Innlent

Nýliðar á þingi lesi leyniskjölin

birgitta jónsdóttir
birgitta jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni minnti varaþingmenn og aðra á þingi á að lesa leyniskjölin svonefndu um Icesave-málin sem vistuð eru í húsakynnum nefndasviðs þingsins og aðeins þingmenn fá aðgang að gegn loforði um trúnað.

Hún benti sérstaklega á tiltekið bréf, það síðasta í möppunni sem skjölin eru geymd í. Það væri athyglisvert, ekki síst dagsetningin á því.

Skjölin sem um ræðir snerta Icesave-málin en þola ekki dagsbirtu þar sem um þau gildir trúnaður. Ekki hefur fengist upplýst um hvað þetta síðasta bréf fjallar.

- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×