Innlent

Grunaðir um að hafa veist að manni í Hörðalandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan er að rannsaka málið samkvæmt heimildum Vísis. Mynd/ GVA.
Lögreglan er að rannsaka málið samkvæmt heimildum Vísis. Mynd/ GVA.
Þrír menn, þar af einn með skotvopn, eru grunaðir um að hafa veist að manni í Hörðarlandi í Fossvogi fyrr í kvöld, samkvæmt heimildum Vísis.

Eftir því sem Vísir kemst næst náðust mennirnir á hlaupum eftir að hringt var í lögreglu og rannsaka lögreglumenn nú málið. Lögreglan vildi engar upplýsingar veita um málið þegar Vísir hafði samband.

Þá var Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Skógargerði í Reykjavík í kvöld þar sem þurfti að reykræsta vegna reyks frá kerti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×