„Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2025 08:50 Brynjar Níelsson tók við sem dómari við héraðsdóm Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár. „Það gilda um þetta sérstök lög, menn geta sótt bætur til ríkisins vegna tjóns á munum og líkamanum vegna brota á almennum hegningarlögum, það má ekki vera hvaða brot sem er,“ segir Brynjar sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til dæmis greiði ríki ekki fyrir brot á ærumeiðingum og friðhelgi. „Sá kafli í hegningarlögum er undanskilinn skyldu ríkisins í þessu,“ segir hann en að líklegra sé að menn sem séu dæmdir fyrir slík brot séu borgunarmenn en þeir sem dæmdir eru fyrir líkamsárásir eða annað ofbeldi. Hann útskýrir að þegar manneskja er dæmd fyrir brot og á að greiða þolanda bætur en á ekki fyrir því þá geti fólk sótt bæturnar til ríkisins. Það geti þó vel verið að fólk fái ekki allar bæturnar því hjá ríkinu sé bæði lágmark og hámark. Hámark og lágmark Sé upphæðin undir 400 þúsund krónum greiði ríki það ekki og hámark fyrir líkamstjón, varanlegan miska og örorku, sé fimm milljónir. Þá séu hámark þrjár milljónir fyrir miska og 2,5 milljónir fyrir missi framfærenda og 1,5 milljón fyrir útfararkostnað. Bæturnar hafa ekki verið hækkaðar síðan árið 2012 og höfðu þá ekki verið hækkaðar í sextán ár. Þá var einnig bætt við ákvæði sem heimilaði ríkissjóði að aðstoða þolendur við að innheimta það sem ríkissjóður greiðir ekki. Sem dæmi um nýlegt mál þar sem fólki voru dæmdar bætur er Gufunesmálið svokallaða. Þar voru ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar dæmdar ellefu milljónir í bætur og syni hans sex milljónir. 90 prósent krafna falli á ríkið Hann segir ríkið eiga endurkröfurétt og það geti tekið því langan tíma að innheimta. „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn,“ segir Brynjar og að meirihluti slíkra krafna, eða yfir 90 prósent, falli á ríkið. Séu fólki dæmdar hærri bætur en ríkið greiðir standi restin af kröfunni á hendur brotamanninum en líklegt sé að hún verði ekki greidd og jafnvel fyrnist. „Allir brotaþolar fá sérstakan lögmann fyrir sig sem væntanlega mun upplýsa þau um allt þetta. Rétt þeirra til að sækja bætur til ríkisins.“ Spurður hvað honum finnist um upphæðir bótanna segir Brynjar að honum finnist þær of lágar fyrir mikið tjón og of háar fyrir lítið tjón. „Það er bara mín skoðun,“ segir hann. Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Bítið Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
„Það gilda um þetta sérstök lög, menn geta sótt bætur til ríkisins vegna tjóns á munum og líkamanum vegna brota á almennum hegningarlögum, það má ekki vera hvaða brot sem er,“ segir Brynjar sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til dæmis greiði ríki ekki fyrir brot á ærumeiðingum og friðhelgi. „Sá kafli í hegningarlögum er undanskilinn skyldu ríkisins í þessu,“ segir hann en að líklegra sé að menn sem séu dæmdir fyrir slík brot séu borgunarmenn en þeir sem dæmdir eru fyrir líkamsárásir eða annað ofbeldi. Hann útskýrir að þegar manneskja er dæmd fyrir brot og á að greiða þolanda bætur en á ekki fyrir því þá geti fólk sótt bæturnar til ríkisins. Það geti þó vel verið að fólk fái ekki allar bæturnar því hjá ríkinu sé bæði lágmark og hámark. Hámark og lágmark Sé upphæðin undir 400 þúsund krónum greiði ríki það ekki og hámark fyrir líkamstjón, varanlegan miska og örorku, sé fimm milljónir. Þá séu hámark þrjár milljónir fyrir miska og 2,5 milljónir fyrir missi framfærenda og 1,5 milljón fyrir útfararkostnað. Bæturnar hafa ekki verið hækkaðar síðan árið 2012 og höfðu þá ekki verið hækkaðar í sextán ár. Þá var einnig bætt við ákvæði sem heimilaði ríkissjóði að aðstoða þolendur við að innheimta það sem ríkissjóður greiðir ekki. Sem dæmi um nýlegt mál þar sem fólki voru dæmdar bætur er Gufunesmálið svokallaða. Þar voru ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar dæmdar ellefu milljónir í bætur og syni hans sex milljónir. 90 prósent krafna falli á ríkið Hann segir ríkið eiga endurkröfurétt og það geti tekið því langan tíma að innheimta. „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn,“ segir Brynjar og að meirihluti slíkra krafna, eða yfir 90 prósent, falli á ríkið. Séu fólki dæmdar hærri bætur en ríkið greiðir standi restin af kröfunni á hendur brotamanninum en líklegt sé að hún verði ekki greidd og jafnvel fyrnist. „Allir brotaþolar fá sérstakan lögmann fyrir sig sem væntanlega mun upplýsa þau um allt þetta. Rétt þeirra til að sækja bætur til ríkisins.“ Spurður hvað honum finnist um upphæðir bótanna segir Brynjar að honum finnist þær of lágar fyrir mikið tjón og of háar fyrir lítið tjón. „Það er bara mín skoðun,“ segir hann.
Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Bítið Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira