Fleiri fréttir Afi Hasans segir árásina með ólíkindum Afi Nidals Malik Hasan, geðlæknisins sem skaut 13 hermenn til bana og særði yfir 30 í Fort Hood, stærstu herstöð Bandaríkjanna, í síðustu viku, segir það með ólíkindum að barnabarn hans hafi getað framið slíkt ódæði. 9.11.2009 07:35 Sviðin jörð í El Salvador eftir Ídu Níutíu og einn er látinn og 60 saknað eftir flóð og aurskriður sem herjuðu á íbúa El Salvador þegar fellibylurinn Ída fór yfir landið um helgina. 9.11.2009 07:22 Tuttugu ár síðan múrinn féll Í dag eru 20 ár liðin síðan landamærahlið Berlínarmúrsins voru opnuð og þetta 43 kílómetra langa tákna kalda stríðsins varð að sögulegum minnisvarða. 9.11.2009 07:13 Allur vindur úr veðrinu Óverulegt tjón varð af völdum vindsins sem blés í borginni í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um lítinn stillans sem fór á hliðina um miðnættið og þá var óskað eftir aðstoð við að festa niður trampólín sem gerði sig líklegt til þess að takast á loft. Að öðru leyti olli veðrið ekki vandræðum. 9.11.2009 07:12 Innbrotstilraun í Ármúla Tilkynnt var um innbrot í Ármúlaskóla um klukkan hálffimm í nótt. Öryggisverðir komu að innbrotsþjófinum sem náði að forða sér. Verðirnir eltu manninn nokkurn spöl en hann komst undan að lokum. Ekki er talið að hann hafi haft nokkuð upp úr krafsinu. 9.11.2009 07:08 Gripinn glóðvolgur Lögreglan á Suðurnesjum greip innbrotsþjóf glóðvolgan inni á skemmtistað í bænum rétt fyrir miðnættið í gær. Hann var búinn að safna áfengisflöskum af barnum saman og var að gera sig líklegan til þess að hverfa af vettvangi þegar lögreglumenn mættu á svæðið. 9.11.2009 07:06 Bíður enn milli vonar og ótta Hælisleitandinn Paul Ramses hefur ekki fengið svar frá Útlendingastofnun um hvort hann fái að vera áfram á landinu eða ekki. Hann sótti fyrst um hæli hér í febrúar 2008. 9.11.2009 06:00 Bókaútgáfur í bæklingastríði Titringur er meðal smærri bókaútgefenda vegna auglýsingabæklings sem Forlagið hefur sent frá sér og ber heitið Bókatíðindi Forlagsins. „Félags íslenskra bókaútgefenda gefur úr Bókatíðindi á hverju ári og það hefur verið sátt um að allir bókaútgefendur landsins kynni sínar bækur þar og geti svo auglýst eins og þeim sýnist,“ segir Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu, sem telur hættu á að fólk ruglist á bókatíðindum Forlagsins og hinum eiginlegu Bókatíðindum sem væntanleg eru innan skamms. 9.11.2009 06:00 Chavez býr her sinn undir stríð Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði her landsins að búa sig undir stríð við Kólumbíu. Hann sagði hættu á að Bandaríkin myndu reyna að etja Kólumbíu út í hernað gegn Venesúela. 9.11.2009 06:00 Þingvallanefnd vill opna veg um risalóð „Ég á von á því að þessum sumarbústaðaeiganda verði skrifað og hann beðinn að fjarlægja þetta skilti og þessa keðju því það samrýmist ekki lögum um þjóðgarðinn að hefta för um hann með þessum hætti,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, um lokaðan veg um sumarbústaðalönd í Gjábakkalandi. 9.11.2009 05:30 Lögreglan óttast um öryggi vegfarenda eftir niðurskurð „Hingað til hefur það dugað að hringja í Vegagerðina þegar svona skilyrði koma upp. Þá hefur bíll verið sendur um hæl,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. 9.11.2009 05:30 Kosningar haldnar í janúar Íraska þingið samþykkti í gær nýja kosningalöggjöf, sem ætti að geta tryggt að fyrirhugaðar þingkosningar þar verði haldnar í janúar. 9.11.2009 04:30 Nærri hundrað manns látnir Nærri hundrað manns létu lífið og tuga var saknað í viðbót eftir flóð og aurskriður í El Salvador. Þriggja daga úrhelli hefur verið í landinu. 9.11.2009 04:00 Borgarstjórn hættir ekki veiði í Elliðaám Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn vísaði frá tillögu fulltrúa Vinstri grænna um að fimm veiðidagar Reykjavíkurborgar í Elliðaánum yrðu leigðir Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eins og aðrir veiðidagar í ánum. 9.11.2009 04:00 Vilja ekki samning við Alþjóðahús Reykjavíkurborg Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ekki að borgarráð semji við Alþjóðahús á næsta ári um þjónustu við innflytjendur. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Borgarráð á eftir að taka afstöðu til tillögunnar. 9.11.2009 03:30 Samkomulag að engu orðið Manuel Zelaya, hinn brottrekni forseti Hondúras, segir að samkomulag um stjórn landsins sé að engu orðið. 9.11.2009 03:15 Bjóða Afríku ódýrt lánsfé Egyptaland, AP Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, segir að Afríkuríki fái á næstu þremur árum jafnvirði tíu milljarða Bandaríkjadala að láni á lágum vöxtum. 9.11.2009 03:00 Fórnuðu fóstureyðingum til að ná fram nýju frumvarpi Heilbrigðisfrumvarpið sem neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti seint á laugardag er eitt flóknasta frumvarp sem nokkru sinni hefur komið til afgreiðslu þingsins. 9.11.2009 03:00 Risatertunum skipt út fyrir litríkari rakettur í millistærð Ein aðaltekjulind björgunarsveitanna, flugeldasalan, brást í fyrra samkvæmt Kristni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kristinn segir að í ár sé búið að laga vöruúrvalið að ástandi, fara vel ofan í reksturinn og skera allan óþarfa í burtu. 9.11.2009 03:00 Djúpt snortinn af vinarbragði „Þetta var alveg ofboðslega góður dagur, ég get ekki neitað því,“ segir Sigurður Hallvarðsson, fyrrverandi knattspyrnumaður í Þrótti, eftir að um átta hundruð manns mættu á styrktarleik sem haldinn var í gær fyrir Sigurð og fjölskyldu hans. 9.11.2009 03:00 Vill síðbúna fyrirgefningu Sebastian Marroquin, sonur kólumbíska eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar, biður fórnarlömb föður síns um að veita honum síðbúna fyrirgefningu. 9.11.2009 02:30 Erum aldrei búin undir viðburði sem þessa „Ég man hverja einustu mínútu kvöldið sem múrinn féll. Ég þurfti eins og aðrir að klípa mig í handlegginn til að trúa að þetta væri að gerast. Ég myndi hins vegar ekki vilja skipta á neinum happdrættisvinningi og því að hafa verið viðstaddur,“ segir Ágúst Þór Árnason, doktor í réttarheimspeki og kennari við Háskólann á Akureyri. 9.11.2009 02:00 Fallinna hermanna minnst Bretar minntust í gær fallinna hermanna í öllum styrjöldum sem landið hefur átt í, þar á meðal bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldunum ásamt núverandi stríðsrekstri í Afganistan og Írak. 9.11.2009 02:00 Snilldarlausnin hangir á herðatré „Við vildum ekki hefta sköpunargáfuna. Fólk má gera hvað sem er sem eykur virði hlutar sem alla jafna er einskis virði,“ segir Þórhildur Birgisdóttir, framkvæmdastjóri alþjóðlegu Athafnavikunnar. Vikan hefst 16. nóvember næstkomandi og lýkur 22. nóvember. 9.11.2009 02:00 Kostar 25 milljónir að ljúka rannsókninni Vala Björg Garðarsdóttir fornleifafræðingur segist þurfa tvö sumur og 25 milljónir til að ljúka við uppgröft á leifum frá víkingaöld við Alþingisreit. Hún vonar að verkið verði ekki boðið út á kostnað vísindanna og bendir á að vísindaleg rannsókn, með tilheyrandi samstarfi við háskóla, geti verið ódýrari. Erlendir fræðimenn vilja taka þátt í starfinu. 9.11.2009 01:30 Múrinn kom í veg fyrir blóðsúthellingar „Þetta var hræðilegt því ég áttaði mig á því að flokkurinn og ríkisstjórnin höfðu brugðist mér og að félagar mínir stæðu ekki með mér,“ segir Harald Jäger, austur-þýski landamæravörðurinn sem fyrstur opnaði hlið á Berlínarmúrnum að kvöldi 9. nóvember 1989. 9.11.2009 01:00 Sögurnar stórlega ýktar Líkamsræktarfrömuðurinn Björn Leifsson byggir nú um 160 fermetra sumarbústað við Valhallarstíg á Þingvöllum þótt fréttir hermi að hann sé á leið í gjaldþrot. Hann segir sögur af fjárhagsörðugleikum hans stórlega ýktar og vinnuframlag við bústaðinn leggi hann fram sjálfur. 8.11.2009 18:49 Breyta þarf lögum til að bæta réttarstöðu feðra Formaður Félags um foreldrajafnfrétti segir að breyta þurfi lögum strax til að bæta réttarstöðu feðra þegar kemur að umgengni þeirra við börn sín eftir skilnað. 8.11.2009 19:04 Keyrð 30 kílómetra leið í skólann Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt. 8.11.2009 18:56 Afar spenntur fyrir rafrænu eftirliti Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, er afar spenntur fyrir hugmyndum um rafrænt eftirlit með föngum. Hann segir fjölda fanga treystandi til að ljúka afplánun sinni með þessum hætti. Páll bendir á að þetta form eftirlits geti verið kostnaðarsamt. 8.11.2009 16:44 Hvöttu Abbas til að halda áfram Fjölmargir Palestínumanna komu saman á útifundi á Vesturbakkanum og hvöttu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, til gefa kost á sér til endurkjörs í forsetakosningunum sem haldnar verða í janúar næstkomandi. Forsetinn lýsti því yfir helgi að hann ætli ekki að taka þátt í kosningunum. 8.11.2009 16:16 Bæjarstjórinn himinlifandi með úrslitin Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, er himinlifandi með úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem fram fór í gær. Þar fékk Ásgerður afgerandi kosningu til að leiða flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum í maí á ári en stutt er síðan hún tók við sem bæjarstjóri. 8.11.2009 15:59 Gróðursettu 300 haustlauka Íbúar á Grímstaðarholti jafnt ungir sem aldnir sem og fyrrum íbúar á svæðinu létu hendur standa fram úr ermum í dag og gróðursettu á þriðja hundruð haustlauka á Lynghagaleikvellinum í vesturhluta Reykjavíkur í dag. 8.11.2009 15:39 Á morgun verða 20 ár frá falli Berlínarmúrsins Þess verður minnst á morgun að 20 ár eru frá falli Berlínarmúrsins í Þýskalandi. Hann var að mestu leyti rifinn niður árið 1989 þegar Sovétríkin liðuðust í sundur og kommúnisminn hrundi í Austur-Evrópu. 8.11.2009 15:33 Ráðamenn hvattir til að liðka fyrir atvinnuuppbyggingu Keflavíkurgöngu hinni nýju lauk með samstöðufundi við Kúagerði um tvöleytið þar sem Páll Pálsson, forsvarsmaður Virkjunar fyrir atvinnulausa ávarpaði fundinn. Síðan var fulltrúum ráðamanna afhent áskorun frá þverpólitískum undirbúningshópi göngunnar þar sem ráðamenn eru hvattir til að ganga í takt við ástandið á Reykjanesi, en þar ganga nú um 1600 manns atvinnulausir. 8.11.2009 15:27 Enginn afsláttur gefinn með rafrænu eftirliti Í dóms- og mannréttindaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps sem felur meðal annars í sér í sér að innleiddar verði reglur sem gera afbrotamönnum kleift að ljúka hluta afplánunar með rafrænu eftirliti. Rafrænt eftirlit er mjög íþyngjandi að mati Rögnu Árnadóttur, dóms- og mannaréttindaráðherra. Hún segir að ekki sé verið að gefa neinn afslátt af refsingu fanga. 8.11.2009 15:14 Óttast að skólarnir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum Mikill niðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla er sérstakt áhyggjuefni þar sem þeim hefur í mörg ár verið skorinn mjög þröngur stakkur í rekstri. Því verður að telja hættu á að skólarnir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum við nemendur ef fyrirfram er ákveðið að greiða ekki nauðsynlegan viðurkenndan kostnað af námsvist þeirra. Þetta kemur fram á ályktun Félags framhaldsskólakennara um fjárlagafrumvarpið og fyrirhugaðan niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskóla. 8.11.2009 13:36 Tveggja bíla árekstur á Kringlumýrarbraut Tveggja bíla árekstur varð á ellefta tímanum í morgun á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbraut í Reykjavík. Kalla þurfti út dælubíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að olía lak úr öðrum bílnum. Ekki urðu alvarleg slys á fólk en einn var fluttur á slysadeild til skoðunar. 8.11.2009 13:11 Mannskæð sprengjuárás í Pakistan Að minnsta kosti 12 féllu og 35 særðust í sjálfsmorðsprengjuárás á markaði í bæ skammt frá borginni Peshawar í Pakistan í morgun. Talið er að tilræðinu hafi verið beint bæjarstjóranum sem var staddur á markaðnum þegar sprengjan sprakk en hann var meðal hinna látnu. Fram kemur á vef BBS að bæjarstjórinn hafi verið mikill andstæðingur Talibana. 8.11.2009 13:10 Katrín gengur til móts við Suðurnesjamenn Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, ætlar að hitta þátttakendur í Keflavíkurgöngunni þegar hópurinn kemur í Kúagerði á eftir. Þetta kemur fram á Facebook síðu ráðherrans. Um 300 taka þátt í göngunni. 8.11.2009 12:52 Obama: Söguleg niðurstaða Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í nótt umdeilt frumvarp Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um breytingar á heilbrigðiskerfinu þar í landi. Sjálfur segir Obama að niðurstaðan sé söguleg. Hann er sannfærður um að öldungadeildin samþykki frumvarpið á næstu vikum og vonast til þess að það verði orðið að lögum fyrir áramót. 8.11.2009 12:38 „Þegar mitt fólk leit út um gluggann var albjart á svæðinu“ Íslensk hjón sluppu naumlega ásamt tveimur börnum sínum þegar eldur kom upp í húsbíl þeirra á tjaldstæði í Noregi í fyrrinótt. 8.11.2009 12:00 Konur missa vinnuna í niðurskurði Margrét Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, óttast ekki að lögum um fæðingarorlof verði breytt vegna efnahagsástandsins. Hún vill að stjórnvöld meti framkvæmdir út frá hag kynjanna áður en ráðist er viðkomandi framkvæmd. Ábyrgð stjórnvalda sé mikil. „Með auknum niðurskurði hjá hinu opinbera þá munu fylgja fjöldauppsagnir kvenna, til að mynda í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Margrét sem var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. 8.11.2009 11:39 Jólamaturinn gerður upptækur á Þingvöllum Jólamaturinn var gerður upptækur hjá tveimur rjúpnaskyttum í gær þegar þær voru staðnar að ólöglegum veiðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. 8.11.2009 11:06 Vilja réttarbætur fyrir transfólk Átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks, einnig kallað transgender, á Íslandi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. 8.11.2009 10:57 Sjá næstu 50 fréttir
Afi Hasans segir árásina með ólíkindum Afi Nidals Malik Hasan, geðlæknisins sem skaut 13 hermenn til bana og særði yfir 30 í Fort Hood, stærstu herstöð Bandaríkjanna, í síðustu viku, segir það með ólíkindum að barnabarn hans hafi getað framið slíkt ódæði. 9.11.2009 07:35
Sviðin jörð í El Salvador eftir Ídu Níutíu og einn er látinn og 60 saknað eftir flóð og aurskriður sem herjuðu á íbúa El Salvador þegar fellibylurinn Ída fór yfir landið um helgina. 9.11.2009 07:22
Tuttugu ár síðan múrinn féll Í dag eru 20 ár liðin síðan landamærahlið Berlínarmúrsins voru opnuð og þetta 43 kílómetra langa tákna kalda stríðsins varð að sögulegum minnisvarða. 9.11.2009 07:13
Allur vindur úr veðrinu Óverulegt tjón varð af völdum vindsins sem blés í borginni í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um lítinn stillans sem fór á hliðina um miðnættið og þá var óskað eftir aðstoð við að festa niður trampólín sem gerði sig líklegt til þess að takast á loft. Að öðru leyti olli veðrið ekki vandræðum. 9.11.2009 07:12
Innbrotstilraun í Ármúla Tilkynnt var um innbrot í Ármúlaskóla um klukkan hálffimm í nótt. Öryggisverðir komu að innbrotsþjófinum sem náði að forða sér. Verðirnir eltu manninn nokkurn spöl en hann komst undan að lokum. Ekki er talið að hann hafi haft nokkuð upp úr krafsinu. 9.11.2009 07:08
Gripinn glóðvolgur Lögreglan á Suðurnesjum greip innbrotsþjóf glóðvolgan inni á skemmtistað í bænum rétt fyrir miðnættið í gær. Hann var búinn að safna áfengisflöskum af barnum saman og var að gera sig líklegan til þess að hverfa af vettvangi þegar lögreglumenn mættu á svæðið. 9.11.2009 07:06
Bíður enn milli vonar og ótta Hælisleitandinn Paul Ramses hefur ekki fengið svar frá Útlendingastofnun um hvort hann fái að vera áfram á landinu eða ekki. Hann sótti fyrst um hæli hér í febrúar 2008. 9.11.2009 06:00
Bókaútgáfur í bæklingastríði Titringur er meðal smærri bókaútgefenda vegna auglýsingabæklings sem Forlagið hefur sent frá sér og ber heitið Bókatíðindi Forlagsins. „Félags íslenskra bókaútgefenda gefur úr Bókatíðindi á hverju ári og það hefur verið sátt um að allir bókaútgefendur landsins kynni sínar bækur þar og geti svo auglýst eins og þeim sýnist,“ segir Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu, sem telur hættu á að fólk ruglist á bókatíðindum Forlagsins og hinum eiginlegu Bókatíðindum sem væntanleg eru innan skamms. 9.11.2009 06:00
Chavez býr her sinn undir stríð Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði her landsins að búa sig undir stríð við Kólumbíu. Hann sagði hættu á að Bandaríkin myndu reyna að etja Kólumbíu út í hernað gegn Venesúela. 9.11.2009 06:00
Þingvallanefnd vill opna veg um risalóð „Ég á von á því að þessum sumarbústaðaeiganda verði skrifað og hann beðinn að fjarlægja þetta skilti og þessa keðju því það samrýmist ekki lögum um þjóðgarðinn að hefta för um hann með þessum hætti,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, um lokaðan veg um sumarbústaðalönd í Gjábakkalandi. 9.11.2009 05:30
Lögreglan óttast um öryggi vegfarenda eftir niðurskurð „Hingað til hefur það dugað að hringja í Vegagerðina þegar svona skilyrði koma upp. Þá hefur bíll verið sendur um hæl,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. 9.11.2009 05:30
Kosningar haldnar í janúar Íraska þingið samþykkti í gær nýja kosningalöggjöf, sem ætti að geta tryggt að fyrirhugaðar þingkosningar þar verði haldnar í janúar. 9.11.2009 04:30
Nærri hundrað manns látnir Nærri hundrað manns létu lífið og tuga var saknað í viðbót eftir flóð og aurskriður í El Salvador. Þriggja daga úrhelli hefur verið í landinu. 9.11.2009 04:00
Borgarstjórn hættir ekki veiði í Elliðaám Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn vísaði frá tillögu fulltrúa Vinstri grænna um að fimm veiðidagar Reykjavíkurborgar í Elliðaánum yrðu leigðir Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eins og aðrir veiðidagar í ánum. 9.11.2009 04:00
Vilja ekki samning við Alþjóðahús Reykjavíkurborg Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ekki að borgarráð semji við Alþjóðahús á næsta ári um þjónustu við innflytjendur. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Borgarráð á eftir að taka afstöðu til tillögunnar. 9.11.2009 03:30
Samkomulag að engu orðið Manuel Zelaya, hinn brottrekni forseti Hondúras, segir að samkomulag um stjórn landsins sé að engu orðið. 9.11.2009 03:15
Bjóða Afríku ódýrt lánsfé Egyptaland, AP Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, segir að Afríkuríki fái á næstu þremur árum jafnvirði tíu milljarða Bandaríkjadala að láni á lágum vöxtum. 9.11.2009 03:00
Fórnuðu fóstureyðingum til að ná fram nýju frumvarpi Heilbrigðisfrumvarpið sem neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti seint á laugardag er eitt flóknasta frumvarp sem nokkru sinni hefur komið til afgreiðslu þingsins. 9.11.2009 03:00
Risatertunum skipt út fyrir litríkari rakettur í millistærð Ein aðaltekjulind björgunarsveitanna, flugeldasalan, brást í fyrra samkvæmt Kristni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kristinn segir að í ár sé búið að laga vöruúrvalið að ástandi, fara vel ofan í reksturinn og skera allan óþarfa í burtu. 9.11.2009 03:00
Djúpt snortinn af vinarbragði „Þetta var alveg ofboðslega góður dagur, ég get ekki neitað því,“ segir Sigurður Hallvarðsson, fyrrverandi knattspyrnumaður í Þrótti, eftir að um átta hundruð manns mættu á styrktarleik sem haldinn var í gær fyrir Sigurð og fjölskyldu hans. 9.11.2009 03:00
Vill síðbúna fyrirgefningu Sebastian Marroquin, sonur kólumbíska eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar, biður fórnarlömb föður síns um að veita honum síðbúna fyrirgefningu. 9.11.2009 02:30
Erum aldrei búin undir viðburði sem þessa „Ég man hverja einustu mínútu kvöldið sem múrinn féll. Ég þurfti eins og aðrir að klípa mig í handlegginn til að trúa að þetta væri að gerast. Ég myndi hins vegar ekki vilja skipta á neinum happdrættisvinningi og því að hafa verið viðstaddur,“ segir Ágúst Þór Árnason, doktor í réttarheimspeki og kennari við Háskólann á Akureyri. 9.11.2009 02:00
Fallinna hermanna minnst Bretar minntust í gær fallinna hermanna í öllum styrjöldum sem landið hefur átt í, þar á meðal bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldunum ásamt núverandi stríðsrekstri í Afganistan og Írak. 9.11.2009 02:00
Snilldarlausnin hangir á herðatré „Við vildum ekki hefta sköpunargáfuna. Fólk má gera hvað sem er sem eykur virði hlutar sem alla jafna er einskis virði,“ segir Þórhildur Birgisdóttir, framkvæmdastjóri alþjóðlegu Athafnavikunnar. Vikan hefst 16. nóvember næstkomandi og lýkur 22. nóvember. 9.11.2009 02:00
Kostar 25 milljónir að ljúka rannsókninni Vala Björg Garðarsdóttir fornleifafræðingur segist þurfa tvö sumur og 25 milljónir til að ljúka við uppgröft á leifum frá víkingaöld við Alþingisreit. Hún vonar að verkið verði ekki boðið út á kostnað vísindanna og bendir á að vísindaleg rannsókn, með tilheyrandi samstarfi við háskóla, geti verið ódýrari. Erlendir fræðimenn vilja taka þátt í starfinu. 9.11.2009 01:30
Múrinn kom í veg fyrir blóðsúthellingar „Þetta var hræðilegt því ég áttaði mig á því að flokkurinn og ríkisstjórnin höfðu brugðist mér og að félagar mínir stæðu ekki með mér,“ segir Harald Jäger, austur-þýski landamæravörðurinn sem fyrstur opnaði hlið á Berlínarmúrnum að kvöldi 9. nóvember 1989. 9.11.2009 01:00
Sögurnar stórlega ýktar Líkamsræktarfrömuðurinn Björn Leifsson byggir nú um 160 fermetra sumarbústað við Valhallarstíg á Þingvöllum þótt fréttir hermi að hann sé á leið í gjaldþrot. Hann segir sögur af fjárhagsörðugleikum hans stórlega ýktar og vinnuframlag við bústaðinn leggi hann fram sjálfur. 8.11.2009 18:49
Breyta þarf lögum til að bæta réttarstöðu feðra Formaður Félags um foreldrajafnfrétti segir að breyta þurfi lögum strax til að bæta réttarstöðu feðra þegar kemur að umgengni þeirra við börn sín eftir skilnað. 8.11.2009 19:04
Keyrð 30 kílómetra leið í skólann Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt. 8.11.2009 18:56
Afar spenntur fyrir rafrænu eftirliti Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, er afar spenntur fyrir hugmyndum um rafrænt eftirlit með föngum. Hann segir fjölda fanga treystandi til að ljúka afplánun sinni með þessum hætti. Páll bendir á að þetta form eftirlits geti verið kostnaðarsamt. 8.11.2009 16:44
Hvöttu Abbas til að halda áfram Fjölmargir Palestínumanna komu saman á útifundi á Vesturbakkanum og hvöttu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, til gefa kost á sér til endurkjörs í forsetakosningunum sem haldnar verða í janúar næstkomandi. Forsetinn lýsti því yfir helgi að hann ætli ekki að taka þátt í kosningunum. 8.11.2009 16:16
Bæjarstjórinn himinlifandi með úrslitin Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, er himinlifandi með úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem fram fór í gær. Þar fékk Ásgerður afgerandi kosningu til að leiða flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum í maí á ári en stutt er síðan hún tók við sem bæjarstjóri. 8.11.2009 15:59
Gróðursettu 300 haustlauka Íbúar á Grímstaðarholti jafnt ungir sem aldnir sem og fyrrum íbúar á svæðinu létu hendur standa fram úr ermum í dag og gróðursettu á þriðja hundruð haustlauka á Lynghagaleikvellinum í vesturhluta Reykjavíkur í dag. 8.11.2009 15:39
Á morgun verða 20 ár frá falli Berlínarmúrsins Þess verður minnst á morgun að 20 ár eru frá falli Berlínarmúrsins í Þýskalandi. Hann var að mestu leyti rifinn niður árið 1989 þegar Sovétríkin liðuðust í sundur og kommúnisminn hrundi í Austur-Evrópu. 8.11.2009 15:33
Ráðamenn hvattir til að liðka fyrir atvinnuuppbyggingu Keflavíkurgöngu hinni nýju lauk með samstöðufundi við Kúagerði um tvöleytið þar sem Páll Pálsson, forsvarsmaður Virkjunar fyrir atvinnulausa ávarpaði fundinn. Síðan var fulltrúum ráðamanna afhent áskorun frá þverpólitískum undirbúningshópi göngunnar þar sem ráðamenn eru hvattir til að ganga í takt við ástandið á Reykjanesi, en þar ganga nú um 1600 manns atvinnulausir. 8.11.2009 15:27
Enginn afsláttur gefinn með rafrænu eftirliti Í dóms- og mannréttindaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps sem felur meðal annars í sér í sér að innleiddar verði reglur sem gera afbrotamönnum kleift að ljúka hluta afplánunar með rafrænu eftirliti. Rafrænt eftirlit er mjög íþyngjandi að mati Rögnu Árnadóttur, dóms- og mannaréttindaráðherra. Hún segir að ekki sé verið að gefa neinn afslátt af refsingu fanga. 8.11.2009 15:14
Óttast að skólarnir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum Mikill niðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla er sérstakt áhyggjuefni þar sem þeim hefur í mörg ár verið skorinn mjög þröngur stakkur í rekstri. Því verður að telja hættu á að skólarnir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum við nemendur ef fyrirfram er ákveðið að greiða ekki nauðsynlegan viðurkenndan kostnað af námsvist þeirra. Þetta kemur fram á ályktun Félags framhaldsskólakennara um fjárlagafrumvarpið og fyrirhugaðan niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskóla. 8.11.2009 13:36
Tveggja bíla árekstur á Kringlumýrarbraut Tveggja bíla árekstur varð á ellefta tímanum í morgun á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbraut í Reykjavík. Kalla þurfti út dælubíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að olía lak úr öðrum bílnum. Ekki urðu alvarleg slys á fólk en einn var fluttur á slysadeild til skoðunar. 8.11.2009 13:11
Mannskæð sprengjuárás í Pakistan Að minnsta kosti 12 féllu og 35 særðust í sjálfsmorðsprengjuárás á markaði í bæ skammt frá borginni Peshawar í Pakistan í morgun. Talið er að tilræðinu hafi verið beint bæjarstjóranum sem var staddur á markaðnum þegar sprengjan sprakk en hann var meðal hinna látnu. Fram kemur á vef BBS að bæjarstjórinn hafi verið mikill andstæðingur Talibana. 8.11.2009 13:10
Katrín gengur til móts við Suðurnesjamenn Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, ætlar að hitta þátttakendur í Keflavíkurgöngunni þegar hópurinn kemur í Kúagerði á eftir. Þetta kemur fram á Facebook síðu ráðherrans. Um 300 taka þátt í göngunni. 8.11.2009 12:52
Obama: Söguleg niðurstaða Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í nótt umdeilt frumvarp Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um breytingar á heilbrigðiskerfinu þar í landi. Sjálfur segir Obama að niðurstaðan sé söguleg. Hann er sannfærður um að öldungadeildin samþykki frumvarpið á næstu vikum og vonast til þess að það verði orðið að lögum fyrir áramót. 8.11.2009 12:38
„Þegar mitt fólk leit út um gluggann var albjart á svæðinu“ Íslensk hjón sluppu naumlega ásamt tveimur börnum sínum þegar eldur kom upp í húsbíl þeirra á tjaldstæði í Noregi í fyrrinótt. 8.11.2009 12:00
Konur missa vinnuna í niðurskurði Margrét Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, óttast ekki að lögum um fæðingarorlof verði breytt vegna efnahagsástandsins. Hún vill að stjórnvöld meti framkvæmdir út frá hag kynjanna áður en ráðist er viðkomandi framkvæmd. Ábyrgð stjórnvalda sé mikil. „Með auknum niðurskurði hjá hinu opinbera þá munu fylgja fjöldauppsagnir kvenna, til að mynda í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Margrét sem var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. 8.11.2009 11:39
Jólamaturinn gerður upptækur á Þingvöllum Jólamaturinn var gerður upptækur hjá tveimur rjúpnaskyttum í gær þegar þær voru staðnar að ólöglegum veiðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. 8.11.2009 11:06
Vilja réttarbætur fyrir transfólk Átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks, einnig kallað transgender, á Íslandi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. 8.11.2009 10:57