Fleiri fréttir 24 ökukennarar útskrifast Þann 5. desember verða 24 ökukennarar brautskráðir frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Nám ökukennara hefur verið á háskólastigi frá árinu 1993 við Kennaraháskóla Íslands. 2.12.2009 11:23 Meint fyrirsagnafiff gagnrýnt harðlega Minnihluti A-listans bókaði harða bókun á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar sem var haldinn í gær. Þar gagnrýndu þeir harðlega fyrirsögn sem birtist á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins en hún hljóðaði svo: “Viðsnúningur í rekstri Reykjanesbæjar”. 2.12.2009 10:59 Opnunartímar veitinga- og skemmtistaða um jólin Nú þegar jólin eru að ganga í garð er rétt að minna á reglur um skemmtanahald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill undirstrika að áfengisveitingar eru háðar tímamörkum í leyfum borgarstjórnar eða bæjarstjórna eftir því sem við á. 2.12.2009 10:35 Lögreglan á námskeiði um útlendinga og mansal Þessa viku stendur yfir í framhaldsdeild Lögregluskóla ríkisins sérnámskeið um málefni útlendinga og fleira. Meðal kennsluefnis er skipulögð glæpastarfsemi og varnir gegn henni, ekki síst mansali en þetta kemur fram á vef lögreglunnar. 2.12.2009 10:30 Versnandi veður víða um land Veður fer versnandi á Vestfjörðum og eru vegagerðarmenn hættir mokstri á Klettshálsi og á Þröskuldum, vegna stórhríðar. Það er líka hríð á Ennishálsi og vart ferðaveður vestra, að sögn Vegagerðarinnar. 2.12.2009 10:23 Neyðarástand hjá útgerðum með leigukvóta Útgerðarmenn sem eiga það sameiginlegt að byggja rekstur sinn að verulegu leiti á leigu veiðiheimilda segja að neyðarástand ríki í greininni. Hópur þessara útgerðarmanna hittist á fundi í Hafnarfirði föstudaginn 27. Nóvember. Fundarmenn eru flestir aðilar í LÍÚ og þegar boðað var til fundarins var miðað við að boða fulltrúa útgerða sem hefðu leigt til sín 100 tonn eða meira. 2.12.2009 10:08 Islamistar eigna sér sprengjuárás Islamistar hafa lýst sprengjuárás á rússneska farþegalest á hendur sér að sögn vefsíðu sem tengist uppreisnarmönnum í Tsjetseníu. 2.12.2009 10:08 Ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti ráðin Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ástu Magnúsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis frá og með 1. desember 2009. 2.12.2009 10:08 Jólaþjófar skiluðu skrauti Nokkuð bar á þjófnaði á jólaskrauti úr görðum bæjarbúa í síðustu viku samkvæmt lögreglunni á Akranesi. 2.12.2009 09:42 Sigrún Elsa í annað sætið Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hyggst gefa kost á sér í 2. sæti framboðslistans í prófkjöri flokksins sem fram fer þann 30. janúar næstkomandi. 2.12.2009 09:37 Innflytjendur eru níu prósent mannfjöldans Hinn 1. janúar 2009 voru innflytjendur á Íslandi 28.644 eða níu prósent mannfjöldans. Þetta er mikil aukning frá árinu 1996 þegar innflytjendur voru einungis 2,0 prósent landsmanna eða 5.357 alls, að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Á sama tímabili hefur þeim sem hafa engan erlendan bakgrunn fækkað hlutfallslega úr 93,7 prósentum í 84,6 prósent. 2.12.2009 09:36 Máli Tigers lokið Tiger Woods hefur verið sektaður fyrir ógætilegan akstur og er margfrægu bílslysmáli hans þar með lokið af hálfu lögreglunnar. 2.12.2009 09:30 Jakkafatamorðingjar salla niður vitni Tveir tilræðismenn, klæddir í dökk jakkaföt, skutu fyrrverandi mexíkóskan alríkislögreglumann til bana á Starbucks-kaffihúsi í Mexíkóborg í gær en lögreglumaðurinn var væntanlegt vitni í máli gegn Sinaloa-eiturlyfjahringnum sem hann sjálfur var handtekinn fyrir að starfa fyrir á síðasta ári. 2.12.2009 08:28 Bandaríkjamenn uggandi um fjárhaginn Rúmlega 70 prósent Bandaríkjamanna telja sig annaðhvort undir fátæktarmörkum nú þegar eða að þeir muni verða það í framtíðinni. 2.12.2009 08:09 Áhöfn bresku skútunnar sleppt Fimm manna áhöfn breskrar skútu, sem íranski sjóherinn tók til fanga og hélt í eina viku, hefur verið sleppt úr haldi. 2.12.2009 07:36 Vandræði með Windows 7 Hugbúnaðarrisinn Microsoft rannsakar nú ábendingar um að tölvur margra notenda stýrikerfisins Windows 7 frjósi fyrirvaralaust þegar þeir skrá sig inn í kerfið. 2.12.2009 07:35 Brotist inn í tvö fyrirtæki Brotist var inn í fyrirtæki í Teigahverfi og við Laugaveg í Reykjavík í nótt. Ekki liggur enn fyrir hverju var stolið, en þjófarnir komust undan í báðum tilvikum. 2.12.2009 07:33 Segja sterkar líkur á að líf hafi þrifist á Mars Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA segjast hafa fundið gögn sem bendi sterklega til þess að líf hafi einhvern tímann þrifist á Mars. 2.12.2009 07:30 Velti bíl í Bláskógabyggð Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, slapp nær ómeiddur þegar bíll hans valt út af Auðsholtsvegi í Bláskógabyggð seint í gærkvöldi og hafnaði úti í skurði. 2.12.2009 07:28 Braust inn og reyndi að kveikja á sjónvarpi Fjölskylda á Selfossi vaknaði við það í nótt að torkennilegar mannaferðir voru í húsinu. Þegar að var gáð var ókunnugur maður sestur fyrir framan sjónvarpið inni í stofu og var að reyna að kveikja á því. 2.12.2009 07:25 Vetrarfærð og ófært um allt land Vetrarfærð er um allt land og sumir vegir eru ófærir. Eftir að vind fór að hreyfa í gærkvöldi dró víða í skafla og þurfti lögreglan í Keflavík til dæmis að aðstoða fólk í nokkrum bílum á gamla varnarsvæðinu, þar sem fólkið sat fast í bílum sínum. 2.12.2009 07:21 Segja ráðningu Davíðs ískyggilega Blaðamannafélög Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Danmerkur segjast hafa þungar áhyggjur af þróun íslenskra fjölmiðla í kjölfar bankahrunsins hér á landi og gagnrýna ráðningu Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Morgunblaðsins. 2.12.2009 07:06 Dráttarvextir næsta árs yfir 400 milljónir Allt útlit er fyrir að Landspítalinn hefji næsta starfsár sitt með neikvæðan höfuðstól sem nemur 2,8 milljörðum króna. Þetta þýðir mikinn fórnarkostnað. Bara dráttarvextir af ógreiddum skuldum gæti numið nokkur hundruð milljónum. 2.12.2009 06:45 Strandar á ríki og borg Lífeyrissjóðirnir eru í startholum með fjármagn fyrir samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni og tvöföldun Suðurlandsvegar. Óleyst mál innan stjórnar og á milli stjórnar og borgar standa í vegi fyrir framkvæmdum. 2.12.2009 06:30 Vaktir sagðar alltof fámennar Vaktir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi eru sagðar allt of fámennar, vinnuálagið hafi aukist mikið og millistjórnendum hafi á ákveðnum sviðum fjölgað meðan starfsmönnum á gólfinu hafi fækkað. 2.12.2009 06:00 Hektarinn á 20.000 krónur Einstaklingar eða fyrirtæki ættu að geta endurheimt einn hektara af framræstu votlendi í náttúru Íslands með því að leggja fram eitthvað á milli tuttugu til fjörutíu þúsund krónur í náttúrusjóðinn Auðlind. Sjóðurinn var stofnaður fyrir ári og hélt upp á afmælið í gær. Lengi hafði staðið til að stofna sjóðinn og þegar loks var slegið til skall á kreppa, segir Salvör Jónsdóttir, formaður Auðlindar. 2.12.2009 06:00 Obama boðar stríðslok innan þriggja ára Barack Obama Bandaríkjaforseti stefnir að því að stríðinu í Afganistan verði lokið eftir þrjú ár. Fjölgun bandarískra hermanna í landinu um 30 til 35 þúsund á næstu sex mánuðum er liður í þeirri áætlun að gera endanlega út af við Al-Kaída-samtökin á skömmum tíma og koma á stöðugleika í landinu. 2.12.2009 06:00 Nýjung í höfundarrétti Lagadeild Háskólans í Reykjavík, Félag um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ) og Creative Commons-samtökin hafa gert með sér samstarfssamning um þýðingu og aðlögun „almenns hugverkaréttar“ á Íslandi. Tryggvi Björgvinsson, formaður FSFÍ, kynnti samstarfið á ráðstefnu sem félagið hélt í gær í Háskólanum í Reykjavík. 2.12.2009 05:00 Skaðleg efni í rafsígarettum Lyfjastofnun hefur sent frá sér viðvörun þar sem varað er við kaupum á rafsígarettum á netinu. Jafnframt að innflutningur og dreifing þeirra hér á landi sé brot á lyfjalögum. 2.12.2009 04:00 Óvíst hvenær fólk verður kært Hjá Ríkisendurskoðun hefur ekki verið ákveðið hvenær þeir frambjóðendur til síðustu alþingiskosninga, sem trassa að skila inn lögbundnum fjárhagsupplýsingum vegna framboðsins, verða kærðir til lögreglu. 2.12.2009 04:00 Segir helstu fyrirheit leikskólaráðs svikin Formaður leikskólaráðs sagði í bréfi í maí að hann hefði, í samræmi við aðgerðaáætlun borgarinnar, lagt megináherslu á að standa vörð um grunnþjónustu, störf og gjaldskrár, í áætlunum um niðurskurð hjá leikskólum. 2.12.2009 03:15 Samfylkingarmenn á Akureyri efna til prófkjörs Félagsfundur Samfylkingarinnar á Akureyri ákvað í kvöld að halda opið rafrænt prófkjör þann 30. janúar 2010 um efstu fimm sætin á lista flokkins næsta vor. 1.12.2009 23:01 Þrír handteknir vegna kannabisræktunar Lögregumenn á Seyðisfirði fundu í dag 60 kannabisplöntur og græðlinga við leit í húsi á Seyðisfirði. Að auki var talsvert af laufi í þurrkun og efni tilbúið til dreifingar og sölu. Þrír menn voru handteknir vegna málsins, einn á Seyðisfirði og tveir á Vopnafirði. 1.12.2009 21:55 Forseti Suður Afríku heitir lyfjameðferð fyrir HIV smituð börn Jacob Zuma, forseti Suður Afríku, tilkynnti í dag að öll börn þar í landi, yngri en eins árs gömul, fái viðeigandi meðferð ef þau greinast HIV jákvæð. 1.12.2009 21:27 Enn haldið sofandi eftir fall í húsagrunn Líðan mannsins sem slasaðist alvarlega þegar að hann fékk sjö steypustyrktarjárn í líkamann eftir fall ofan í grunn er óbreytt. Þetta segir vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. 1.12.2009 20:19 Framsóknarmenn í Kópavogi halda prófkjör Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Kópavogi hefur ákveðið að efna til prófkjörs 27. febrúar næstkomandi um val á frambjóðendum Framsóknarflokksins til setu á framboðslista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningar í vor. 1.12.2009 21:45 Stjórn UVG mótmælir niðurskurði Árna Páls Stjórn Ungra vinstri grænna leggst alfarið gegn tillögum Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra um frekari niðurskurð á fæðingarorlofi. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér undir kvöld. Ungliðarnir minna á að kjör nýbakaðra foreldra hafi þegar verið skert umtalsvert á síðasta ári og hámarksgreiðslur lækkaðar. 1.12.2009 20:05 Engin orka til Helguvíkur nema háspennulína fáist í Þorlákshöfn Það verður ekkert framkvæmdaleyfi veitt fyrir Suðvesturlínum nema háspennulína komi einnig til Þorlákshafnar. Þetta er einróma afstaða sveitarstjórnar Ölfuss, sem ræðir nú við erlenda aðila um bæði sólarflöguverksmiðju og járnblendiverksmiðju og vill að stjórnvöld stuðli að orkufrekum iðnaði í Þorlákshöfn. 1.12.2009 19:02 Hleypa Íslendingum að makrílborðinu Íslendingum var í dag boðið að setjast að samningaborði um makrílkvóta í Norðaustur-Atlantshafi en Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur hafa í nokkur ár neitað að hleypa Íslandi að. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segir þetta stóran áfanga og mikið fagnaðarefni. 1.12.2009 18:55 Konur í ánauð neyddar til að skrifa upp á skuldaviðurkenningar Dæmi eru um að erlendum konum sem haldið hefur verið í ánauð hér á landi hafi verið í svo mikilli einangrun að þær vita ekki hvar þær búa, enda þótt þær hafi dvalið hér árum saman. Þá hafa konur verið neyddar til að skrifa upp á skuldaviðurkenningar. 1.12.2009 18:45 Geir Haarde verður 139 ára þegar almenningur verður upplýstur að fullu Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. 1.12.2009 18:38 Ákærð fyrir að stinga 5 ára stelpu Ríkissaksóknari hefur ákært Selmu Guðnadóttur fyrir að stinga fimm ára telpu með hnífi í brjóstið þann 27. september en atburðurinn átti sér stað á heimili stúlkunnar í Reykjanesbæ. 1.12.2009 18:30 Allir búnir að skila nema Ólafur Allir borgarfulltrúar nema Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F listans, hafa skilað inn upplýsingum um fjárhaglsega hagsmuni sína, samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Reykjavíkurborgar. 1.12.2009 18:09 Tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlauna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands seinnipartinn í dag. 1.12.2009 17:39 Deilt um afstöðu lögspekinga í fjárlaganefnd Höskuldur Þórhallsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segist hafa aðra upplifun af þeim fundi sem haldinn var í fjárlaganefnd í dag þegar fjórir lögfræðingar voru kallaðir fyrir nefndina til að leggja mat sitt á hvort fyrirhugað frumvarp um Icesave stangist á við stjórnarskrá. 1.12.2009 17:27 Sjá næstu 50 fréttir
24 ökukennarar útskrifast Þann 5. desember verða 24 ökukennarar brautskráðir frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Nám ökukennara hefur verið á háskólastigi frá árinu 1993 við Kennaraháskóla Íslands. 2.12.2009 11:23
Meint fyrirsagnafiff gagnrýnt harðlega Minnihluti A-listans bókaði harða bókun á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar sem var haldinn í gær. Þar gagnrýndu þeir harðlega fyrirsögn sem birtist á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins en hún hljóðaði svo: “Viðsnúningur í rekstri Reykjanesbæjar”. 2.12.2009 10:59
Opnunartímar veitinga- og skemmtistaða um jólin Nú þegar jólin eru að ganga í garð er rétt að minna á reglur um skemmtanahald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill undirstrika að áfengisveitingar eru háðar tímamörkum í leyfum borgarstjórnar eða bæjarstjórna eftir því sem við á. 2.12.2009 10:35
Lögreglan á námskeiði um útlendinga og mansal Þessa viku stendur yfir í framhaldsdeild Lögregluskóla ríkisins sérnámskeið um málefni útlendinga og fleira. Meðal kennsluefnis er skipulögð glæpastarfsemi og varnir gegn henni, ekki síst mansali en þetta kemur fram á vef lögreglunnar. 2.12.2009 10:30
Versnandi veður víða um land Veður fer versnandi á Vestfjörðum og eru vegagerðarmenn hættir mokstri á Klettshálsi og á Þröskuldum, vegna stórhríðar. Það er líka hríð á Ennishálsi og vart ferðaveður vestra, að sögn Vegagerðarinnar. 2.12.2009 10:23
Neyðarástand hjá útgerðum með leigukvóta Útgerðarmenn sem eiga það sameiginlegt að byggja rekstur sinn að verulegu leiti á leigu veiðiheimilda segja að neyðarástand ríki í greininni. Hópur þessara útgerðarmanna hittist á fundi í Hafnarfirði föstudaginn 27. Nóvember. Fundarmenn eru flestir aðilar í LÍÚ og þegar boðað var til fundarins var miðað við að boða fulltrúa útgerða sem hefðu leigt til sín 100 tonn eða meira. 2.12.2009 10:08
Islamistar eigna sér sprengjuárás Islamistar hafa lýst sprengjuárás á rússneska farþegalest á hendur sér að sögn vefsíðu sem tengist uppreisnarmönnum í Tsjetseníu. 2.12.2009 10:08
Ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti ráðin Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ástu Magnúsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis frá og með 1. desember 2009. 2.12.2009 10:08
Jólaþjófar skiluðu skrauti Nokkuð bar á þjófnaði á jólaskrauti úr görðum bæjarbúa í síðustu viku samkvæmt lögreglunni á Akranesi. 2.12.2009 09:42
Sigrún Elsa í annað sætið Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hyggst gefa kost á sér í 2. sæti framboðslistans í prófkjöri flokksins sem fram fer þann 30. janúar næstkomandi. 2.12.2009 09:37
Innflytjendur eru níu prósent mannfjöldans Hinn 1. janúar 2009 voru innflytjendur á Íslandi 28.644 eða níu prósent mannfjöldans. Þetta er mikil aukning frá árinu 1996 þegar innflytjendur voru einungis 2,0 prósent landsmanna eða 5.357 alls, að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Á sama tímabili hefur þeim sem hafa engan erlendan bakgrunn fækkað hlutfallslega úr 93,7 prósentum í 84,6 prósent. 2.12.2009 09:36
Máli Tigers lokið Tiger Woods hefur verið sektaður fyrir ógætilegan akstur og er margfrægu bílslysmáli hans þar með lokið af hálfu lögreglunnar. 2.12.2009 09:30
Jakkafatamorðingjar salla niður vitni Tveir tilræðismenn, klæddir í dökk jakkaföt, skutu fyrrverandi mexíkóskan alríkislögreglumann til bana á Starbucks-kaffihúsi í Mexíkóborg í gær en lögreglumaðurinn var væntanlegt vitni í máli gegn Sinaloa-eiturlyfjahringnum sem hann sjálfur var handtekinn fyrir að starfa fyrir á síðasta ári. 2.12.2009 08:28
Bandaríkjamenn uggandi um fjárhaginn Rúmlega 70 prósent Bandaríkjamanna telja sig annaðhvort undir fátæktarmörkum nú þegar eða að þeir muni verða það í framtíðinni. 2.12.2009 08:09
Áhöfn bresku skútunnar sleppt Fimm manna áhöfn breskrar skútu, sem íranski sjóherinn tók til fanga og hélt í eina viku, hefur verið sleppt úr haldi. 2.12.2009 07:36
Vandræði með Windows 7 Hugbúnaðarrisinn Microsoft rannsakar nú ábendingar um að tölvur margra notenda stýrikerfisins Windows 7 frjósi fyrirvaralaust þegar þeir skrá sig inn í kerfið. 2.12.2009 07:35
Brotist inn í tvö fyrirtæki Brotist var inn í fyrirtæki í Teigahverfi og við Laugaveg í Reykjavík í nótt. Ekki liggur enn fyrir hverju var stolið, en þjófarnir komust undan í báðum tilvikum. 2.12.2009 07:33
Segja sterkar líkur á að líf hafi þrifist á Mars Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA segjast hafa fundið gögn sem bendi sterklega til þess að líf hafi einhvern tímann þrifist á Mars. 2.12.2009 07:30
Velti bíl í Bláskógabyggð Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, slapp nær ómeiddur þegar bíll hans valt út af Auðsholtsvegi í Bláskógabyggð seint í gærkvöldi og hafnaði úti í skurði. 2.12.2009 07:28
Braust inn og reyndi að kveikja á sjónvarpi Fjölskylda á Selfossi vaknaði við það í nótt að torkennilegar mannaferðir voru í húsinu. Þegar að var gáð var ókunnugur maður sestur fyrir framan sjónvarpið inni í stofu og var að reyna að kveikja á því. 2.12.2009 07:25
Vetrarfærð og ófært um allt land Vetrarfærð er um allt land og sumir vegir eru ófærir. Eftir að vind fór að hreyfa í gærkvöldi dró víða í skafla og þurfti lögreglan í Keflavík til dæmis að aðstoða fólk í nokkrum bílum á gamla varnarsvæðinu, þar sem fólkið sat fast í bílum sínum. 2.12.2009 07:21
Segja ráðningu Davíðs ískyggilega Blaðamannafélög Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og Danmerkur segjast hafa þungar áhyggjur af þróun íslenskra fjölmiðla í kjölfar bankahrunsins hér á landi og gagnrýna ráðningu Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Morgunblaðsins. 2.12.2009 07:06
Dráttarvextir næsta árs yfir 400 milljónir Allt útlit er fyrir að Landspítalinn hefji næsta starfsár sitt með neikvæðan höfuðstól sem nemur 2,8 milljörðum króna. Þetta þýðir mikinn fórnarkostnað. Bara dráttarvextir af ógreiddum skuldum gæti numið nokkur hundruð milljónum. 2.12.2009 06:45
Strandar á ríki og borg Lífeyrissjóðirnir eru í startholum með fjármagn fyrir samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni og tvöföldun Suðurlandsvegar. Óleyst mál innan stjórnar og á milli stjórnar og borgar standa í vegi fyrir framkvæmdum. 2.12.2009 06:30
Vaktir sagðar alltof fámennar Vaktir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi eru sagðar allt of fámennar, vinnuálagið hafi aukist mikið og millistjórnendum hafi á ákveðnum sviðum fjölgað meðan starfsmönnum á gólfinu hafi fækkað. 2.12.2009 06:00
Hektarinn á 20.000 krónur Einstaklingar eða fyrirtæki ættu að geta endurheimt einn hektara af framræstu votlendi í náttúru Íslands með því að leggja fram eitthvað á milli tuttugu til fjörutíu þúsund krónur í náttúrusjóðinn Auðlind. Sjóðurinn var stofnaður fyrir ári og hélt upp á afmælið í gær. Lengi hafði staðið til að stofna sjóðinn og þegar loks var slegið til skall á kreppa, segir Salvör Jónsdóttir, formaður Auðlindar. 2.12.2009 06:00
Obama boðar stríðslok innan þriggja ára Barack Obama Bandaríkjaforseti stefnir að því að stríðinu í Afganistan verði lokið eftir þrjú ár. Fjölgun bandarískra hermanna í landinu um 30 til 35 þúsund á næstu sex mánuðum er liður í þeirri áætlun að gera endanlega út af við Al-Kaída-samtökin á skömmum tíma og koma á stöðugleika í landinu. 2.12.2009 06:00
Nýjung í höfundarrétti Lagadeild Háskólans í Reykjavík, Félag um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ) og Creative Commons-samtökin hafa gert með sér samstarfssamning um þýðingu og aðlögun „almenns hugverkaréttar“ á Íslandi. Tryggvi Björgvinsson, formaður FSFÍ, kynnti samstarfið á ráðstefnu sem félagið hélt í gær í Háskólanum í Reykjavík. 2.12.2009 05:00
Skaðleg efni í rafsígarettum Lyfjastofnun hefur sent frá sér viðvörun þar sem varað er við kaupum á rafsígarettum á netinu. Jafnframt að innflutningur og dreifing þeirra hér á landi sé brot á lyfjalögum. 2.12.2009 04:00
Óvíst hvenær fólk verður kært Hjá Ríkisendurskoðun hefur ekki verið ákveðið hvenær þeir frambjóðendur til síðustu alþingiskosninga, sem trassa að skila inn lögbundnum fjárhagsupplýsingum vegna framboðsins, verða kærðir til lögreglu. 2.12.2009 04:00
Segir helstu fyrirheit leikskólaráðs svikin Formaður leikskólaráðs sagði í bréfi í maí að hann hefði, í samræmi við aðgerðaáætlun borgarinnar, lagt megináherslu á að standa vörð um grunnþjónustu, störf og gjaldskrár, í áætlunum um niðurskurð hjá leikskólum. 2.12.2009 03:15
Samfylkingarmenn á Akureyri efna til prófkjörs Félagsfundur Samfylkingarinnar á Akureyri ákvað í kvöld að halda opið rafrænt prófkjör þann 30. janúar 2010 um efstu fimm sætin á lista flokkins næsta vor. 1.12.2009 23:01
Þrír handteknir vegna kannabisræktunar Lögregumenn á Seyðisfirði fundu í dag 60 kannabisplöntur og græðlinga við leit í húsi á Seyðisfirði. Að auki var talsvert af laufi í þurrkun og efni tilbúið til dreifingar og sölu. Þrír menn voru handteknir vegna málsins, einn á Seyðisfirði og tveir á Vopnafirði. 1.12.2009 21:55
Forseti Suður Afríku heitir lyfjameðferð fyrir HIV smituð börn Jacob Zuma, forseti Suður Afríku, tilkynnti í dag að öll börn þar í landi, yngri en eins árs gömul, fái viðeigandi meðferð ef þau greinast HIV jákvæð. 1.12.2009 21:27
Enn haldið sofandi eftir fall í húsagrunn Líðan mannsins sem slasaðist alvarlega þegar að hann fékk sjö steypustyrktarjárn í líkamann eftir fall ofan í grunn er óbreytt. Þetta segir vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. 1.12.2009 20:19
Framsóknarmenn í Kópavogi halda prófkjör Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Kópavogi hefur ákveðið að efna til prófkjörs 27. febrúar næstkomandi um val á frambjóðendum Framsóknarflokksins til setu á framboðslista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningar í vor. 1.12.2009 21:45
Stjórn UVG mótmælir niðurskurði Árna Páls Stjórn Ungra vinstri grænna leggst alfarið gegn tillögum Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra um frekari niðurskurð á fæðingarorlofi. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér undir kvöld. Ungliðarnir minna á að kjör nýbakaðra foreldra hafi þegar verið skert umtalsvert á síðasta ári og hámarksgreiðslur lækkaðar. 1.12.2009 20:05
Engin orka til Helguvíkur nema háspennulína fáist í Þorlákshöfn Það verður ekkert framkvæmdaleyfi veitt fyrir Suðvesturlínum nema háspennulína komi einnig til Þorlákshafnar. Þetta er einróma afstaða sveitarstjórnar Ölfuss, sem ræðir nú við erlenda aðila um bæði sólarflöguverksmiðju og járnblendiverksmiðju og vill að stjórnvöld stuðli að orkufrekum iðnaði í Þorlákshöfn. 1.12.2009 19:02
Hleypa Íslendingum að makrílborðinu Íslendingum var í dag boðið að setjast að samningaborði um makrílkvóta í Norðaustur-Atlantshafi en Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur hafa í nokkur ár neitað að hleypa Íslandi að. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segir þetta stóran áfanga og mikið fagnaðarefni. 1.12.2009 18:55
Konur í ánauð neyddar til að skrifa upp á skuldaviðurkenningar Dæmi eru um að erlendum konum sem haldið hefur verið í ánauð hér á landi hafi verið í svo mikilli einangrun að þær vita ekki hvar þær búa, enda þótt þær hafi dvalið hér árum saman. Þá hafa konur verið neyddar til að skrifa upp á skuldaviðurkenningar. 1.12.2009 18:45
Geir Haarde verður 139 ára þegar almenningur verður upplýstur að fullu Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. 1.12.2009 18:38
Ákærð fyrir að stinga 5 ára stelpu Ríkissaksóknari hefur ákært Selmu Guðnadóttur fyrir að stinga fimm ára telpu með hnífi í brjóstið þann 27. september en atburðurinn átti sér stað á heimili stúlkunnar í Reykjanesbæ. 1.12.2009 18:30
Allir búnir að skila nema Ólafur Allir borgarfulltrúar nema Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F listans, hafa skilað inn upplýsingum um fjárhaglsega hagsmuni sína, samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Reykjavíkurborgar. 1.12.2009 18:09
Tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlauna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands seinnipartinn í dag. 1.12.2009 17:39
Deilt um afstöðu lögspekinga í fjárlaganefnd Höskuldur Þórhallsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segist hafa aðra upplifun af þeim fundi sem haldinn var í fjárlaganefnd í dag þegar fjórir lögfræðingar voru kallaðir fyrir nefndina til að leggja mat sitt á hvort fyrirhugað frumvarp um Icesave stangist á við stjórnarskrá. 1.12.2009 17:27