um Icesave-málin sem vistuð eru í húsakynnum nefndasviðs þingsins og aðeins þingmenn fá aðgang að gegn loforði um trúnað.

Auglýsingatekjur 1,2 milljarðar

Tekjur Ríkisútvarpsins (RÚV) af auglýsingum námu 1.246 milljónum króna á síðasta rekstrarári samkvæmt nýbirtum tölum. Reikningurinn nær frá septemberbyrjun 2008 til ágústloka á þessu ári.

Fékk fyrir hjartað í miðri ökuferð

Umferðaróhapp varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima nú á ellefta tímanum. Svo virðist sem eldri maður hafi fengið fyrir hjartað á miðri ökuferð og við það ekið á nærstaddar bifreiðar. Sjúkraflutningamenn voru kallaðir á staðinn og fluttu hann á spítala. Ekki er vitað um líðan hans.

Ekkert ferðaveður á norðanverðum Vestfjörðum

Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert ferðaveður vera á norðanverðum Vestfjörðum sem stendur og beinir Lögreglan á Ísafirði þeim tilmælum til íbúa að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Lygafrétt um mannafitusölu

Háttsettum lögregluforingja í Perú hefur verið vikið úr starfi fyrir að segjast hafa handtekið glæpagengi sem seldi mannafitu til snyrtivöruframleiðenda í Evrópu.

Flatur Helgukoss fæst í Hafnarfirði

Flatt trýni, kennt við kossinn hennar Helgu, er komið framan á smábáta sem Trefjar í Hafnarfirði smíða fyrir Noregsmarkað, - þó ekki til að kljúfa ölduna betur heldur til að smjúga betur inn í norskt fiskveiðikerfi.

Samgöngumiðstöð verður við Loftleiðahótelið

Hugmynd um nýja flugstöð í Reykjavík við hlið afgreiðslu Flugfélags Íslands var ýtt út af borðinu á fundi borgarstjóra og samgönguráðherra í morgun og ákveðið að stefna áfram að samgöngumiðstöð norðan við Loftleiðahótelið. Kristján L. Möller vonast til að framvæmdir hefjist eigi síðar en næsta vor.

Blaðamenn sömdu við útgefendur

Blaðamannafélag Íslands og vinnuveitendur skrifuðu undir nýjan kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara stundarfjórðungi fyrir sex í dag. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir að helstu atriði í samningnum séu hækkun allra taxta um 30 þúsund í tveimur skrefum.

Hjúkrunarfræðingar ráðnir í störf sjúkraliða

Sjúkraliðafélagi Íslands hafa borist kvartanir yfir að verið sé að ráða hjúkrunarfræðinga í störf sjúkraliða. Einnig er kvartað yfir að hjúkrunarnemar séu ráðnir í störf sjúkraliða. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagsins. Með þessu telur félagið að mjög sé brotið á sjúkraliðum og eru gerðar alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið.

ASÍ hefur áhyggjur af umfangi skattahækkana

Alþýðusamband Íslands hefur þungar áhyggjur af umfangi skattahækkana sem sé mun meira en boðað var við gerð stöðugleikasáttmálans. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ.

Feneyjar berjast við hafið

Feneyjar eiga í eilífu stríði við hafið og eiga sjálfsagt ekki von á góðu ef spár um hækkun heimshafanna rætist.

Ruglaðist á Reykjavík og Reyðarfirði

Landhelgisgæslan varð heldur hissa í morgun þegar flutningaskipið Nordana Teresa, sem er 6500 tonn að þyngd og 115 metrar að lengd, virtist stefna á Þorlákshöfn. Samkvæmt tilkynningu sem stjórnstöð hafði borist frá skipinu sagðist skipstjórinn vera á leiðinni til Reyðarfjarðar.

Fylgist ekki með afdrifum hælisleitanda

Dómsmálaráðuneytið fylgist ekki sérstaklega með afdrifum þeirra hælisleitenda sem sendir eru héðan. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, segir í svari við fyrirspurn á Alþingi, að að því er varði flutning þeirra sem sendir hafa verið frá Íslandi til Grikklands hafi ráðuneytið upplýsingar um að grísk stjórnvöld hafi tekið við þeim á flugvellinum í Aþenu, en fátt um framhaldið, meðal annars hvort þeir hafi verið sendir áfram til hættulegra svæða.

Skókastari fékk að smakka eigið meðal

Íraski blaðamaðurinn sem varð heimsfrægur fyrir að kasta skóm sínum í George Bush Bandaríkjaforseta, fékk í gær að reyna á eigin skinni hvernig það er.

Hugsanlegt að Íslendingar verði ákærðir í mansalsmálinu

Ekki er loku fyrir það skotið að þeir Íslendingar sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins svokallaða verði að lokum ákærðir af ríkissaksóknara en fulltrúi embættisins fer yfir málið eftir að lögreglan á Suðurnesjum lauk rannsókn sinni og afhenti þeim öll gögn viðvíkjandi málið. Samkvæmt yfirlögregluþjóninum Gunnari Schram þá voru öll gögn send til ríkissaksóknara sem þarf svo að taka ákvörðun hverjir verða ákærðir í málinu.

Vilja gögnin um stuðning við Íraksstríðið fram í dagsljósið

Fjórir þingmenn vinstri grænna krefjast þess að öll gögn um ákvörðun um stuðning Íslands við innrás í Írak 2003 verði lögð á borðið. Þeir hafa lagt fram tillögu um að Alþingi ályki að fela forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að birt verði öll skjöl og allar aðrar upplýsingar sem fyrir liggja frá ársbyrjun 2002 til desember 2003 sem varpa ljósi á ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjamanna og Breta og annarra þjóða í Írak árið 2003.

Bátsverji á Dettifossi ákærður fyrir tollalagabrot

Tæplega fimmtugur bátsverji á Dettifossi hefur verið ákærður fyrir tollalagabrot með því að hafa smyglað hingað til lands tugum lítra af viskíi, vodka, Bokma sénever, gini og fleiri víntegundum. Þá á hann einnig að hafa smyglað 172 vindlingalengjum til Íslands og tæplega eitt og hálft kíló af neftóbaki.

Andri Snær fær Kairos verðlaunin

Alfred Toepfer stofnunin í Hamborg hefur tilkynnt að Andri Snær Magnason fá Kairos verðlaunin árið 2010 en þau eru talin ein mikilvægustu menningarverðlaun Evrópu samkvæmt tilkynningu.

Atvinnulaus fíkill í gæsluvarðhald

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem er grunaður um fjölda innbrota á Suðurnesjum en hann var handtekinn í lok nóvember og þá úrskurðaður í varðhald til 18. desember. Maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin, meðal annars vegna þjófnaðarbrota og alvarlegrar líkamsárásar.

Segja Icesave-frumvarp stangast á við stjórnarskrá

Þeir Lárus H. Blöndal hæstaréttalögmaður, lagaprófessorarnir Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson rita grein í Morgunblaðið í dag um stjórnarskrána og Icesave-samningana. Í greininni segja þeir óvíst að frumvarpið um Icesave skuldbindingarnar sem Alþingi fjallar nú um standist stjórnarskrána.

Hæstiréttur staðfestir vanhæfi dómara

Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í gær um að Sigríður Ingvarsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, viki sæti í máli Guðmundar Kristjánssonar gegn Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra og íslenska ríkinu. Það voru Verjendur Árna og ríkisins sem kröfðust þess að Sigríður viki.

Meintir mansalsmenn í gæsluvarðhaldi út desember

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað fimm karlmenn af erlendu bergi brotnu í gæsluvarðhald til 30. desember. Mennirnir eru meðal annars grunaðir um að hafa ætlað að þvinga unga konu í vændi sem kom hingað til lands frá Litháen í október.

Sjá næstu 50 fréttir