Innlent

Konur missa vinnuna í niðurskurði

Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi, er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi, er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Margrét Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, óttast ekki að lögum um fæðingarorlof verði breytt vegna efnahagsástandsins. Hún vill að stjórnvöld meti framkvæmdir út frá hag kynjanna áður en ráðist er viðkomandi framkvæmd. Ábyrgð stjórnvalda sé mikil. „Með auknum niðurskurði hjá hinu opinbera þá munu fylgja fjöldauppsagnir kvenna, til að mynda í heilbrigðiskerfinu," sagði Margrét sem var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun.

Samfélagsábyrgð stjórnvalda er gríðarleg og þau eiga að beita kynjaðri hagstjórn, að mati Margrétar. „Það er þegar verið er að meta opinberar framkvæmdir þá er sérstaklega skoðað hvaða áhrif viðkomandi framkvæmd muni hafa á hag kynjanna. Oft hefur það verið þannig að gripið er til mannaflsfrekra aðgerða og við vitum hvað það þýðir. Oftast nær þýðir það að um er að ræða stórvirkar vinnuvélar, vegaframkvæmdir og byggingarframkvæmdir eða karlastörf."

Margrét óttast ekki að lögum um fæðingarorlof verði breytt vegna efnahagsástandsins. Reynslan af lögunum sé afar jákvæð. „Þau jafnaði stöðu kynjanna á vinnumarkaði gífurlega. Allt í einu stóðu atvinnurekendur frammi fyrir því að þeir gátu ekki treyst á að ungu karlarnir færu ekki í fæðingarorlof."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×