Innlent

Fylgist ekki með afdrifum hælisleitanda

Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir.

Dómsmálaráðuneytið fylgist ekki sérstaklega með afdrifum þeirra hælisleitenda sem sendir eru héðan. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, segir í svari við fyrirspurn á Alþingi, að að því er varði flutning þeirra sem sendir hafa verið frá Íslandi til Grikklands hafi ráðuneytið upplýsingar um að grísk stjórnvöld hafi tekið við þeim á flugvellinum í Aþenu, en fátt um framhaldið, meðal annars hvort þeir hafi verið sendir áfram til hættulegra svæða.

Fyrirspurnin var lögð fram í tilefni af því að þrír hælisleitendur voru nýlega sendir héðan til Grikklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×