Innlent

„Þegar mitt fólk leit út um gluggann var albjart á svæðinu“

Íslensk hjón sluppu naumlega ásamt tveimur börnum sínum þegar eldur kom upp í húsbíl þeirra á tjaldstæði í Noregi í fyrrinótt.

Sagt er frá brunanum í norska vefmiðlinum Nordlys. Hjónin voru með börn sín í húsbílnum á tjaldsvæði í Tatteng í Storfjord í Noregi í fyrrinótt þegar eldur kom upp á tjaldsvæðinu. Eldurinn læsti sig í bíl hjónanna. Mildi þykir að þau hafi ekki slasast en fjölskyldan slapp öll ómeidd.

Hafsteinn Ásgeirsson er faðir konunnar. Bílinn er í hans eigu en dóttir hans var að setja bílinn í geymslu á svæðinu yfir veturinn. Ekki er vitað hvernig eldurinn komi upp.

„Það er helst haldið að kveikt hafi verið í grillhúsi á miðju svæðinu um og neistar komið úr því, en það eru bara getgátur," segir Hafsteinn. „Þegar mitt fólk leit út um gluggann var albjart á svæðinu."

Hafsteinn segir að dóttur sín og fólkið hennar hafi komist út úr bílnum en mikið eldhaf hafi verið fyrir framan bílinn. Hann segir að ekki hafi orðið tjón á fólki en lítið sé eftir af bílnum. „Okkar fólk slapp allt en kunningi þeirra fór á sjúkrahús með reykeitrun og einhver brunasár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×