Innlent

Atvinnulaus fíkill í gæsluvarðhald

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem er grunaður um fjölda innbrota á Suðurnesjum en hann var handtekinn í lok nóvember og þá úrskurðaður í varðhald til 18. desember. Maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin, meðal annars vegna þjófnaðarbrota og alvarlegrar líkamsárásar.

Maðurinn er fíkill og segir í úrskurði héraðsdóms að hann fjármagni neyslu sína með afbrotum og er að auki atvinnulaus. Því var fallist á varðhaldið.

Þá var einnig farið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum manni af erlendu bergi brotnu en hann er einnig grunaður um fjölda innbrota. Hann, auk sjö samlanda hans, er gefið að sök að hafa drýgt fjölmörg afbrot, einkum auðgunarbrot, sem fangelsisrefsing lögð við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×