Fleiri fréttir

„Allsherjar óánægja með allt“

Arnar Þór Jónsson, lögmaður 27 erlendra kröfuhafa í Glitni, gerði á fundi skilanefndar með kröfuhöfum í gær alvarlegar athugasemdir við ferli málsins allt frá því bankinn hrundi fyrir tæpu ári.

Utanríkisráðherra fundaði með framkvæmdastjóra AGS

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag formlegan fund með Dominique Strauss-Kahn aðalframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fór fundurinn fram í New York.

Fleiri börn þurfa vistun á meðferðarheimilum

Umsóknum um vistun á meðferðarheimilum Barnaverndastofu hefur fjölgað umtalsvert á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Umsóknir voru 78 á fyrstu sex mánuðum ársins en í fyrra voru þær 68 á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um tilkynningar til barnaverndanefnda sem Barnaverndastofa opinberaði í dag.

Öryggisgæsla hert í Þýskalandi vegna al-Qaeda

Öryggisgæsla hefur verið hert í Þýskalandi vegna myndskeiða sem hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa birt. Á myndskeiðunum hótar al-Qaeda árásum dragi Þjóðverjar ekki herlið sitt til baka frá Afganistan. Kosið er í Þýskalandi á sunnudag en einungis einn flokkur, Vinstri, er fylgjandi því að herlið Þjóðverða verði samstundis kvatt heim.

Danir eru bjartsýnir þrátt fyrir kreppu

Þrátt fyrir að Danir hafi orðið fyrir barðinu á alheimskreppunni eins og íbúar í flestum öðrum þjóðum heims eru viðhorf þeirra til framtíðarinnar mjög jákvæð. Þetta sýnir rannsókn um viðhorf Dana til framtíðarinnar, sem Capacent rannsóknir gerðu fyrir Rauða krossinn í Danmörku.

Árekstur á Suðurlandsbraut

Harður tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsbraut um fimmleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni skemmdust bílarnir töluvert og voru dregnir burt með krana. Frá sjúkraliðinu fengust þær upplýsingar að einn sjúkrabíll hefði verið sendur á staðinn en ekki er vitað hvort fólkið sem var í bílunum hafi slasast alvarlega.

Kynlífsþyrstir Norðmenn streyma til Danmerkur

Þann 1. janúar síðastliðinn var gert ólöglegt að kaupa kynlífsþjónustu í Noregi. Norska blaðið Verdens Gang telur að eftir að þessi lög hafi þýtt aukin uppgrip fyrir eigendur pútnahúsa á norðurhluta Jótlands því kynlífsþyrstir Norðmenn streymi yfir landamærin.

Skref Norðmanna gæti haft jákvæð áhrif fyrir Íslendinga

Heimsókn olíumálaráðherra Noregs til Jan Mayen í dag er talin pólitísk yfirlýsing um að Norðmenn stefni á olíuleit á norska hluta Jan Mayen-hryggjarins. Málið gæti haft mikla efnahagsþýðingu fyrir Ísland í framtíðinni enda eiga Íslendingar 25 prósent nýtingarrétt á olíunni Noregsmegin miðlínunnar.

Húsvíkingar leita svara hjá ríkisstjórn

Sveitarstjóri Norðurþings er kominn til Reykjavíkur í von um að fá áheyrn ríkisstjórnarinnar um að framlengja viljayfirlýsingu um álver á Bakka, sem rennur út í næstu viku. Málið er hið vandræðalegasta fyrir ríkisstjórnina en algjör óvissa ríkir enn um hvert hún vill stefna.

Bráðabirgðalög koma ekki til greina

„Það hefur aldrei komið til greina og er ekki inni í myndinni að ríkisstjórnin setji bráðabirgðalög vegna athugasemdar Breta og Hollendinga við Icesave fyrirvarana," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir

Ekki búið að ráða ritstjóra Moggans

Engin ákvörðun var tekin um eftirmann Ólafs Stephensen sem lét af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins í vikunni á stjórnarfundi Árvakurs sem var að ljúka. Óskar Magnússon útgefandi blaðsins vildi lítið gefa upp um hver yrðir eftirmaður Ólafs en búist var við að það yrði tilkynnt að loknum stjórnarfundinum.

Sameiginlegi þingflokksfundurinn hafinn

Sameiginlegur þingflokksfundur Samfylkingar og VG hófst skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Þetta er í annað sinn sem þingflokkarnir funda sameiginlega en þeir funduðu saman í Þjóðminjasafninu í lok maí.

Bændasamtökin vilja að spurningalisti ESB verði þýddur á íslensku

Bændasamtök Íslands hafa óskað eftir því að spurningalist framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarviðræðna Íslendinga verði þýddur á íslensku. Samtökin sendu utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis 11. september en ekkert svar hefur borist. Óskin hefur nú verið ítrekuð í nýju bréfi.

Þriggja manna ráðherranefnd um efnahagsmál skipuð

Skipuð hefur verið nefnd þriggja ráðherra um efnahagsmál sem ætlað er að samræma stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og hafa eftirlit með framkvæmd efnahagsstefnunnar á einstökum sviðum.

Framsóknarmenn vilja aðgerðir til bjargar skuldsettum heimilum

Þingflokkur framsóknarmanna hvetur ríkisstjórnina til að grípa tafarlaust til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum. Vandinn sé mikill og eykst dag frá degi. Þetta kemur fram í ályktun þingflokksins sem send var fjölmiðlum í dag.

Hættir sem bæjarstjóri af persónulegum ástæðum

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, tilkynnti á bæjarmálafundi Samfylkingarinnar í gær að hún ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningunum í vor. Hún segir ástæðuna fyrst og fremst vera persónulega.

Bæjarstjóri með hjartsláttartruflanir

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri í Grindavík var lögð inn á Landspítalann í gær eftir að hafa fengið hjartsláttartruflanir. Hún fékk að fara heim í dag en var fyrirskipað af læknum að taka því rólega á næstunni og verður undir eftirliti.

Lamdi konu í höfuðið með glasi

22 ára gamall karlmaður var fundinn sekur í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hann lamdi 26 ára gamla konu í höfuð með glasi. Atvikið átti sér stað veitingastaðnum Kaffi Akureyri í lok maí á þessu ári en flytja þurfti konuna á sjúkrahús vegna áverka í andliti. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa barið konuna í höfuðið með glasi umrætt kvöld.

Hermenn tvístruðu mótmælendum í Hondúras

Hermenn í Hondúras tvístruðu í dag hópi mótmælenda sem höfðu tekið sér stöðu fyrir framan sendiráð Brasilíu í höfuðborginni Tegucigalpa. Mótmælendurnir eru stuðningsmenn hins burtrekna fyrrverandi forseta landsins Manuel Zelaya sem fyrr á árinu var steypt af stóli af hernum.

Alvarleg staða í fangelsismálum

Ríkið þarf í framtíðinni að veita meira fé í fangelsismál, að mati Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur formanns allsherjarnefndar. Staðan sé slæm. Það sé hins vegar ljóst miðað við fjármál ríkisins að finna verði lausn til bráðabirgða sem sé ekki of kostnaðarsöm.

Æðstapresti Jedi reglunnar hent út úr stórmarkaði

Stofnandi Jedi kirkjunnar sem styðst við trúar- og lífsskoðanir Jedi riddaranna í Star Wars myndunum íhugar nú að fara í mál við Tesco verslanakeðjuna í Bretlandi. Æðstipresturinn Daniel Jones, 23 ára gamall maður frá Wales, sem einnig gengur undir nafninu Morda Hehol, segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við öryggisverði Tesco. Þeir hentu honum út úr búðinni vegna þess að hann neitaði að fara úr skikkjunni sem allir sannir Jedi meistarar ganga ævinlega í.

Sameiginlegur þingflokksfundur Samfylkingar og VG

Ríkisstjórnarfundi er nýlokið í Stjórnarráðinu en hann stóð óvenju lengi yfir. Að loknum fundi gáfu hvorki Jóhanna né Steingrímur færi á sér og ekki er vitað um dagskrá fundarins. Það var hinsvegar tilkynnt að sameiginlegur þingflokksfundur Samfylkingarinnar og VG verður haldinn á Nordica klukkan 16:00 í dag en þá munu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar einnig ræða við fjölmiðla. Steingrímur og Jóhanna sátu eftir í Stjórnarráðinu að loknum fundi og fóru yfir stöðu mála.

Tvær rúður brotnar í Vestmannaeyjum

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið. Nokkur erill var í kringum skemmtanahald helgarinnar og eitthvað um stympingar. Hins vegar liggja engar kærur fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Bretar draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um helming

Bresk flugmálayfirvöld hafa einsett sér að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um helming árið 2050. Þetta fullyrðir Willie Walsh, stjórnarformaður British Airways, og hyggst hann kynna framkvæmd þessa umhverfisátaks nánar á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem verður undanfari stóru loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn í desember.

Vill benda enda á stríðið í Afganistan

Bandarískur þingmaður telur að Bandaríkin verði að binda enda á stríðið í Afganistan. Hyggist Obama forseti „vinna" stríðið, þá verði átökin í Afganistan annað Víetnam.

Óttaðist að yfirheyrslur færu á netið

Sérstakur saksóknari bankahrunsins óttaðist yfirheyrslur yfir vitnum á hljóð og mynddiskum í Q-Finance málinu, kynnu að berast á netið, fengju verjendur grunaðra þau í hendur.

Greina ekki verra viðmót í kreppunni

Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir nýlega rannsókn sýna að innflytjendum hér á landi hefur gengið illa að undanförnu að fá vinnu og að þeir óttist framtíðina batni efnahagsástandið ekki á næstunni. Mikill meirihluti innflytjenda telja viðmót til sín ekki hafa breyst eftir að kreppan skall á. Rauði krossinn stendur fyrir málþingi á eftir hádegi um stöðu innflytjenda á erfiðleikatímum undir yfirskriftinni: „Eru innflytjendur afgangsstærð?“

Um þriðjungur til í greiðsluverkfall

Tæplega níutíu prósent þjóðarinnar væru reiðubúin að taka þátt í að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir í þágu heimilanna, samkvæmt nýrri Capacent könnun. Aðeins um þriðjungur er hins vegar til í að taka þátt í hópaðgerðum og fara í tímabundið greiðsluverkfall.

Óvenju langur ríkisstjórnarfundur

Ríkisstjórnin situr nú á sínum vikulega fundi í Stjórnarráðinu í Reykjavík. Fundurinn er óvenju langur en búist er við að hann standi fram yfir hádegið.

Bandaríkjamenn óttast hryðjuverk í Suður-Afríku

Sendiráði Bandaríkjanna í Suður Afríku og öllum öðrum skrifstofum á vegum Bandaríkjanna í landinu var lokað í dag. Grunur er sagður leika á yfirvofandi hryðjuverkaárás en frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar.

Ekið á búfé og skotið á álftir

Sjö tilkynningar bárust lögreglu í vestfjarðaumdæmi í vikunni um að ekið hafi verið á búfé á svæðinu og vill lögregla enn og aftur brýna fyrir ökumönnum að gæta varúðar á þjóðvegunum þar sem nú er smalatími og fé að koma af fjalli.

Árs fangelsi fyrir að geyma látna móður

Rúmlega sextug kona í Flórída hefur verið dæmd til eins árs og eins dags fangelsisvistar fyrir að hafa geymt lík móður sinnar á heimili sínu í sex ár og hirt ellilífeyri hennar á meðan, alls um 230.000 dollara.

Kókaíni mokað til Evrópu gegnum Afríku

Kólumbískir og mexíkóskir eiturlyfjahringir hafa fært út kvíarnar og komið sér upp bækistöðvum í ýmsum Vestur-Afríkuríkjum til að auðvelda flutning kókaíns á evrópskan markað. Gínea-Bissau og hin svonefnda Gullströnd hafa sérstaklega orðið fyrir barðinu á kókaínflutningum og er nú svo komið að Gullströndin er uppnefnd Kókströndin.

Zelaya kominn aftur til Hondúras

Manuel Zelaya, hinn útlægi forseti Hondúras, hefur snúið til baka til heimalandsins og lokað sig inni í brasilíska sendiráðinu þar.

Ýmsir vafasamir á götum borgarinnar

Lögregla stöðvaði ökumann bifhjóls seint í gærkvöldi á Sæbrautinni fyrir of hraðan akstur. Mótorhjólið mældist á 125 kílómetra hraða á klukkustund sem er tvöfaldur hámarkshraði á þessum vegarkafla.

Brotist inn í söluturn í Hafnarfirði

Brotist var inn í söluturn í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglu er ekki ljóst á þessu stigi málsins hverju var stolið en þrír voru þó handteknir þegar líða tók á nóttina grunaðir um aðild að málinu.

Sjóðurinn ræður við íbúðalán bankanna

Forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) segir að í raun sé ekkert sem komi í veg fyrir það að sjóðurinn geti tekið við öllum húsnæðislánum bankanna svo fremi sem stjórnvöld veiti til hans auknu fé í samræmi við aukin umsvif.

Krefjast 3 milljarða vegna vanefnda OR

„Við ákváðum að bjóða þeim birginn,“ segir Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Klæðningar sem gerir 3,3 milljarða kröfu á Orkuveitu Reykjavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir