Innlent

Ekkert ferðaveður á norðanverðum Vestfjörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bolungarvík í vetrarskrúða. Mynd/ Halldór.
Bolungarvík í vetrarskrúða. Mynd/ Halldór.
Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert ferðaveður vera á norðanverðum Vestfjörðum sem stendur og beinir Lögreglan á Ísafirði þeim tilmælum til íbúa að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

„Þungfært er orðið milli þéttbýliskjarna á norðanverðum Vestfjörðum og mjög hált. Lítilháttar snjóflóð féll úr Eyrarhlíð um kl 19:00 i kvöld (milli Ísafjarðar og Hnífsdals)," segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Vegagerðin sé að skafa veginn frá Ísafirði til Bolungarvíkur en að því loknu muni Vegagerðin hætta þjónustu þangað til í fyrramálið og megi búast við að vegirnir lokist.


Tengdar fréttir

Vill að fjölmiðlar fái stuðning frá ríkinu

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, telur að ríkisvaldið eigi að styðja við fjölmiðla til að tryggja innviði þeirra og lýðræðislega umræðu. Slíkt sé alþekkt á Norðurlöndunum. Hún saknar ákvæðis þar um í frumvarpi um fjölmiðlalög sem lagt verður fyrir Alþingi á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×