Innlent

Rannsókn lokið á mansalsmáli - þrír áfram í gæsluvarðhaldi

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.

Þrír menn af fimm hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. desember en beðið er eftir úrskurði tveggja manna til viðbótar í Héraðsdómi Reykjaness vegna mansalsmálsins.

Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum er lokið, aftur á móti hefur lögreglustjóri gert kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum. Þeir eru meðal annars grunaðir um mansal og mög önnur brot. Lögreglan segir rannsóknina bæði flókna og umfangsmikla.

Nú mun ríkissaksóknari skoða málið og síðar taka ákvörðun hvort ákært verði í málinu. Þrír Íslendingar voru einnig í varðhaldi vegna málsins en þeim hefur öllum verið sleppt. Ekki er ljóst hvort þeir verði ákærðir einnig í málinu.

Upphaf málsins má rekja til komu litháískrar stúlku sem kom hingað til lands í október. Grunur vaknaði um að hana ætti að selja í vændi gegn hennar vilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×