Innlent

Óttast að skólarnir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum

Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennra.
Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennra. Mynd/Heiða Helgadóttir
Mikill niðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla er sérstakt áhyggjuefni þar sem þeim hefur í mörg ár verið skorinn mjög þröngur stakkur í rekstri. Því verður að telja hættu á að skólarnir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum við nemendur ef fyrirfram er ákveðið að greiða ekki nauðsynlegan viðurkenndan kostnað af námsvist þeirra. Þetta kemur fram á ályktun Félags framhaldsskólakennara um fjárlagafrumvarpið og fyrirhugaðan niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskóla.

„Stjórn Félags framhaldsskólakennara leggur fast að ráðherrum, fjárlaganefnd, menntamálanefnd og öllum þingmönnum að sjá til þess að framhaldsskólar fái nauðsynlegt fjármagn til að sinna lögbundnum skyldum við nemendur í þeim erfiðu aðstæðum sem eru framundan," segir í ályktuninni.

Þar segir jafnframt að niðurskurðurinn megi ekki bitna á þeim sem síst mega við því, efnahagslega og félagslega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×