Hjálpa þarf konum frá löndum utan EES 3. desember 2009 05:00 Helmingur þeirra kvenna sem leituðu ásjár Kvennaathvarfsins á síðasta ári var af erlendum uppruna. Meirihluti þeirra var frá löndum utan EES-svæðisins .Fréttablaðið/pjetur Meirihluti kvenna af erlendum uppruna í ofbeldissamböndum sem leita ásjár Kvennaathvarfsins er frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Aðstæður þeirra eru verri en kvenna frá löndum sem aðild eiga að EES. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum rannsóknar Hildar Guðmundsdóttur, mannfræðings og starfsmanns Kvennaathvarfsins, á aðstæðum og upplifun kvenna af erlendum uppruna sem leita til Kvennaathvarfsins. Þetta er fyrsta rannsóknin af þessum toga sem gerð hefur verið hér en niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Hildur segir niðurstöðurnar benda til að konur frá löndum utan EES séu varnarlausari en hinar. Dvalarleyfi þeirra fyrrnefndu er tengt maka þeirra en fyrstu fjögur árin sem þær búa hér verður hann að endurnýja dvalarleyfi konu sinnar á ári hverju. Eiginmaðurinn hefur því mikið vald yfir konu sinni fyrstu árin. Þessu er ekki að skipta fyrir þær konur sem koma frá löndum innan EES. Reglugerðir sem Ísland á hlut að gera þeim kleift að fá dvalar- og atvinnuleyfi hér svo framarlega sem þær hafi fundið vinnu. Þá geta þær sótt um leyfi á eigin forsendum, sem bindur þær ekki við eiginmenn eða sambýlinga, ólíkt konum úr hinum hópinum. Hildur segir mikilvægt að bæta löggjöfina og finna úrræði fyrir konur af erlendum uppruna sem fastar séu í viðjum ofbeldissambanda. Þótt lög um útlendinga hafi verið bætt með þetta í huga fyrir rúmu ári hvíli rík sönnunarbyrði á konunum. „Það er oft erfitt fyrir þær að sanna að ofbeldi hafi átt sér stað. Þær hafa ekki farið til læknis og fengið áverkavottorð. Svo upplifa þær skömm og segja ekki frá ofbeldinu. Þegar þær loks gefast upp og koma til okkar hafa þær engar sannanir í höndunum," segir Hildur. Hún telur það tiltölulega einfalt að bæta löggjöfina konunum í vil. „Ég sé fyrir mér að auðveldara verði gert fyrir konur að nýta sér þetta ákvæði svo sönnunarbyrðin verði ekki eins erfið, eða setja viðauka við hana sem hjálpi fólki við þessar aðstæður." Eins megi fræða konurnar betur um möguleika þeirra, rétt og úrræði þegar þær fái dvalarleyfi hér. Þá verði að kynna þeim hefðir og venjur hér á landi. Það kunni þó að vera erfitt. „Það er ekki hagur ofbeldismanns að konan fái upplýsingar sem hún geti nýtt sér. Konur í þeirri stöðu eru tilvalin fórnarlömb fyrir ofbeldismenn," segir Hildur. jonab@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Meirihluti kvenna af erlendum uppruna í ofbeldissamböndum sem leita ásjár Kvennaathvarfsins er frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Aðstæður þeirra eru verri en kvenna frá löndum sem aðild eiga að EES. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum rannsóknar Hildar Guðmundsdóttur, mannfræðings og starfsmanns Kvennaathvarfsins, á aðstæðum og upplifun kvenna af erlendum uppruna sem leita til Kvennaathvarfsins. Þetta er fyrsta rannsóknin af þessum toga sem gerð hefur verið hér en niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Hildur segir niðurstöðurnar benda til að konur frá löndum utan EES séu varnarlausari en hinar. Dvalarleyfi þeirra fyrrnefndu er tengt maka þeirra en fyrstu fjögur árin sem þær búa hér verður hann að endurnýja dvalarleyfi konu sinnar á ári hverju. Eiginmaðurinn hefur því mikið vald yfir konu sinni fyrstu árin. Þessu er ekki að skipta fyrir þær konur sem koma frá löndum innan EES. Reglugerðir sem Ísland á hlut að gera þeim kleift að fá dvalar- og atvinnuleyfi hér svo framarlega sem þær hafi fundið vinnu. Þá geta þær sótt um leyfi á eigin forsendum, sem bindur þær ekki við eiginmenn eða sambýlinga, ólíkt konum úr hinum hópinum. Hildur segir mikilvægt að bæta löggjöfina og finna úrræði fyrir konur af erlendum uppruna sem fastar séu í viðjum ofbeldissambanda. Þótt lög um útlendinga hafi verið bætt með þetta í huga fyrir rúmu ári hvíli rík sönnunarbyrði á konunum. „Það er oft erfitt fyrir þær að sanna að ofbeldi hafi átt sér stað. Þær hafa ekki farið til læknis og fengið áverkavottorð. Svo upplifa þær skömm og segja ekki frá ofbeldinu. Þegar þær loks gefast upp og koma til okkar hafa þær engar sannanir í höndunum," segir Hildur. Hún telur það tiltölulega einfalt að bæta löggjöfina konunum í vil. „Ég sé fyrir mér að auðveldara verði gert fyrir konur að nýta sér þetta ákvæði svo sönnunarbyrðin verði ekki eins erfið, eða setja viðauka við hana sem hjálpi fólki við þessar aðstæður." Eins megi fræða konurnar betur um möguleika þeirra, rétt og úrræði þegar þær fái dvalarleyfi hér. Þá verði að kynna þeim hefðir og venjur hér á landi. Það kunni þó að vera erfitt. „Það er ekki hagur ofbeldismanns að konan fái upplýsingar sem hún geti nýtt sér. Konur í þeirri stöðu eru tilvalin fórnarlömb fyrir ofbeldismenn," segir Hildur. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira