Erlent

John Gotti slapp við dóm í fjórða sinn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
John Gotti.
John Gotti.

Bandaríski mafíuforinginn John Gotti yngri slapp við dóm í fjórða skiptið eftir að dómari í New York vísaði morðmáli gegn honum frá dómi á þriðjudaginn vegna þess að kviðdómur gat ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu um það hvort Gotti væri sekur um tvö morð og kókaínsmygl. Kviðdómurinn bar fyrir sig að hann gæti ekki treyst framburði þeirra vitna sem fyrir dóminn komu og sjálfur þverneitaði Gotti öllum sakargiftum og hélt því fram að hann hefði yfirgefið mafíuna árið 1999.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×