Innlent

Gróðursettu 300 haustlauka

Hluti hópsins sem gróðusetti haustlaukanna í dag.
Hluti hópsins sem gróðusetti haustlaukanna í dag.
Íbúar á Grímstaðarholti jafnt ungir sem aldnir sem og fyrrum íbúar á svæðinu létu hendur standa fram úr ermum í dag og gróðursettu á þriðja hundruð haustlauka á Lynghagaleikvellinum í vesturhluta Reykjavíkur í dag.

„Íbúarnir hafa tekið þennan skemmtilega leikvöll í fóstur sem þýðir að þeir sjá um fegrun og hreinsun á vellinum auk þess sem þeir koma að allri skipulagningu hans," segir í tilkynningu frá hópnum.

Þar segir jafnframt að mikill áhugi sé meðal íbúa að gera þennan stað að sælureit hverfisins þar sem bæði ungir og aldnir geti notið sín. Markmiðið með verkefni sé að efla hverfisvitund og samkennd íbúanna og hafa íbúar stofnað með sér félag sem ber nafnið Grímur sem dregur nafn sitt af Grímstaðarholti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×