Erlent

Skókastari fékk að smakka eigið meðal

Óli Tynes skrifar
Muntadhar al-Zeidi (th) víkur sér undan skónum.
Muntadhar al-Zeidi (th) víkur sér undan skónum.

Íraski blaðamaðurinn sem varð heimsfrægur fyrir að kasta skóm sínum í George Bush Bandaríkjaforseta, fékk í gær að reyna á eigin skinni hvernig það er.

Eins og Bush var Muntadhar al-Zeidi að tala á blaðamannafundi þegar maður sem sagðist einnig vera íraskur blaðamaður hrópaði að honum skammir um að hann styddi Saddam Hussein og kastaði svo skó sínum í hann.

Eins og Bush gat al-Zeidi vikið sér undan og skórinn lenti í veggnum fyrir aftan hann. Og eins og hjá Bush brugðust menn reiðir við.

Bróðir al-Zeidis varð sérstaklega reiður og lét höggin dynja á skókastaranum....með sínum eigin skóm auðvitað.

Ólíkt og var hjá Bush var skókastarinn ekki handtekinn heldur aðeins rekinn á dyr. Samkvæmt hefðum og siðum múslima er það ein mesta móðgun sem hægt er að sýna manni að kasta í hann skó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×