Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 06:45 Það er ekki oft sem Vance hefur látið til sín taka á blaðamannafundum í Hvíta húsinu en það gerði hann í gær, til að freista þess að kenna Demókrötum um lokunina. Getty/Alex Wong Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir. Ríkisreksturinn vestanhafs er nú í járnum eftir að Repúblikönum tókst ekki að koma nýjum fjárveitingum í gegn á þinginu. Demókratar hafa krafist þess að ýmis úrræði í heilbrigðismálum verði framlengd. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því í fyrradag að láta aðgerðirnar sem ráðast þarf í þar til samstaða næst um nýtt frumvarp fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum. Það virðist vera að rætast úr því, þar sem búið er að fresta 18 milljarða dala samgönguverkefnum í New York. Þá hefur verið hætt við úthlutun átta milljarða dala sem átti að verja í græna orku. Varaforsetinn JD Vance birtist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og sagði að ef ástandið yrði viðvarandi þyrfti líklega að ráðast í uppsagnir. Hann neitaði því sem Trump hafði áður haldið fram, að mögulegar uppsagnir myndu fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum innan kerfisins. Þá hélt hann því ranglega fram að ástandið væri Demókrötum að kenna, þar sem þeir hefðu gert kröfu um milljarða dala fjárveitingu til heilbrigðsþjónustu fyrir ólöglega innflytjendur. Hið rétt er að þær ráðstafanir sem Demókratar vilja framlengja, eru ekki aðgengilegar þessum hóp. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, sakaði forsetann í gær um óábyrga framgöngu. Hún kæmi þó ekki á óvart, þar sem Repúblikanar hefðu í gegnum tíðina ítrekað stuðlað að lokun ríkisins til að geta þvingað málefnum sínum í gegn. Þá sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Jeffries og Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans í öldungdeildinni, að enn og aftur væri vinnandi fólk fórnarlamb ringulreiðar og hefndarherferð forsetans. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Ríkisreksturinn vestanhafs er nú í járnum eftir að Repúblikönum tókst ekki að koma nýjum fjárveitingum í gegn á þinginu. Demókratar hafa krafist þess að ýmis úrræði í heilbrigðismálum verði framlengd. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því í fyrradag að láta aðgerðirnar sem ráðast þarf í þar til samstaða næst um nýtt frumvarp fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum. Það virðist vera að rætast úr því, þar sem búið er að fresta 18 milljarða dala samgönguverkefnum í New York. Þá hefur verið hætt við úthlutun átta milljarða dala sem átti að verja í græna orku. Varaforsetinn JD Vance birtist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og sagði að ef ástandið yrði viðvarandi þyrfti líklega að ráðast í uppsagnir. Hann neitaði því sem Trump hafði áður haldið fram, að mögulegar uppsagnir myndu fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum innan kerfisins. Þá hélt hann því ranglega fram að ástandið væri Demókrötum að kenna, þar sem þeir hefðu gert kröfu um milljarða dala fjárveitingu til heilbrigðsþjónustu fyrir ólöglega innflytjendur. Hið rétt er að þær ráðstafanir sem Demókratar vilja framlengja, eru ekki aðgengilegar þessum hóp. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, sakaði forsetann í gær um óábyrga framgöngu. Hún kæmi þó ekki á óvart, þar sem Repúblikanar hefðu í gegnum tíðina ítrekað stuðlað að lokun ríkisins til að geta þvingað málefnum sínum í gegn. Þá sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Jeffries og Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans í öldungdeildinni, að enn og aftur væri vinnandi fólk fórnarlamb ringulreiðar og hefndarherferð forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira