Innlent

Auglýsingatekjur 1,2 milljarðar

Tap RÚV á síðasta rekstrarári samkvæmt nýbirtum reikningum nam 271,2 milljónum króna. 
Fréttablaðið/GVA
Tap RÚV á síðasta rekstrarári samkvæmt nýbirtum reikningum nam 271,2 milljónum króna. Fréttablaðið/GVA
Tekjur Ríkisútvarpsins (RÚV) af auglýsingum námu 1.246 milljónum króna á síðasta rekstrarári samkvæmt nýbirtum tölum. Reikningurinn nær frá septemberbyrjun 2008 til ágústloka á þessu ári.

Auglýsingatekjur stofnunarinnar hafa því dregist saman um 8,7 prósent milli rekstrarára, en á fyrra ári námu tekjurnar 1.364 milljónum króna. Bjarni Kristinsson, fjármálastjóri RÚV, segir raunlækkun þó meiri, þótt vera kunni að afkoma síðasta rekstrarárs sé ágæt miðað við samdrátt í kjölfar hruns fjármálakerfisins í október í fyrra.

„En þarna verður líka að taka tillit til þess að verðbólga á milli áranna nemur 14 til 15 prósentum,“ segir hann. Á sama tíma eykst sölukostnaður RÚV um 1,2 prósent milli ára, fer úr 332,5 milljónum króna á rekstrarárinu 2007-2008 í 336,3 milljónir á síðasta rekstrarári. Þar að baki segir Bjarni fyrst og fremst liggja markaðskostnað RÚV og sölukostnað af auglýsingum. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×