Innlent

Bátsverji á Dettifossi ákærður fyrir tollalagabrot

Bátsverji á Dettifossi ákærður fyrir stófelld tollagabrot
Bátsverji á Dettifossi ákærður fyrir stófelld tollagabrot

Tæplega fimmtugur bátsverji á Dettifossi hefur verið ákærður fyrir tollalagabrot með því að hafa smyglað hingað til lands tugum lítra af viskíi, vodka, Bokma sénever, gini og fleiri víntegundum. Þá á hann einnig að hafa smyglað 172 vindlingalengjum til Íslands og tæplega einu og hálfu kílói af neftóbaki.

Þá á hann að hafa flutt ólöglega til landsins eitt par af Elan skíðum, tvennum pörum af gerðinni Apache og skíðaskóm í stíl. Skíðin fundust við hefðbundna leit tollvarða í maí síðastliðnum en áfengið fannst í desember á síðasta ári. Góss fannst einnig á heimili mannsins.

Samanlagt á maðurinn að hafa reynt að smygla á annað hundrað lítra af ýmsum tegundum eðalvína inn til landsins.

Málið var dómtekið í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur ekki gefið upp afstöðu sína í málinu en lögmaður hans tók sér frest til þess að fara yfir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×