Vilja réttarbætur fyrir transfólk 8. nóvember 2009 10:57 Átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks, einnig kallað transgender, hér á landi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar segir að réttarstaða transfólks á Íslandi sé bæði veik og óljós. Engin sérstök lög gildi um málefni fólksins hérlendis og margt vanti upp á til að lagalegt jafnræði og full mannréttindi séu tryggð. „Þannig er m.a. ýmislegt óljóst þegar kemur að meðhöndlun transfólks innan heilbrigðisgeirans og umboð og réttarstaða þegar kemur að læknisfræðilegri meðferð eru óskýr. Þá er og ýmislegt óljóst þegar kemur að óskoruðum rétti transgender einstaklinga til að óska eftir breytingu á skráningu nafns og kyns í þjóðskrá. Einstaklingur sem lifir í nýju kynhlutverki getur ekki fengið nafni sínu breytt nema hafa gengist undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, jafnvel þótt einungis hluti transfólks gangist undir slíka aðgerð," segir í greinargerðinni. Meðflutningsmenn Guðríðar Lilju eru Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingu, Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki, Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðisflokki, Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni, Ögmundur Jónasson VG, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu og Eygló Harðardóttir Framsóknarflokki. Það er mat flutningsmanna að nauðsynlegt sé að tryggja transfólki full mannréttindi og skýra réttarstöðu á öllum sviðum. „Til að móta framsækna löggjöf í þessum efnum hérlendis er m.a. hægt að sækja fyrirmyndir til hins besta sem finnst í löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum og í Hollandi og betrumbæta það sem þar vantar upp á," segir í greinargerðinni með til tillögunni. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
Átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks, einnig kallað transgender, hér á landi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar segir að réttarstaða transfólks á Íslandi sé bæði veik og óljós. Engin sérstök lög gildi um málefni fólksins hérlendis og margt vanti upp á til að lagalegt jafnræði og full mannréttindi séu tryggð. „Þannig er m.a. ýmislegt óljóst þegar kemur að meðhöndlun transfólks innan heilbrigðisgeirans og umboð og réttarstaða þegar kemur að læknisfræðilegri meðferð eru óskýr. Þá er og ýmislegt óljóst þegar kemur að óskoruðum rétti transgender einstaklinga til að óska eftir breytingu á skráningu nafns og kyns í þjóðskrá. Einstaklingur sem lifir í nýju kynhlutverki getur ekki fengið nafni sínu breytt nema hafa gengist undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, jafnvel þótt einungis hluti transfólks gangist undir slíka aðgerð," segir í greinargerðinni. Meðflutningsmenn Guðríðar Lilju eru Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingu, Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki, Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðisflokki, Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni, Ögmundur Jónasson VG, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu og Eygló Harðardóttir Framsóknarflokki. Það er mat flutningsmanna að nauðsynlegt sé að tryggja transfólki full mannréttindi og skýra réttarstöðu á öllum sviðum. „Til að móta framsækna löggjöf í þessum efnum hérlendis er m.a. hægt að sækja fyrirmyndir til hins besta sem finnst í löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum og í Hollandi og betrumbæta það sem þar vantar upp á," segir í greinargerðinni með til tillögunni.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira