Innlent

Selfossþjófurinn næstum gómaður

Minnstu munaði að lögreglan á Selfossi næði í nótt að handsama náttfara, sem að undanförnu hefur læðst um götur bæjarins og stolið verðmætum úr ólæstum bílum. Þegar húsráðandi í einbýlishúsi vaknaði í nótt sá hann hvar maður var að sniglast við tvo bíla í innkeyrslunni og bankaði í rúðuna til að stökkva honum á flótta. Síðan hringdi hann á lögregluna, en þá hafði náttfari fengið nægilegt forskot til að forða sér. Hann hefur að undanförnu stolið verðmætum úr að minnsta kosti þremur bílum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×