Vilja réttarbætur fyrir transfólk 8. nóvember 2009 10:57 Átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks, einnig kallað transgender, hér á landi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar segir að réttarstaða transfólks á Íslandi sé bæði veik og óljós. Engin sérstök lög gildi um málefni fólksins hérlendis og margt vanti upp á til að lagalegt jafnræði og full mannréttindi séu tryggð. „Þannig er m.a. ýmislegt óljóst þegar kemur að meðhöndlun transfólks innan heilbrigðisgeirans og umboð og réttarstaða þegar kemur að læknisfræðilegri meðferð eru óskýr. Þá er og ýmislegt óljóst þegar kemur að óskoruðum rétti transgender einstaklinga til að óska eftir breytingu á skráningu nafns og kyns í þjóðskrá. Einstaklingur sem lifir í nýju kynhlutverki getur ekki fengið nafni sínu breytt nema hafa gengist undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, jafnvel þótt einungis hluti transfólks gangist undir slíka aðgerð," segir í greinargerðinni. Meðflutningsmenn Guðríðar Lilju eru Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingu, Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki, Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðisflokki, Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni, Ögmundur Jónasson VG, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu og Eygló Harðardóttir Framsóknarflokki. Það er mat flutningsmanna að nauðsynlegt sé að tryggja transfólki full mannréttindi og skýra réttarstöðu á öllum sviðum. „Til að móta framsækna löggjöf í þessum efnum hérlendis er m.a. hægt að sækja fyrirmyndir til hins besta sem finnst í löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum og í Hollandi og betrumbæta það sem þar vantar upp á," segir í greinargerðinni með til tillögunni. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks, einnig kallað transgender, hér á landi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar segir að réttarstaða transfólks á Íslandi sé bæði veik og óljós. Engin sérstök lög gildi um málefni fólksins hérlendis og margt vanti upp á til að lagalegt jafnræði og full mannréttindi séu tryggð. „Þannig er m.a. ýmislegt óljóst þegar kemur að meðhöndlun transfólks innan heilbrigðisgeirans og umboð og réttarstaða þegar kemur að læknisfræðilegri meðferð eru óskýr. Þá er og ýmislegt óljóst þegar kemur að óskoruðum rétti transgender einstaklinga til að óska eftir breytingu á skráningu nafns og kyns í þjóðskrá. Einstaklingur sem lifir í nýju kynhlutverki getur ekki fengið nafni sínu breytt nema hafa gengist undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, jafnvel þótt einungis hluti transfólks gangist undir slíka aðgerð," segir í greinargerðinni. Meðflutningsmenn Guðríðar Lilju eru Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingu, Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki, Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðisflokki, Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni, Ögmundur Jónasson VG, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu og Eygló Harðardóttir Framsóknarflokki. Það er mat flutningsmanna að nauðsynlegt sé að tryggja transfólki full mannréttindi og skýra réttarstöðu á öllum sviðum. „Til að móta framsækna löggjöf í þessum efnum hérlendis er m.a. hægt að sækja fyrirmyndir til hins besta sem finnst í löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum og í Hollandi og betrumbæta það sem þar vantar upp á," segir í greinargerðinni með til tillögunni.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira